Hvetur landsmenn til að styðja við bakið á björgunarsveitum eftir annasamt ár Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. desember 2021 14:31 Framkvæmdastjóri Landsbjargar á von á að flugeldasalan í ár verði svipuð og í fyrra. Vísir/Egill Flugeldasala björgunarsveitanna hófst í dag og stendur yfir fram á gamlársdag. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir alla flugelda hafa skilað sér til landsins fyrir jól og gera björgunarsveitirnar ráð fyrir mikilli sölu í ár. Árleg flugeldasala björgunarsveitanna hófst klukkan tíu í morgun og verður opin til 22 næstu þrjá daga, en til 16 á gamlársdag. Líkt og í fyrra er gert ráð fyrir mikilli sölu í ár. Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir björgunarsveitirnar spenntar fyrir næstu dögum. „Þetta lítur bara mjög vel út hjá okkur, allir flugeldar skiluðu sér til landsins fyrir jól og búið að dreifa þeim öllum á sölustaði um allt land, þannig við erum bara bjartsýnir,“ segir Kristján en vegna framleiðslu- og flutningsvanda erlendis var tvísýnt hvort það tækist að fá flugeldana senda í tæka tíð. Flugeldasalan er einn stærsti fjáröflunarliður Landsbjargar og segir Kristján mikið undir. „Þetta er búið að vera mjög annasamt ár hjá okkur,“ segir Kristján. „Það kostar að reka þann búnað sem við rekum og því fleiri útköll því hærri kostnaður þannig að flugeldasalan skiptir okkur gríðarlega miklu máli.“ „Við hvetjum alla landsmenn til að styðja við bakið á okkar sjálfboðaliðum og versla við félagið,“ segir Kristján. Kristján ítrekar að öllum sóttvörnum verði fylgt á sölustöðunum auk þess sem hægt verður að versla í gegnum vefverslun. „Við biðjum bara fólk um að fara varlega, það eru náttúrulega fjöldatakmarkanir og því verður framfylgt hjá okkur,“ segir Kristján. Að sögn Kristjáns ætti að vera nóg til fyrir alla. Þannig allir geta sprengt árið 2021 í loft upp? Já, og ekki vanþörf á held ég. Fagna vonandi betra ári,“ segir Kristján og hlær en tekur þó fram að það sé mikilvægt að fólk fari varlega. „Ég vil bara hvetja landsmenn til að fara varlega og muna eftir öryggisgleraugunum, og að áfengi og flugeldar fara ekki saman,“ segir Kristján. Áramót Björgunarsveitir Flugeldar Tengdar fréttir Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Árleg flugeldasala björgunarsveitanna hófst klukkan tíu í morgun og verður opin til 22 næstu þrjá daga, en til 16 á gamlársdag. Líkt og í fyrra er gert ráð fyrir mikilli sölu í ár. Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir björgunarsveitirnar spenntar fyrir næstu dögum. „Þetta lítur bara mjög vel út hjá okkur, allir flugeldar skiluðu sér til landsins fyrir jól og búið að dreifa þeim öllum á sölustaði um allt land, þannig við erum bara bjartsýnir,“ segir Kristján en vegna framleiðslu- og flutningsvanda erlendis var tvísýnt hvort það tækist að fá flugeldana senda í tæka tíð. Flugeldasalan er einn stærsti fjáröflunarliður Landsbjargar og segir Kristján mikið undir. „Þetta er búið að vera mjög annasamt ár hjá okkur,“ segir Kristján. „Það kostar að reka þann búnað sem við rekum og því fleiri útköll því hærri kostnaður þannig að flugeldasalan skiptir okkur gríðarlega miklu máli.“ „Við hvetjum alla landsmenn til að styðja við bakið á okkar sjálfboðaliðum og versla við félagið,“ segir Kristján. Kristján ítrekar að öllum sóttvörnum verði fylgt á sölustöðunum auk þess sem hægt verður að versla í gegnum vefverslun. „Við biðjum bara fólk um að fara varlega, það eru náttúrulega fjöldatakmarkanir og því verður framfylgt hjá okkur,“ segir Kristján. Að sögn Kristjáns ætti að vera nóg til fyrir alla. Þannig allir geta sprengt árið 2021 í loft upp? Já, og ekki vanþörf á held ég. Fagna vonandi betra ári,“ segir Kristján og hlær en tekur þó fram að það sé mikilvægt að fólk fari varlega. „Ég vil bara hvetja landsmenn til að fara varlega og muna eftir öryggisgleraugunum, og að áfengi og flugeldar fara ekki saman,“ segir Kristján.
Áramót Björgunarsveitir Flugeldar Tengdar fréttir Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35