Lögregluþjónar skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2021 12:50 Stúlkan var að máta kjól fyrir fimmtán ára afmæli sitt á næsta ári þegar hún varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns. AP/Richard Vogel Lögregluþjónar í Los Angeles í Bandaríkjunum skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök í síðustu viku. Stúlkan var í mátunarklefa verslunar og varð fyrir skoti sem hæfði ekki þann sem lögreglan var að skjóta á. Tilkynning hafði borist um líkamsárás í verslun í borginni á fimmtudaginn og þegar lögregluþjóna bar að garði skutu þeir 24 ára mann til bana. Fljótt kom þó í ljós að eitt skotanna sem lögregluþjónarnir skutu hafði farið í gegnum vegg og banað hinni fjórtán ára gömlu Valentinu Orellana-Peralta. Hún hafði verið í mátunarklefa verslunarinnar að leita að kjól fyrir fimmtán ára afmæli sitt en fengið byssukúluna sem fór í gegnum vegginn í brjóstið. Hún lést á staðnum. Barði konu með keðju og lás Samkvæmt frétt Washington Post hefur einn lögregluþjónn verið settur í leyfi á meðan rannsókn fer fram. til stendur að birta upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjóna og öryggismyndavélum í dag eða á morgun. Lögregluþjónninn mun þurfa að gangast sálfræðimat og rannsókn áður en hann getur snúið aftur að störfum. Þegar tilkynningin um líkamsárásina barst var talið að sá grunaði væri vopnaður en svo reyndist ekki. Hann hafði þó verið með hengilás á keðju þegar hann réðst á konu í versluninni. Lásinn og keðjuna hafði hann víst notað til að brjóta rúðu og berja konuna. Lögreglan gagnrýnd Í frétt LA Times segir að lögreglan í Los Angeles hafi verið harðlega gagnrýnd í kjölfar atviksins og það minni mjög á það þegar lögregluþjónar skutu Melydu Corado, 27 ára, til bana fyrir mistök árið 2018. Þá var hún við vinnu í verslun og varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem var í skotbardaga við annan mann. „Að hugsa sér, að rúm þrjú ár séu liðin frá því Mely dó, og það hafi ekkert breyst varðandi það hvernig lögreglan hegðar sér í svona atvikum. Það sýnir að enginn vilji til breytinga sé innan lögreglunnar,“ sagði Albert Corado, bróðir Melydu við LA Times. Nýjasta atvikið hefur einnig leitt til reiði í borginni varðandi það að lögreglan geri of lítið til að draga úr spennu og hefji skothríð of snemma. Eric Garcetti, borgarstjóri Los Angeles, hét því á aðfangadag að rannsókn á dauða Valentinu Orellana-Peralta verði gagnsæ. Almenningur muni fá að vita hvað kom fyrir. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Sjá meira
Tilkynning hafði borist um líkamsárás í verslun í borginni á fimmtudaginn og þegar lögregluþjóna bar að garði skutu þeir 24 ára mann til bana. Fljótt kom þó í ljós að eitt skotanna sem lögregluþjónarnir skutu hafði farið í gegnum vegg og banað hinni fjórtán ára gömlu Valentinu Orellana-Peralta. Hún hafði verið í mátunarklefa verslunarinnar að leita að kjól fyrir fimmtán ára afmæli sitt en fengið byssukúluna sem fór í gegnum vegginn í brjóstið. Hún lést á staðnum. Barði konu með keðju og lás Samkvæmt frétt Washington Post hefur einn lögregluþjónn verið settur í leyfi á meðan rannsókn fer fram. til stendur að birta upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjóna og öryggismyndavélum í dag eða á morgun. Lögregluþjónninn mun þurfa að gangast sálfræðimat og rannsókn áður en hann getur snúið aftur að störfum. Þegar tilkynningin um líkamsárásina barst var talið að sá grunaði væri vopnaður en svo reyndist ekki. Hann hafði þó verið með hengilás á keðju þegar hann réðst á konu í versluninni. Lásinn og keðjuna hafði hann víst notað til að brjóta rúðu og berja konuna. Lögreglan gagnrýnd Í frétt LA Times segir að lögreglan í Los Angeles hafi verið harðlega gagnrýnd í kjölfar atviksins og það minni mjög á það þegar lögregluþjónar skutu Melydu Corado, 27 ára, til bana fyrir mistök árið 2018. Þá var hún við vinnu í verslun og varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem var í skotbardaga við annan mann. „Að hugsa sér, að rúm þrjú ár séu liðin frá því Mely dó, og það hafi ekkert breyst varðandi það hvernig lögreglan hegðar sér í svona atvikum. Það sýnir að enginn vilji til breytinga sé innan lögreglunnar,“ sagði Albert Corado, bróðir Melydu við LA Times. Nýjasta atvikið hefur einnig leitt til reiði í borginni varðandi það að lögreglan geri of lítið til að draga úr spennu og hefji skothríð of snemma. Eric Garcetti, borgarstjóri Los Angeles, hét því á aðfangadag að rannsókn á dauða Valentinu Orellana-Peralta verði gagnsæ. Almenningur muni fá að vita hvað kom fyrir.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent