„Eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn“ Fanndís Birna Logadóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 21. desember 2021 23:28 Kári Stefánsson telur nú auknar líkur á því að við náum blauta sápustykkinu. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að innan tiltölulega skamms tíma verði meira og minna allir Íslendingar búnir að sýkjast af kórónuveirunni. Það sé mögulega eina leiðin til að binda hnút á þennan langdregna faraldur. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að 20 manna samkomubann muni taka gildi á Þorláksmessu, auknar takmarkanir yrði settar á viðburðahald og tveggja metra nálægarregla tekin upp á ný. Kári telur að stjórnvöld hafi tekið rétt skref með því að herða samkomutakmarkanir. „Ég held því fram að þetta komi til með að minnka þann fjölda sem smitast á næstu dögum, komi til með að fletja kúrfuna, og minnka líkurnar á því að heilbrigðiskerfið sökkvi,“ sagði Kári í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Á von á því að 600 greinist á dag Kári á von á því að dagleg tilfelli haldi áfram að aukast og að fjöldinn eigi eftir að tvöfaldast fyrir áramót. Samhliða því muni „gestum á hótel Hringbraut“ koma til með að fjölga, og vísar hann þar til Landspítalans. „Við eigum eftir að fara upp í 600 greinda á dag, þrátt fyrir þessar hörðu aðgerðir núna. Ég hef fulla trú á því að heilbrigðiskerfið komi til með að ráða við þetta.“ Að loka landamærunum eins og að loka hænsnahúsi Aðspurður um næstu skref í landamæratakmörkunum segir Kári að hann telji landamærin skipta minna máli nú en nokkru sinni áður. „Að loka landamærunum núna er svona eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn. Það er að segja þetta er komið hér á fleygiferð og ég held að meirihlutinn af þeim sem smitast á næstu dögum komi til með að smitast af fólki hér innanlands en ekki þeim sem eru að koma yfir landamæri.“ Möguleiki að hjarðónæmi náist loksins Kári segir að um helmingur þeirra kórónuveirusýna sem raðgreind voru í gær hafi verið af ómíkron-afbrigðinu en um þriðjungur daginn áður. „Þannig að þetta afbrigði af veirunni er að taka yfir og mér finnst mjög líklegt að það taki yfir á næstunni. Nú það góða við þetta er að svona stuttur tími sem það tekur fyrir veiruna að komast milli fólks gerir það að verkum að það má reikna með því að innan tiltölulega skamms tíma verða allir búnir að sýkjast,“ segir Kári. Væri það gott? „Það lítur út fyrir að það sé eina leiðin til þess að við losnum við þetta að allflestir sýkist. Við þurfum að losna. Ég held að sá möguleiki sé fyrir hendi að núna náum við loksins þessu hjarðónæmi sem menn eru búnir að vera að tala um í tvö ár og hefur reynst vera svona eins og blautt sápustykki, það kemur enginn hönd á þetta almennilega.“ Hlusta má á viðtalið við Kára í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Sjá meira
Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að 20 manna samkomubann muni taka gildi á Þorláksmessu, auknar takmarkanir yrði settar á viðburðahald og tveggja metra nálægarregla tekin upp á ný. Kári telur að stjórnvöld hafi tekið rétt skref með því að herða samkomutakmarkanir. „Ég held því fram að þetta komi til með að minnka þann fjölda sem smitast á næstu dögum, komi til með að fletja kúrfuna, og minnka líkurnar á því að heilbrigðiskerfið sökkvi,“ sagði Kári í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Á von á því að 600 greinist á dag Kári á von á því að dagleg tilfelli haldi áfram að aukast og að fjöldinn eigi eftir að tvöfaldast fyrir áramót. Samhliða því muni „gestum á hótel Hringbraut“ koma til með að fjölga, og vísar hann þar til Landspítalans. „Við eigum eftir að fara upp í 600 greinda á dag, þrátt fyrir þessar hörðu aðgerðir núna. Ég hef fulla trú á því að heilbrigðiskerfið komi til með að ráða við þetta.“ Að loka landamærunum eins og að loka hænsnahúsi Aðspurður um næstu skref í landamæratakmörkunum segir Kári að hann telji landamærin skipta minna máli nú en nokkru sinni áður. „Að loka landamærunum núna er svona eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn. Það er að segja þetta er komið hér á fleygiferð og ég held að meirihlutinn af þeim sem smitast á næstu dögum komi til með að smitast af fólki hér innanlands en ekki þeim sem eru að koma yfir landamæri.“ Möguleiki að hjarðónæmi náist loksins Kári segir að um helmingur þeirra kórónuveirusýna sem raðgreind voru í gær hafi verið af ómíkron-afbrigðinu en um þriðjungur daginn áður. „Þannig að þetta afbrigði af veirunni er að taka yfir og mér finnst mjög líklegt að það taki yfir á næstunni. Nú það góða við þetta er að svona stuttur tími sem það tekur fyrir veiruna að komast milli fólks gerir það að verkum að það má reikna með því að innan tiltölulega skamms tíma verða allir búnir að sýkjast,“ segir Kári. Væri það gott? „Það lítur út fyrir að það sé eina leiðin til þess að við losnum við þetta að allflestir sýkist. Við þurfum að losna. Ég held að sá möguleiki sé fyrir hendi að núna náum við loksins þessu hjarðónæmi sem menn eru búnir að vera að tala um í tvö ár og hefur reynst vera svona eins og blautt sápustykki, það kemur enginn hönd á þetta almennilega.“ Hlusta má á viðtalið við Kára í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Sjá meira