Engin flugeldasala á Laugarvatni – Eingöngu netsala Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2021 21:03 Félagar í Ingunni tóku m.a. þátt í verkefnum í kringum eldgosið á Reykjanesi fyrr á árinu. Aðsend „Helsta ástæða þess að við seljum ekki flugelda er sú að þetta er lítil sveit og því fer mikil vinna á fáar hendur og ágóðinn er ekki mikill í svona litlu samfélagi,“ segir Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni aðspurður af hverju sveitin selur ekki flugelda á staðnum fyrir áramót. Haraldur nefnir fleiri ástæður. „Já, við höfum ekki aðgang að stórum sjávarútvegsfyrirtækjum eins og margar björgunarsveitir og því miðast sala flugelda á þessu svæði aðallega við bændur, barnafjölskyldur og einstaka sumarhúsafólk. Svo er það auðvitað umhverfissjónarmið, mengun sem kemur af þessu og rusl sem oft er skilið eftir hist og her. Auk þess verðum við að hafa í huga að í okkar nánasta umhverfi eru bændur með dýr sem fælast auðveldlega. Þess í stað höfum við einvörðungu Rótarskot til sölu fyrir áramótin auk þess sem fólk getur styrkt flugeldasýninguna okkar sem verður haldin á gamlárskvöld.“ Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni.Aðsend Haraldur segir að viðbrögðin við netsölunni hafa farið fram úr björtustu vonum. „Salan byrjaði auðvitað rólega en tók rækilega við sér í dag. Þeir sem eru helst að kaupa í gegnum vefsíðuna eru brottfluttir Laugdælir og fólk á svæðinu í einangrun eða sóttkví. Svo eru líka aðilar á höfuðborgarsvæðinu sem hafa styrkt okkur rækilega í gegnum árin um þetta leiti árs, aðallega vegna þess að við seljum ekki flugelda, og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir,“ segir Haraldur. 50 manna sveit Í Ingunni eru tæplega 50 manns, misvirkir en þó er kjarninn um það bil 15 karlar og konur á öllum aldri. „Verkefnin hjá okkur eru ansi fjölbreytt allt frá því að bjarga dýralæknum í snjófestu yfir í aðkomu að alvarlegum slysum. Auk þess höfum við séð um lokanir fyrir Vegagerðina á Lyngdals og Mosfellsheiði sem og ýmiskonar gæslu á hjólreiðakeppnum, þríþrautum og þess háttar. Einnig vorum við tökuliði BBC innan handar á Þingvallavatni i sumar, en við erum alvön þess háttar verkefnum,“ segir Haraldur, formaður Ingunnar bjartsýnn á góða netsölu á flugeldum fyrir áramótin og þrettándann. Hægt er að kaupa flugelda eða rótarskot af Ingunni hér á þessari síðu Þeir sem vilja styrka Ingunni geta keypt rótarskot af sveitinni eða styrkt glæsilega flugeldasýningu sveitarinnar, sem verður á gamlárskvöld.Aðsend Bláskógabyggð Flugeldar Áramót Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Haraldur nefnir fleiri ástæður. „Já, við höfum ekki aðgang að stórum sjávarútvegsfyrirtækjum eins og margar björgunarsveitir og því miðast sala flugelda á þessu svæði aðallega við bændur, barnafjölskyldur og einstaka sumarhúsafólk. Svo er það auðvitað umhverfissjónarmið, mengun sem kemur af þessu og rusl sem oft er skilið eftir hist og her. Auk þess verðum við að hafa í huga að í okkar nánasta umhverfi eru bændur með dýr sem fælast auðveldlega. Þess í stað höfum við einvörðungu Rótarskot til sölu fyrir áramótin auk þess sem fólk getur styrkt flugeldasýninguna okkar sem verður haldin á gamlárskvöld.“ Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni.Aðsend Haraldur segir að viðbrögðin við netsölunni hafa farið fram úr björtustu vonum. „Salan byrjaði auðvitað rólega en tók rækilega við sér í dag. Þeir sem eru helst að kaupa í gegnum vefsíðuna eru brottfluttir Laugdælir og fólk á svæðinu í einangrun eða sóttkví. Svo eru líka aðilar á höfuðborgarsvæðinu sem hafa styrkt okkur rækilega í gegnum árin um þetta leiti árs, aðallega vegna þess að við seljum ekki flugelda, og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir,“ segir Haraldur. 50 manna sveit Í Ingunni eru tæplega 50 manns, misvirkir en þó er kjarninn um það bil 15 karlar og konur á öllum aldri. „Verkefnin hjá okkur eru ansi fjölbreytt allt frá því að bjarga dýralæknum í snjófestu yfir í aðkomu að alvarlegum slysum. Auk þess höfum við séð um lokanir fyrir Vegagerðina á Lyngdals og Mosfellsheiði sem og ýmiskonar gæslu á hjólreiðakeppnum, þríþrautum og þess háttar. Einnig vorum við tökuliði BBC innan handar á Þingvallavatni i sumar, en við erum alvön þess háttar verkefnum,“ segir Haraldur, formaður Ingunnar bjartsýnn á góða netsölu á flugeldum fyrir áramótin og þrettándann. Hægt er að kaupa flugelda eða rótarskot af Ingunni hér á þessari síðu Þeir sem vilja styrka Ingunni geta keypt rótarskot af sveitinni eða styrkt glæsilega flugeldasýningu sveitarinnar, sem verður á gamlárskvöld.Aðsend
Bláskógabyggð Flugeldar Áramót Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira