Fólk með ómíkron 50 til 70 prósent ólíklegra til að lenda á sjúkrahúsi Eiður Þór Árnason skrifar 23. desember 2021 19:01 Það er mikil ös á Oxford-stræti í Lundúnum á Þorláksmessu. Á sama tíma er faraldurinn í hæstu hæðum þar í landi. Getty/Hasan Esen Fólk sem sýkist af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er 50% til 70% ólíklegra til að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda en fólk með fyrri afbrigði. Þetta er niðurstaða umfangsmikillar breskrar greiningar. Niðurstöðurnar benda sömuleiðis til þess að sú vörn sem bóluefni veiti gegn smiti byrji að veikjast um 15% til 25% tíu vikum eftir örvunarskammt. Þrátt fyrir það er líklegt að vörn gegn alvarlegum veikindum og dauðsföllum sé mun meiri. Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands segir að þessar fyrstu niðurstöður lofi góðu en afbrigðið geti samt sem áður leitt til þess að mikill fjöldi fólks verði lagður inn á spítala. Skýrslan rímar við nýleg gögn frá Suður-Afríku, Danmörku, Englandi og Skotlandi sem benda öll til að nýja afbrigðið valdi jafnan vægari veikindum. Höfundar nýju greiningarinnar skoðuðu öll tilfelli ómíkron og delta sem greinst hafa í Bretlandi frá því í byrjun nóvember og 132 sjúkrahússinnlagnir. Tilkynnt hefur verið um fjórtán dauðsföll meðal fólks með ómíkron innan við 28 dögum eftir sýkingu. Niðurstöðurnar benda til að þau sem greinist með ómíkron séu 31% til 45% ólíklegri til að fara á bráðamóttöku. Enn mikil óvissa með eldri aldurshópa Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands varar þó við því að aukin tíðni og útbreiðsla Covid-19 geti vegið upp á móti vægari veikindum. Faraldurinn er á mikilli uppleið í Bretlandi þar sem met var slegið í dag þegar greint var frá 119.789 nýjum tilfellum Covid-19. Flestir einstaklingar sem sýkst hafa af ómíkron þar í landi og lagst inn á sjúkrahús eru undir 40 ára aldri. Því ríkir enn óvissa um hvaða áhrif afbrigðið hefur á eldri aldurshópa, að sögn breskra sérfræðinga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Rannsóknir benda til þess að ómíkron valdi minni veikindum Rannsóknir í Suður-Afríku og Bretlandi virðast benda til þess að ómíkron-afbirgði kórónuveirunnar sé vægara en delta. Talið er að afbrigið nýja valdi 30 til 70 prósent færri innlögnum á sjúkrahús en önnur afbrigði. 23. desember 2021 07:52 Ómíkron geti markað upphafið að enda faraldursins Ómíkron er að verða ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi en sjötíu prósent af þeim sem greindust í gær voru með það. Einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron en svo virðist sem yngra fólk sé líklegra til að fá það en fyrri afbrigði. 22. desember 2021 17:53 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Þetta er niðurstaða umfangsmikillar breskrar greiningar. Niðurstöðurnar benda sömuleiðis til þess að sú vörn sem bóluefni veiti gegn smiti byrji að veikjast um 15% til 25% tíu vikum eftir örvunarskammt. Þrátt fyrir það er líklegt að vörn gegn alvarlegum veikindum og dauðsföllum sé mun meiri. Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands segir að þessar fyrstu niðurstöður lofi góðu en afbrigðið geti samt sem áður leitt til þess að mikill fjöldi fólks verði lagður inn á spítala. Skýrslan rímar við nýleg gögn frá Suður-Afríku, Danmörku, Englandi og Skotlandi sem benda öll til að nýja afbrigðið valdi jafnan vægari veikindum. Höfundar nýju greiningarinnar skoðuðu öll tilfelli ómíkron og delta sem greinst hafa í Bretlandi frá því í byrjun nóvember og 132 sjúkrahússinnlagnir. Tilkynnt hefur verið um fjórtán dauðsföll meðal fólks með ómíkron innan við 28 dögum eftir sýkingu. Niðurstöðurnar benda til að þau sem greinist með ómíkron séu 31% til 45% ólíklegri til að fara á bráðamóttöku. Enn mikil óvissa með eldri aldurshópa Heilbrigðisöryggisstofnun Bretlands varar þó við því að aukin tíðni og útbreiðsla Covid-19 geti vegið upp á móti vægari veikindum. Faraldurinn er á mikilli uppleið í Bretlandi þar sem met var slegið í dag þegar greint var frá 119.789 nýjum tilfellum Covid-19. Flestir einstaklingar sem sýkst hafa af ómíkron þar í landi og lagst inn á sjúkrahús eru undir 40 ára aldri. Því ríkir enn óvissa um hvaða áhrif afbrigðið hefur á eldri aldurshópa, að sögn breskra sérfræðinga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Rannsóknir benda til þess að ómíkron valdi minni veikindum Rannsóknir í Suður-Afríku og Bretlandi virðast benda til þess að ómíkron-afbirgði kórónuveirunnar sé vægara en delta. Talið er að afbrigið nýja valdi 30 til 70 prósent færri innlögnum á sjúkrahús en önnur afbrigði. 23. desember 2021 07:52 Ómíkron geti markað upphafið að enda faraldursins Ómíkron er að verða ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi en sjötíu prósent af þeim sem greindust í gær voru með það. Einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron en svo virðist sem yngra fólk sé líklegra til að fá það en fyrri afbrigði. 22. desember 2021 17:53 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Rannsóknir benda til þess að ómíkron valdi minni veikindum Rannsóknir í Suður-Afríku og Bretlandi virðast benda til þess að ómíkron-afbirgði kórónuveirunnar sé vægara en delta. Talið er að afbrigið nýja valdi 30 til 70 prósent færri innlögnum á sjúkrahús en önnur afbrigði. 23. desember 2021 07:52
Ómíkron geti markað upphafið að enda faraldursins Ómíkron er að verða ráðandi afbrigði kórónuveirunnar hér á landi en sjötíu prósent af þeim sem greindust í gær voru með það. Einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron en svo virðist sem yngra fólk sé líklegra til að fá það en fyrri afbrigði. 22. desember 2021 17:53