TikTok vinsælasta vefsíða ársins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. desember 2021 14:27 Samfélagsmiðillinn TikTok var vinsælasta vefsíða ársins. Getty Images Samfélagsmiðillinn og myndbandaveitan TikTok tók nýverið fram úr leitarvélinni Google og er orðin vinsælasta vefsíða ársins. Miðillinn hefur náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. TikTok var í sjöunda eða áttunda sæti á listanum á síðasta ári og hefur því klifið hratt. Í byrjun árs lenti samfélagsmiðillinn í fyrsta skipti í toppsæti listans en fékk aðeins að hvíla þar í einn dag. Það var ekki fyrr en í ágúst á þessu ári sem TikTok festi sig rækilega í sessi á listanum og hefur verið þar nánast alla daga síðan. Fólk heimsótti samfélagsmiðilinn meira að segja frekar en Google á stórum verslunardögum eins og Svörtum föstudegi á árinu. Google er önnur mest heimsótta vefsíða ársins og þar á eftir er samfélagsmiðillinn Facebook. Þá er fyrirtækið Microsoft í fjórða sæti og vefsíða raftækja- og hugbúnaðarframleiðandans Apple í því fimtta. Í sjötta sæti er vefverslunin Amazon og því sjöunda streymisveitan Netflix. YouTube og Twitter raða sér í áttunda og níunda sæti og samskiptaforritið WhatsApp vermir tíunda og síðasta sæti topplistans þetta árið. Listinn hefur lítið breyst frá því í fyrra að frátöldu TikTok sem er ótvíræður hástökkvari ársins, segir í frétt NBC. Hægt er að skoða nánari gögn og upplýsingar á síðunni Cloudflare. Nokkrir Íslendingar eru orðnir heimsfrægir á TikTok en Arnar Gauti, eða Lil Curly eins og hann kallar sig, skemmtir fjölmörgum úti um heim allan á samfélagsmiðlinum. Þá höfðu rúmlega 27 milljónir manna horft á myndbönd Emblu Wigum á TikTok í október. Af öðrum frægum Íslendingum á TikTok má nefna Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, en hann stofnaði aðgang á miðlinum í kosningabaráttunni í haust. TikTok Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00 Íslensku risarnir á umdeildasta samfélagsmiðlinum Hinn umdeildi samfélagsmiðill TikTok nýtur nú gríðarlegra vinsælda um allan heim. Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson lýsa reynslu sinni af miðlinum. 9. júlí 2020 08:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
TikTok var í sjöunda eða áttunda sæti á listanum á síðasta ári og hefur því klifið hratt. Í byrjun árs lenti samfélagsmiðillinn í fyrsta skipti í toppsæti listans en fékk aðeins að hvíla þar í einn dag. Það var ekki fyrr en í ágúst á þessu ári sem TikTok festi sig rækilega í sessi á listanum og hefur verið þar nánast alla daga síðan. Fólk heimsótti samfélagsmiðilinn meira að segja frekar en Google á stórum verslunardögum eins og Svörtum föstudegi á árinu. Google er önnur mest heimsótta vefsíða ársins og þar á eftir er samfélagsmiðillinn Facebook. Þá er fyrirtækið Microsoft í fjórða sæti og vefsíða raftækja- og hugbúnaðarframleiðandans Apple í því fimtta. Í sjötta sæti er vefverslunin Amazon og því sjöunda streymisveitan Netflix. YouTube og Twitter raða sér í áttunda og níunda sæti og samskiptaforritið WhatsApp vermir tíunda og síðasta sæti topplistans þetta árið. Listinn hefur lítið breyst frá því í fyrra að frátöldu TikTok sem er ótvíræður hástökkvari ársins, segir í frétt NBC. Hægt er að skoða nánari gögn og upplýsingar á síðunni Cloudflare. Nokkrir Íslendingar eru orðnir heimsfrægir á TikTok en Arnar Gauti, eða Lil Curly eins og hann kallar sig, skemmtir fjölmörgum úti um heim allan á samfélagsmiðlinum. Þá höfðu rúmlega 27 milljónir manna horft á myndbönd Emblu Wigum á TikTok í október. Af öðrum frægum Íslendingum á TikTok má nefna Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, en hann stofnaði aðgang á miðlinum í kosningabaráttunni í haust.
TikTok Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00 Íslensku risarnir á umdeildasta samfélagsmiðlinum Hinn umdeildi samfélagsmiðill TikTok nýtur nú gríðarlegra vinsælda um allan heim. Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson lýsa reynslu sinni af miðlinum. 9. júlí 2020 08:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00
Íslensku risarnir á umdeildasta samfélagsmiðlinum Hinn umdeildi samfélagsmiðill TikTok nýtur nú gríðarlegra vinsælda um allan heim. Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson lýsa reynslu sinni af miðlinum. 9. júlí 2020 08:30