Norðmenn fá ekki norsk handrit sem Árni færði Dönum að gjöf Atli Ísleifsson skrifar 29. desember 2021 10:44 Meðal handritanna er Fríssbók, Codex Frisianus, þar sem í er að finna Heimskringlu. KU.dk Danir hafa hafnað ósk Norðmanna um að fá afhent sjö handrit sem segja sögu norsks samfélags á öldum áður. Norðmenn fóru þess á leit síðasta sumar að fá afhent handritin með það í hyggju að þau yrði hluti af varanlegri sýningu á Þjóðarbókasafninu í Osló. Það var handritasafnarinn Árni Magnússon sem færði Kaupmannahafnarháskóla handritin að gjöf árið 1730. Abid Raja, fyrrverandi menningarmálaráðherra Noregs, fór þess á leit síðasta sumar við danska menningarmálaráðuneytið að fá alls tólf handrit afhent. Kaupmannahafnarháskóli hefur nú hafnað beiðninni um að afhenda Norðmönnum sjö handrit. Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn hefur hins vegar samþykkt að lána Norðmönnum fimm handrit til sýningarinnar, að því er segir í frétt NRK. Anne Mette Hansen hjá Árnasafni í Kaupmannahöfn segir í samtali við DR að ákveðið hafi verið að hafna beiðninni þar sem ekki sé rétt að hafa handritin til sýninga í meira en þrjá mánuði þar sem hætta sé á að þau eyðileggist. Þá sé verið að rannsaka handritin við Kaupmannahafnarháskóla. Aukaatriði í danskri sögu Aslak Sira Myhre, forstjóri Þjóðarbókasafnsins í Noregi, segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með svar Dana. „Handritin eru aukaatriði í danskri sögu, en mjög mikilvæg norskri sögu.“ Meðal handritanna eru Sáttargjörð (Sættargjerda) sem er samningur milli kirkjunnar og norska ríkisins frá árinu 1277 og sömuleiðis Fríssbók, Codex Frisianus, þar sem í er að finna Heimskringlu. Myhre segist ætla sér til Kaupmannahafnar til að ræða málið frekar. Danmörk Noregur Handritasafn Árna Magnússonar Menning Söfn Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Það var handritasafnarinn Árni Magnússon sem færði Kaupmannahafnarháskóla handritin að gjöf árið 1730. Abid Raja, fyrrverandi menningarmálaráðherra Noregs, fór þess á leit síðasta sumar við danska menningarmálaráðuneytið að fá alls tólf handrit afhent. Kaupmannahafnarháskóli hefur nú hafnað beiðninni um að afhenda Norðmönnum sjö handrit. Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn hefur hins vegar samþykkt að lána Norðmönnum fimm handrit til sýningarinnar, að því er segir í frétt NRK. Anne Mette Hansen hjá Árnasafni í Kaupmannahöfn segir í samtali við DR að ákveðið hafi verið að hafna beiðninni þar sem ekki sé rétt að hafa handritin til sýninga í meira en þrjá mánuði þar sem hætta sé á að þau eyðileggist. Þá sé verið að rannsaka handritin við Kaupmannahafnarháskóla. Aukaatriði í danskri sögu Aslak Sira Myhre, forstjóri Þjóðarbókasafnsins í Noregi, segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með svar Dana. „Handritin eru aukaatriði í danskri sögu, en mjög mikilvæg norskri sögu.“ Meðal handritanna eru Sáttargjörð (Sættargjerda) sem er samningur milli kirkjunnar og norska ríkisins frá árinu 1277 og sömuleiðis Fríssbók, Codex Frisianus, þar sem í er að finna Heimskringlu. Myhre segist ætla sér til Kaupmannahafnar til að ræða málið frekar.
Danmörk Noregur Handritasafn Árna Magnússonar Menning Söfn Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira