Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sunna Valgerðardóttir skrifar 20. desember 2021 12:12 Sóttvarnalæknir er búinn að skila tillögum að hertum aðgerðum yfir hátíðarnar. Hann segir íslenskt heilbrigðiskerfi geta farið á hliðina ef ómíkrón gerir viðlíka skaða hér og í Skandinavíu. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 220 innanlandssmit greindust í gær, sem er langmesti fjöldi smita sem hefur greinst hér á sunnudegi frá upphafi faraldursins. Alla jafna greinast færri um helgar þar sem minni þátttaka er í sýnatökum. Hlutfall jákvæðra sýna í einkennasýnatökum hefur sömuleiðis aldrei verið jafn hátt, í kring um 15 prósent, bæði í gær og fyrradag. 600 smit á dag ekki óraunhæft Sérfræðingar búast nú við allt að 600 smitum á degi hverjum ef fram heldur sem horfir, þar sem faraldurinn er í miklum veldisvexti og ómíkron-afbrigðið að berast hratt út. Nú hafa verið staðfest um 160 omíkron smit, en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þá tölu eiga eftir að hækka hratt á næstu dögum. „Ef við horfum á hvað hefur verið að gerast í Danmörku og skoðum þróunina, þá hafa þeir verið að sjá alveg gífurlegan fjölda á dag og ef við verðum með sama innlagnarhlutfall og þeir, þá gæti þetta gerst. Við fáum 600 tilfelli á dag, til dæmis með ómíkron, þá þurfa um 0,7 prósent að leggjast inn, sem gera í kring um fimm eða sex tilfelli á dag. Og það sjá allir að það mundi alveg setja spítalann úr lagi og við mundum þurfa að grípa til örþrifaráða. Þannig að það er ekki staða sem við viljum sjá,” segir Þórólfur og undirstrikar að við séum að fara inn í alvarlegt ástand. Þó að ómíkron virðist valda vægari veikindum en Delta, þá er það margfalt meira smitandi. Tilkynna jóla-aðgerðir á morgun „Ég held að það sé hægt að líta á þetta sem aðra kórónuveiru. Hún hefur aðra eiginleika, smitast öðruvísi, fyrri sýkingar vernda minna en áður, bóluefnin vernda öðruvísi. Þannig að við erum í nýjum leik með nýjum leikreglum.” Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ræðir nýtt minnisblað sóttvarnalæknis á fjarfundi ráðherranefndar seinnipartinn í dag. Samkvæmt upplýsingum úr heilbrigðisráðuneytinu verður þó líklega ekkert gefið út um framhaldið fyrr en eftir ríkisstjórnarfund í fyrramálið. Núgildandi aðgerðir renna út á miðnætti á miðvikudag, aðfaranótt þorláksmessu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 220 greindust með Covid-19 innanlands í gær 220 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 40 prósent voru í sóttkví við greiningu. Átján greindust á landamærunum. Um er að ræða metfjölda greindra innanlands. 20. desember 2021 11:07 „Við erum bara með nýja veiru“ Sóttvarnalæknir segir stöðu kórónuveirufaraldursins gjörbreytta vegna ómíkron-afbrigðisins, sem hann segir í raun nýja veiru. Hann skilar tillögum um nýjar aðgerðir sem kynntar verða í ríkisstjórn á þriðjudag. 19. desember 2021 19:17 Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20. desember 2021 07:05 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Sjá meira
220 innanlandssmit greindust í gær, sem er langmesti fjöldi smita sem hefur greinst hér á sunnudegi frá upphafi faraldursins. Alla jafna greinast færri um helgar þar sem minni þátttaka er í sýnatökum. Hlutfall jákvæðra sýna í einkennasýnatökum hefur sömuleiðis aldrei verið jafn hátt, í kring um 15 prósent, bæði í gær og fyrradag. 600 smit á dag ekki óraunhæft Sérfræðingar búast nú við allt að 600 smitum á degi hverjum ef fram heldur sem horfir, þar sem faraldurinn er í miklum veldisvexti og ómíkron-afbrigðið að berast hratt út. Nú hafa verið staðfest um 160 omíkron smit, en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þá tölu eiga eftir að hækka hratt á næstu dögum. „Ef við horfum á hvað hefur verið að gerast í Danmörku og skoðum þróunina, þá hafa þeir verið að sjá alveg gífurlegan fjölda á dag og ef við verðum með sama innlagnarhlutfall og þeir, þá gæti þetta gerst. Við fáum 600 tilfelli á dag, til dæmis með ómíkron, þá þurfa um 0,7 prósent að leggjast inn, sem gera í kring um fimm eða sex tilfelli á dag. Og það sjá allir að það mundi alveg setja spítalann úr lagi og við mundum þurfa að grípa til örþrifaráða. Þannig að það er ekki staða sem við viljum sjá,” segir Þórólfur og undirstrikar að við séum að fara inn í alvarlegt ástand. Þó að ómíkron virðist valda vægari veikindum en Delta, þá er það margfalt meira smitandi. Tilkynna jóla-aðgerðir á morgun „Ég held að það sé hægt að líta á þetta sem aðra kórónuveiru. Hún hefur aðra eiginleika, smitast öðruvísi, fyrri sýkingar vernda minna en áður, bóluefnin vernda öðruvísi. Þannig að við erum í nýjum leik með nýjum leikreglum.” Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ræðir nýtt minnisblað sóttvarnalæknis á fjarfundi ráðherranefndar seinnipartinn í dag. Samkvæmt upplýsingum úr heilbrigðisráðuneytinu verður þó líklega ekkert gefið út um framhaldið fyrr en eftir ríkisstjórnarfund í fyrramálið. Núgildandi aðgerðir renna út á miðnætti á miðvikudag, aðfaranótt þorláksmessu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 220 greindust með Covid-19 innanlands í gær 220 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 40 prósent voru í sóttkví við greiningu. Átján greindust á landamærunum. Um er að ræða metfjölda greindra innanlands. 20. desember 2021 11:07 „Við erum bara með nýja veiru“ Sóttvarnalæknir segir stöðu kórónuveirufaraldursins gjörbreytta vegna ómíkron-afbrigðisins, sem hann segir í raun nýja veiru. Hann skilar tillögum um nýjar aðgerðir sem kynntar verða í ríkisstjórn á þriðjudag. 19. desember 2021 19:17 Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20. desember 2021 07:05 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Sjá meira
220 greindust með Covid-19 innanlands í gær 220 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 40 prósent voru í sóttkví við greiningu. Átján greindust á landamærunum. Um er að ræða metfjölda greindra innanlands. 20. desember 2021 11:07
„Við erum bara með nýja veiru“ Sóttvarnalæknir segir stöðu kórónuveirufaraldursins gjörbreytta vegna ómíkron-afbrigðisins, sem hann segir í raun nýja veiru. Hann skilar tillögum um nýjar aðgerðir sem kynntar verða í ríkisstjórn á þriðjudag. 19. desember 2021 19:17
Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20. desember 2021 07:05