Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2021 00:00 Grímuskylda er í verslunum og verslunarmiðstöðvum. Vísir/vilhelm Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti hertar innanlandsaðgerðir á þriðjudag vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu en metfjöldi greindist á mánudag. Heilbrigðisráðherra veitti rekstraraðilum og tónleikahöldurum sérstaka undanþágu sem gildir aðeins á morgun, Þorláksmessu. Undanþágan tekur til fjöldatakmarkana en 50 manns mega koma saman í hverju hólfi á veitingastöðum í stað 20. Á tónleikum mega 500 koma saman í hverju hólfi í stað 200. Eins og fyrr segir gildir undanþágan aðeins á Þorláksmessu. Hér að neðan má sjá þær takmarkanir sem tóku gildi á miðnætti. Reglugerðin gildir til 12. janúar 2022. Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns: Á sitjandi viðburðum er þó heimilt að hafa allt að 50 manns í hólfi ef gestir eru sitjandi, noti andlitsgrímur og viðhafi eins metra fjarlægðartakmörk. Óheimilt er að selja áfengisveitingar og gestir skulu halda kyrru fyrir í sætum sínum eins og kostur er. Hraðpróf og skipulagðir viðburðir: Heimilt verður að skipuleggja viðburði fyrir allt að 200 manns. Gestum á slíkum viðburðum er skylt, þrátt fyrir hraðpróf, að bera grímu. Gestum ber að viðhafa eins metra nálægðartakmörkun og óheimilt verður að selja áfengisveitingar. Gestir skulu halda kyrru fyrir í sætum sínum eins og kostur er. Grímuskylda í verslunum og í verslunarmiðstöðvum: Grímuskyldan gildir einnig þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nálægðartakmörk milli ótengdra einstaklinga. Þar undir falla meðal annars heilbrigðisþjónusta, almenningssamgöngur, söfn, hágreiðslustofur og önnur sambærileg starfsemi. Veitingastaðir, skemmtistaðir og krár mega hafa opið til 21: Undir takmörkunina falla veitingastaðir sem selja áfengisveitingar. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Einkasamkvæmi: Óheimilt er að halda einkasamkvæmi eftir klukkan 22 á stöðum sem hafa vínveitingaleyfi. Einnig er óheimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum sem ætla má að dregið gætu að sér fólk eftir klukkan 22. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstöðvar: Heimilt verður að hafa opið fyrir 50% af hámarksfjölda leyfilegra gesta. Sameiginlegan búnað skal sótthreinsa milli notenda. Skíðasvæði: Heimilt er að hafa opið fyrir 50% af hámarksfjölda gesta. Gætt verði að tveggja metra reglu og grímuskylda er í gildi ef ekki er unnt að tryggja gildandi fjarlægðartakmörk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti hertar innanlandsaðgerðir á þriðjudag vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu en metfjöldi greindist á mánudag. Heilbrigðisráðherra veitti rekstraraðilum og tónleikahöldurum sérstaka undanþágu sem gildir aðeins á morgun, Þorláksmessu. Undanþágan tekur til fjöldatakmarkana en 50 manns mega koma saman í hverju hólfi á veitingastöðum í stað 20. Á tónleikum mega 500 koma saman í hverju hólfi í stað 200. Eins og fyrr segir gildir undanþágan aðeins á Þorláksmessu. Hér að neðan má sjá þær takmarkanir sem tóku gildi á miðnætti. Reglugerðin gildir til 12. janúar 2022. Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns: Á sitjandi viðburðum er þó heimilt að hafa allt að 50 manns í hólfi ef gestir eru sitjandi, noti andlitsgrímur og viðhafi eins metra fjarlægðartakmörk. Óheimilt er að selja áfengisveitingar og gestir skulu halda kyrru fyrir í sætum sínum eins og kostur er. Hraðpróf og skipulagðir viðburðir: Heimilt verður að skipuleggja viðburði fyrir allt að 200 manns. Gestum á slíkum viðburðum er skylt, þrátt fyrir hraðpróf, að bera grímu. Gestum ber að viðhafa eins metra nálægðartakmörkun og óheimilt verður að selja áfengisveitingar. Gestir skulu halda kyrru fyrir í sætum sínum eins og kostur er. Grímuskylda í verslunum og í verslunarmiðstöðvum: Grímuskyldan gildir einnig þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nálægðartakmörk milli ótengdra einstaklinga. Þar undir falla meðal annars heilbrigðisþjónusta, almenningssamgöngur, söfn, hágreiðslustofur og önnur sambærileg starfsemi. Veitingastaðir, skemmtistaðir og krár mega hafa opið til 21: Undir takmörkunina falla veitingastaðir sem selja áfengisveitingar. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Einkasamkvæmi: Óheimilt er að halda einkasamkvæmi eftir klukkan 22 á stöðum sem hafa vínveitingaleyfi. Einnig er óheimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum sem ætla má að dregið gætu að sér fólk eftir klukkan 22. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstöðvar: Heimilt verður að hafa opið fyrir 50% af hámarksfjölda leyfilegra gesta. Sameiginlegan búnað skal sótthreinsa milli notenda. Skíðasvæði: Heimilt er að hafa opið fyrir 50% af hámarksfjölda gesta. Gætt verði að tveggja metra reglu og grímuskylda er í gildi ef ekki er unnt að tryggja gildandi fjarlægðartakmörk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03
Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57
Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25
Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent