Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2021 Tinni Sveinsson skrifar 17. desember 2021 15:46 10 aðilar eru tilnefndir sem Maður ársins 2021. Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á Manni ársins 2021 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Um sjö þúsund tilnefningar bárust í gegnum vefinn og í símatíma Reykjavík síðdegis. Þær hafa aldrei verið fleiri. Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Heilbrigðisstarfsmaðurinn vann verðlaunin í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 29. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Anníe Mist Þórisdóttir Anníe Mist Þórisdóttir stal senunni á Heimsleikunum í Crossfit í ár. Anníe, sem er goðsögn í íþróttinni, landaði þriðja sæti eftir að hafa gengið í gegnum erfiðleika við að eignast sitt fyrsta barn sléttu ári á undan. Edda Falak Edda Falak hefur haft hátt í umræðum um kvenréttindi og nauðgunarmenningu í samfélaginu. Hún viðrar skoðanir sínar óttalaus og tekur slaginn í málefnum sem hún telur skipta máli. Guðmundur Felix Grétarsson Guðmundur Felix Grétarsson fékk ágræddar hendur eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. Gylfi Þór Þorsteinsson Gylfi Þór Þorsteinsson hefur staðið vaktina í farsóttarhúsunum í vel á annað ár. Hann hefur varla sést öðruvísi en með bros og jákvæðni að leiðarljósi þótt aðstæður séu oft erfiðar. Haraldur Þorleifsson Haraldur Þorleifsson lagðist í verkefnið að rampa upp Reykjavík og virðist hreinlega stefna á að rampa upp allan heiminn. Þá flutti hann til Íslands til að geta greitt skatta hér á landi af miklum hagnaði eftir fyrirtækjasölu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hefur verið andlit bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Skipulag og framkvæmd hefur vakið mikla athygli en Ragnheiður kemur vel fyrir sem jákvæð og lausnamiðuð manneskja. Rúna Sif Rafnsdóttir Rúna Sif Rafnsdóttir þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar nokkurra mánaða og fárveikt íslenskt barn þurfti nýja lifur. Rúna gaf Eldi Elí lifur og veitti öðrum innblástur til líffæragjafa. Sólrún Waldorff Sólrún Waldorff hefur sýnt mikið hugrekki með því að deila reynslu sinni úr eldsvoða í Mávahlíð. Sólrún brenndist afar illa en hefur með reynslu sinni vakið athygli á mikilvægi eldvarna. Þórólfur Guðnason Þórólfur Guðnason hefur sem sóttvarnalæknir hefur staðið í brúnni í baráttu Íslendinga við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Þórólfur hefur að margra mati verið rödd skynseminnar og staðið vörð um heilsu landsmanna. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og sagði sögu sína þar sem hún taldi þöggun eiga sér stað hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Frásögn Þórhildar Gyða, sem er meðlimur aktivístasamtakanna Öfga, varð til þess að málið var skoðað í kjölinn og breytingar gerðar hjá KSÍ. Hver á skilið nafnbótina Maður ársins 2021? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan. Fréttir ársins 2021 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Heilbrigðisstarfsmaðurinn vann verðlaunin í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 29. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Anníe Mist Þórisdóttir Anníe Mist Þórisdóttir stal senunni á Heimsleikunum í Crossfit í ár. Anníe, sem er goðsögn í íþróttinni, landaði þriðja sæti eftir að hafa gengið í gegnum erfiðleika við að eignast sitt fyrsta barn sléttu ári á undan. Edda Falak Edda Falak hefur haft hátt í umræðum um kvenréttindi og nauðgunarmenningu í samfélaginu. Hún viðrar skoðanir sínar óttalaus og tekur slaginn í málefnum sem hún telur skipta máli. Guðmundur Felix Grétarsson Guðmundur Felix Grétarsson fékk ágræddar hendur eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. Gylfi Þór Þorsteinsson Gylfi Þór Þorsteinsson hefur staðið vaktina í farsóttarhúsunum í vel á annað ár. Hann hefur varla sést öðruvísi en með bros og jákvæðni að leiðarljósi þótt aðstæður séu oft erfiðar. Haraldur Þorleifsson Haraldur Þorleifsson lagðist í verkefnið að rampa upp Reykjavík og virðist hreinlega stefna á að rampa upp allan heiminn. Þá flutti hann til Íslands til að geta greitt skatta hér á landi af miklum hagnaði eftir fyrirtækjasölu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hefur verið andlit bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Skipulag og framkvæmd hefur vakið mikla athygli en Ragnheiður kemur vel fyrir sem jákvæð og lausnamiðuð manneskja. Rúna Sif Rafnsdóttir Rúna Sif Rafnsdóttir þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar nokkurra mánaða og fárveikt íslenskt barn þurfti nýja lifur. Rúna gaf Eldi Elí lifur og veitti öðrum innblástur til líffæragjafa. Sólrún Waldorff Sólrún Waldorff hefur sýnt mikið hugrekki með því að deila reynslu sinni úr eldsvoða í Mávahlíð. Sólrún brenndist afar illa en hefur með reynslu sinni vakið athygli á mikilvægi eldvarna. Þórólfur Guðnason Þórólfur Guðnason hefur sem sóttvarnalæknir hefur staðið í brúnni í baráttu Íslendinga við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Þórólfur hefur að margra mati verið rödd skynseminnar og staðið vörð um heilsu landsmanna. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og sagði sögu sína þar sem hún taldi þöggun eiga sér stað hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Frásögn Þórhildar Gyða, sem er meðlimur aktivístasamtakanna Öfga, varð til þess að málið var skoðað í kjölinn og breytingar gerðar hjá KSÍ. Hver á skilið nafnbótina Maður ársins 2021? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan.
Fréttir ársins 2021 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira