Van Gerwen afar ósáttur við mótshaldara: „Þetta er bara ein stór kórónuveirubomba núna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2021 09:00 Michael van Gerwen er afar vonsvikinn eftir að hafa þurft að hætta keppni á HM í pílukasti. getty/Andrew Redington Michael van Gerwen sendi skipuleggjendum heimsmeistaramótsins í pílukasti tóninn eftir að hann þurfti að draga sig úr keppni eftir að hann greindist með kórónuveiruna. Van Gerwen átti að mæta Chris Dobey í síðasta leik gærdagsins en ekkert varð af honum eftir að Hollendingurinn greindist með veiruna. Hann fær því ekki tækifæri til að vinna sinn fjórða heimsmeistaratitil. Landi Van Gerwens, Vincent Van Der Voort, þurfti einnig að draga sig úr keppni eftir að hafa smitast af veirunni. Þá greindist þriðji Hollendingurinn, Raymond Van Barneweld, með veiruna eftir að hann féll úr keppni eftir tap fyrir Rob Cross. Van Gerwen lýsti vonbrigðum sínum yfir stöðu mála í samtali við hollenska miðilinn AD Sportwereld. „Auðvitað er heilsan það mikilvægasta en þú ert hérna til að vinna mótið. Ég átti ekki von á þessu. Við Vincent höfum varla farið neitt. Við fórum ekki einu sinni í morgunmat á hótelinu því okkur fannst of margir þar,“ sagði Van Gerwen. „Ég sá þetta öðruvísi fyrir mér. Þetta er versta martröðin. Ég prófa mig á hverjum degi. Ég veit ekki hvar ég fékk þetta en við sitjum í súpunni.“ Van Gerwen finnst sem mótshaldarar geti gert meira til að hefta útbreiðslu veirunnar og lýsir Alexandra höllinni, þar sem HM fer fram, sem hálfgerðri gróðrastíu fyrir veiruna. „Þeir eiga að prófa alla við innganginn á hverjum einasta degi en gera það ekki. Samkvæmt fyrirmælum bresku ríkisstjórnarinnar er það ekki nauðsynlegt en til að verja samtökin okkar og mótið hefði það verið hjálplegt,“ sagði Van Gerwen. „PDC samtökin munu alltaf segja að þau hafi fylgt öllum reglum en þau hefðu getað gert þetta betur. Það hefur ekki verið nógu styrk stjórn. Þetta er bara ein stór kórónuveirubomba núna og ég varð fyrir barðinu á því. Ég gerði ekkert sem gerir þetta enn meira svekkjandi.“ Dobey, sem átti að mæta Van Gerwen í gær, mætir annað hvort Dave Chisnall eða Luke Humphries í sextán manna úrslitum. Pílukast Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira
Van Gerwen átti að mæta Chris Dobey í síðasta leik gærdagsins en ekkert varð af honum eftir að Hollendingurinn greindist með veiruna. Hann fær því ekki tækifæri til að vinna sinn fjórða heimsmeistaratitil. Landi Van Gerwens, Vincent Van Der Voort, þurfti einnig að draga sig úr keppni eftir að hafa smitast af veirunni. Þá greindist þriðji Hollendingurinn, Raymond Van Barneweld, með veiruna eftir að hann féll úr keppni eftir tap fyrir Rob Cross. Van Gerwen lýsti vonbrigðum sínum yfir stöðu mála í samtali við hollenska miðilinn AD Sportwereld. „Auðvitað er heilsan það mikilvægasta en þú ert hérna til að vinna mótið. Ég átti ekki von á þessu. Við Vincent höfum varla farið neitt. Við fórum ekki einu sinni í morgunmat á hótelinu því okkur fannst of margir þar,“ sagði Van Gerwen. „Ég sá þetta öðruvísi fyrir mér. Þetta er versta martröðin. Ég prófa mig á hverjum degi. Ég veit ekki hvar ég fékk þetta en við sitjum í súpunni.“ Van Gerwen finnst sem mótshaldarar geti gert meira til að hefta útbreiðslu veirunnar og lýsir Alexandra höllinni, þar sem HM fer fram, sem hálfgerðri gróðrastíu fyrir veiruna. „Þeir eiga að prófa alla við innganginn á hverjum einasta degi en gera það ekki. Samkvæmt fyrirmælum bresku ríkisstjórnarinnar er það ekki nauðsynlegt en til að verja samtökin okkar og mótið hefði það verið hjálplegt,“ sagði Van Gerwen. „PDC samtökin munu alltaf segja að þau hafi fylgt öllum reglum en þau hefðu getað gert þetta betur. Það hefur ekki verið nógu styrk stjórn. Þetta er bara ein stór kórónuveirubomba núna og ég varð fyrir barðinu á því. Ég gerði ekkert sem gerir þetta enn meira svekkjandi.“ Dobey, sem átti að mæta Van Gerwen í gær, mætir annað hvort Dave Chisnall eða Luke Humphries í sextán manna úrslitum.
Pílukast Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira