Nýta reynsluna eftir hópsmitið á Sólvöllum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. desember 2021 13:15 Viðbragðsteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands var virkjað vegna hópsmitsins í gær. Vísir/Vilhelm Hópsmit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðir í Vestmannaeyjum yfir hátíðirnar en átta starfsmenn og fjórir íbúar hafa nú greinst. Svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum segir viðbúið að fleiri muni greinast á næstu dögum en verið er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Tveir starfsmenn hjúkrunarheimilisins greindust smitaðir um helgina og voru sýni úr starfsmönnum og íbúum tekin í gær. Davíð Egilsson, yfirlæknir á heilsugæslunni og svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum, segir aðgerðir nú miða að því að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu „Á jóladag var strax lokað meðan verið væri að skoða hvað væri í gangi og svo kemur þetta í ljós í gær þannig núna er heimilið bara í sóttkví og verið að vinna úr þessum málum,“ segir Davíð. Í gær kom í ljós að sex starfsmenn til viðbótar og fjórir íbúar væru smitaðir. Þá eru vafasýni hjá einum starfsmanni og tveimur íbúum en það mun skýrast í dag eða á morgun hvort þeir séu smitaðir. „Það er hætt við að það eigi eftir að bætast við einhver smit svona miðað við stöðuna eins og hún lítur út í dag. Það er bara verið að reyna að hólfaskipta, koma þeim sem eru í einangrun frá þeim sem eru í sóttkví og forðast það að þetta dreifist meira en nú er raunin,“ segir Davíð en um 35 íbúar dvelja á heimilinu og eru starfsmenn hátt í 50 talsins. Að sögn Davíðs hafa smitin nokkur áhrif á starfsemi heimilisins en enn sem komið er eru flestir með væg einkenni . „Strax í gær þá var viðbragðsteymi HSU virkjað og í því er starfsfólk sem er hérna á víð og dreif um Suðurland. Við fengum hérna tvo starfsmenn í morgun sem komu inn á heimilið til að reyna að tryggja bæði öryggi starfsfólks sem eftir stendur, og vistmanna auðvitað,“ segir Davíð. Næstu daga verður haldið áfram að skima íbúa og starfsmenn en staðan er metin frá degi til dags. „Auðvitað er það hættan, að það eigi eftir að bætast við smit miðað við hvernig þetta lítur út núna, en þetta var eitthvað sem fólk var búið að undirbúa sig fyrir,“ segir Davíð. Hann vísar til hópsmits sem kom upp á hjúkrunarheimilum Sólvöllum á Eyrarbakka í fyrra í tengslum við hópsmitið á Landakoti. Sextán af nítján heimilismönnum greindust smitaðir þá og létust tveir þeirra. „Við lærðum náttúrulega mjög mikið á því sem gerðist á Sólvöllum í fyrra og menn nýta þá reynslu bara til að bregðast enn hraðar við þegar þetta kemur svona upp eins og núna,“ segir Davíð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 27. desember 2021 11:47 Lést á Sólvöllum vegna Covid-19 Alls hafa 25 látist vegna Covid-19 hér á landi. 12. nóvember 2020 11:09 Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Tveir starfsmenn hjúkrunarheimilisins greindust smitaðir um helgina og voru sýni úr starfsmönnum og íbúum tekin í gær. Davíð Egilsson, yfirlæknir á heilsugæslunni og svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum, segir aðgerðir nú miða að því að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu „Á jóladag var strax lokað meðan verið væri að skoða hvað væri í gangi og svo kemur þetta í ljós í gær þannig núna er heimilið bara í sóttkví og verið að vinna úr þessum málum,“ segir Davíð. Í gær kom í ljós að sex starfsmenn til viðbótar og fjórir íbúar væru smitaðir. Þá eru vafasýni hjá einum starfsmanni og tveimur íbúum en það mun skýrast í dag eða á morgun hvort þeir séu smitaðir. „Það er hætt við að það eigi eftir að bætast við einhver smit svona miðað við stöðuna eins og hún lítur út í dag. Það er bara verið að reyna að hólfaskipta, koma þeim sem eru í einangrun frá þeim sem eru í sóttkví og forðast það að þetta dreifist meira en nú er raunin,“ segir Davíð en um 35 íbúar dvelja á heimilinu og eru starfsmenn hátt í 50 talsins. Að sögn Davíðs hafa smitin nokkur áhrif á starfsemi heimilisins en enn sem komið er eru flestir með væg einkenni . „Strax í gær þá var viðbragðsteymi HSU virkjað og í því er starfsfólk sem er hérna á víð og dreif um Suðurland. Við fengum hérna tvo starfsmenn í morgun sem komu inn á heimilið til að reyna að tryggja bæði öryggi starfsfólks sem eftir stendur, og vistmanna auðvitað,“ segir Davíð. Næstu daga verður haldið áfram að skima íbúa og starfsmenn en staðan er metin frá degi til dags. „Auðvitað er það hættan, að það eigi eftir að bætast við smit miðað við hvernig þetta lítur út núna, en þetta var eitthvað sem fólk var búið að undirbúa sig fyrir,“ segir Davíð. Hann vísar til hópsmits sem kom upp á hjúkrunarheimilum Sólvöllum á Eyrarbakka í fyrra í tengslum við hópsmitið á Landakoti. Sextán af nítján heimilismönnum greindust smitaðir þá og létust tveir þeirra. „Við lærðum náttúrulega mjög mikið á því sem gerðist á Sólvöllum í fyrra og menn nýta þá reynslu bara til að bregðast enn hraðar við þegar þetta kemur svona upp eins og núna,“ segir Davíð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 27. desember 2021 11:47 Lést á Sólvöllum vegna Covid-19 Alls hafa 25 látist vegna Covid-19 hér á landi. 12. nóvember 2020 11:09 Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 664 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 27. desember 2021 11:47
Lést á Sólvöllum vegna Covid-19 Alls hafa 25 látist vegna Covid-19 hér á landi. 12. nóvember 2020 11:09
Kynna skýrslu um hópsýkinguna á Landakoti Skýrsla um alvarlega hópsýkingu kórónuveirunnar sem kom upp á Landakoti í október verður kynnt á sérstökum blaðamannafundi Landspítalans klukkan þrjú í dag. 13. nóvember 2020 08:08