Nýta reynsluna eftir hópsmitið á Sólvöllum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. desember 2021 13:15 Viðbragðsteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands var virkjað vegna hópsmitsins í gær. Vísir/Vilhelm Hópsmit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðir í Vestmannaeyjum yfir hátíðirnar en átta starfsmenn og fjórir íbúar hafa nú greinst. Svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum segir viðbúið að fleiri muni greinast á næstu dögum en verið er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Tveir starfsmenn hjúkrunarheimilisins greindust smitaðir um helgina og voru sýni úr starfsmönnum og íbúum tekin í gær. Davíð Egilsson, yfirlæknir á heilsugæslunni og svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum, segir aðgerðir nú miða að því að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu „Á jóladag var strax lokað meðan verið væri að skoða hvað væri í gangi og svo kemur þetta í ljós í gær þannig núna er heimilið bara í sóttkví og verið að vinna úr þessum málum,“ segir Davíð. Í gær kom í ljós að sex starfsmenn til viðbótar og fjórir íbúar væru smitaðir. Þá eru vafasýni hjá einum starfsmanni og tveimur íbúum en það mun skýrast í dag eða á morgun hvort þeir séu smitaðir. „Það er hætt við að það eigi eftir að bætast við einhver smit svona miðað við stöðuna eins og hún lítur út í dag. Það er bara verið að reyna að hólfaskipta, koma þeim sem eru í einangrun frá þeim sem eru í sóttkví og forðast það að þetta dreifist meira en nú er raunin,“ segir Davíð en um 35 íbúar dvelja á heimilinu og eru starfsmenn hátt í 50 talsins. Að sögn Davíðs hafa smitin nokkur áhrif á starfsemi heimilisins en enn sem komið er eru flestir með væg einkenni . „Strax í gær þá var viðbragðsteymi HSU virkjað og í því er starfsfólk sem er hérna á víð og dreif um Suðurland. Við fengum hérna tvo starfsmenn í morgun sem komu inn á heimilið til að reyna að tryggja bæði öryggi starfsfólks sem eftir stendur, og vistmanna auðvitað,“ segir Davíð. Næstu daga verður haldið áfram að skima íbúa og starfsmenn en staðan er metin frá degi til dags. „Auðvitað er það hættan, að það eigi eftir að bætast við smit miðað við hvernig þetta lítur út núna, en þetta var eitthvað sem fólk var búið að undirbúa sig fyrir,“ segir Davíð. Hann vísar til hópsmits sem kom upp á hjúkrunarheimilum Sólvöllum á Eyrarbakka í fyrra í tengslum við hópsmitið á Landakoti. Sextán af nítján heimilismönnum greindust smitaðir þá og létust tveir þeirra. „Við lærðum náttúrulega mjög mikið á því sem gerðist á Sólvöllum í fyrra og menn nýta þá reynslu bara til að bregðast enn hraðar við þegar þetta kemur svona upp eins og núna,“ segir Davíð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 27. desember 2021 11:47 Lést á Sólvöllum vegna Covid-19 Alls hafa 25 látist vegna Covid-19 hér á landi. 12. nóvember 2020 11:09 Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Tveir starfsmenn hjúkrunarheimilisins greindust smitaðir um helgina og voru sýni úr starfsmönnum og íbúum tekin í gær. Davíð Egilsson, yfirlæknir á heilsugæslunni og svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum, segir aðgerðir nú miða að því að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu „Á jóladag var strax lokað meðan verið væri að skoða hvað væri í gangi og svo kemur þetta í ljós í gær þannig núna er heimilið bara í sóttkví og verið að vinna úr þessum málum,“ segir Davíð. Í gær kom í ljós að sex starfsmenn til viðbótar og fjórir íbúar væru smitaðir. Þá eru vafasýni hjá einum starfsmanni og tveimur íbúum en það mun skýrast í dag eða á morgun hvort þeir séu smitaðir. „Það er hætt við að það eigi eftir að bætast við einhver smit svona miðað við stöðuna eins og hún lítur út í dag. Það er bara verið að reyna að hólfaskipta, koma þeim sem eru í einangrun frá þeim sem eru í sóttkví og forðast það að þetta dreifist meira en nú er raunin,“ segir Davíð en um 35 íbúar dvelja á heimilinu og eru starfsmenn hátt í 50 talsins. Að sögn Davíðs hafa smitin nokkur áhrif á starfsemi heimilisins en enn sem komið er eru flestir með væg einkenni . „Strax í gær þá var viðbragðsteymi HSU virkjað og í því er starfsfólk sem er hérna á víð og dreif um Suðurland. Við fengum hérna tvo starfsmenn í morgun sem komu inn á heimilið til að reyna að tryggja bæði öryggi starfsfólks sem eftir stendur, og vistmanna auðvitað,“ segir Davíð. Næstu daga verður haldið áfram að skima íbúa og starfsmenn en staðan er metin frá degi til dags. „Auðvitað er það hættan, að það eigi eftir að bætast við smit miðað við hvernig þetta lítur út núna, en þetta var eitthvað sem fólk var búið að undirbúa sig fyrir,“ segir Davíð. Hann vísar til hópsmits sem kom upp á hjúkrunarheimilum Sólvöllum á Eyrarbakka í fyrra í tengslum við hópsmitið á Landakoti. Sextán af nítján heimilismönnum greindust smitaðir þá og létust tveir þeirra. „Við lærðum náttúrulega mjög mikið á því sem gerðist á Sólvöllum í fyrra og menn nýta þá reynslu bara til að bregðast enn hraðar við þegar þetta kemur svona upp eins og núna,“ segir Davíð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 27. desember 2021 11:47 Lést á Sólvöllum vegna Covid-19 Alls hafa 25 látist vegna Covid-19 hér á landi. 12. nóvember 2020 11:09 Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 27. desember 2021 11:47
Lést á Sólvöllum vegna Covid-19 Alls hafa 25 látist vegna Covid-19 hér á landi. 12. nóvember 2020 11:09
Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08