Guðmundur Felix predikar á nýársdag í Vídalínskirkju Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. desember 2021 14:00 Guðmundur Felix Grétarsson kom til landsins fyrr í mánuðinum í fyrsta sinn eftir að hafa fengið grædda á sig handleggi. Vísir/Vilhelm Áramótin verða með öðruvísi hætti í ár en kórónuveirufaraldurinn setur annað árið í röð strik í reikninginn. Engar brennur verða til að mynda á höfuðborgarsvæðinu og hefur biskup tekið þá ákvörðun að aflýsa helgihaldi. Biskupsritari segir mikilvægt að bregðast við óvenjulegum og krefjandi aðstæðum í samfélaginu. Svipuð staða er uppi núna og var fyrir um ári síðan þar sem fólk var hvatt til að hópast ekki saman. Í fyrra var gripið til þess ráðs að aflýsa áramótabrennum og í ár hefur ekki aðeins brennum verið aflýst heldur einnig helgihaldi. Pétur G. Markan, biskupsritari, telur að þetta sé einsdæmi í íslenskri kirkjusögu. „Þetta eru ákveðin tímamót en nauðsynlegt í ljósi aðstæðna, þetta eru bara mjög óvenjulegar og krefjandi aðstæður í samfélaginu enn og aftur,“ segir Pétur. Þó að biskup hhafi ákveðið að kalla ekki fólk til kirkju hafi sóknir landsins sett fram vandað efni í streymi. „Mig langar að nefna bara sem dæmi að það er mjög myndarleg nýársmessa í Vídalínskirkju í Garðabænum þar sem meðal annars Guðmundur Felix er að predika,“ segir Pétur en Guðmundur Felix kemur til með að flytja áramótaávarp á nýársdag frá Vídalínskirkju. „Þetta er svona eitt dæmi af því sem er í boði og hægt er að nálgast á netinu. Þannig að helgihald fer bara fram með öðrum hætti, má segja,“ segir Pétur. Hann bindur vonir við að bjartari tímar séu fram undan en þangað til þurfi fólk að vera á varðbergi. „Um leið og rofar til þá köllum við fólk til kirkju og messu, við viljum náttúrulega hittast í holdi, það er þannig sem kirkjan fúnkerar og það er eðli kirkjunnar, en í ljósi aðstæðna þá er það ábyrgt að fella niður helgihald með þessum hætti,“ segir Pétur. „Þetta er náttúrulega samhent átak okkar allra sem á endanum sigrar þessa veiru, það verður aldrei neitt öðruvísi,“ segir Pétur. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, ítrekaði á upplýsingafundi almannavarna í dag mikilvægi þess að fólk hópist ekki saman og þakkaði Þjóðkirkjunni fyrir að setja gott fordæmi. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að rétt viðbrögð á þessum tíma gætu komið landsmönnum út úr faraldrinum. „Ég vil að lokum hvetja alla til að gæta vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum núna um áramótin og óska öllum gleðilegs árs,“ sagði Þórólfur. Áramót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðabær Trúmál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12 Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkron-afbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42 „Þetta er búið að vera stórkostlegt líf“ Ég hef fengið mörg tækifæri til þess að gefast upp og það hafa komið fram margar raddir sem segja mér að hætta þessu, segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk fyrstur manna grædda á sig tvo handleggi fyrr á árinu. Hann segir uppgjöf hins vegar aldrei hafa verið inni í myndinni og horfir bjartsýnn fram á veginn. 17. desember 2021 20:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Svipuð staða er uppi núna og var fyrir um ári síðan þar sem fólk var hvatt til að hópast ekki saman. Í fyrra var gripið til þess ráðs að aflýsa áramótabrennum og í ár hefur ekki aðeins brennum verið aflýst heldur einnig helgihaldi. Pétur G. Markan, biskupsritari, telur að þetta sé einsdæmi í íslenskri kirkjusögu. „Þetta eru ákveðin tímamót en nauðsynlegt í ljósi aðstæðna, þetta eru bara mjög óvenjulegar og krefjandi aðstæður í samfélaginu enn og aftur,“ segir Pétur. Þó að biskup hhafi ákveðið að kalla ekki fólk til kirkju hafi sóknir landsins sett fram vandað efni í streymi. „Mig langar að nefna bara sem dæmi að það er mjög myndarleg nýársmessa í Vídalínskirkju í Garðabænum þar sem meðal annars Guðmundur Felix er að predika,“ segir Pétur en Guðmundur Felix kemur til með að flytja áramótaávarp á nýársdag frá Vídalínskirkju. „Þetta er svona eitt dæmi af því sem er í boði og hægt er að nálgast á netinu. Þannig að helgihald fer bara fram með öðrum hætti, má segja,“ segir Pétur. Hann bindur vonir við að bjartari tímar séu fram undan en þangað til þurfi fólk að vera á varðbergi. „Um leið og rofar til þá köllum við fólk til kirkju og messu, við viljum náttúrulega hittast í holdi, það er þannig sem kirkjan fúnkerar og það er eðli kirkjunnar, en í ljósi aðstæðna þá er það ábyrgt að fella niður helgihald með þessum hætti,“ segir Pétur. „Þetta er náttúrulega samhent átak okkar allra sem á endanum sigrar þessa veiru, það verður aldrei neitt öðruvísi,“ segir Pétur. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, ítrekaði á upplýsingafundi almannavarna í dag mikilvægi þess að fólk hópist ekki saman og þakkaði Þjóðkirkjunni fyrir að setja gott fordæmi. Þá sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að rétt viðbrögð á þessum tíma gætu komið landsmönnum út úr faraldrinum. „Ég vil að lokum hvetja alla til að gæta vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum núna um áramótin og óska öllum gleðilegs árs,“ sagði Þórólfur.
Áramót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðabær Trúmál Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12 Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkron-afbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42 „Þetta er búið að vera stórkostlegt líf“ Ég hef fengið mörg tækifæri til þess að gefast upp og það hafa komið fram margar raddir sem segja mér að hætta þessu, segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk fyrstur manna grædda á sig tvo handleggi fyrr á árinu. Hann segir uppgjöf hins vegar aldrei hafa verið inni í myndinni og horfir bjartsýnn fram á veginn. 17. desember 2021 20:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12
Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkron-afbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. 29. desember 2021 11:42
„Þetta er búið að vera stórkostlegt líf“ Ég hef fengið mörg tækifæri til þess að gefast upp og það hafa komið fram margar raddir sem segja mér að hætta þessu, segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk fyrstur manna grædda á sig tvo handleggi fyrr á árinu. Hann segir uppgjöf hins vegar aldrei hafa verið inni í myndinni og horfir bjartsýnn fram á veginn. 17. desember 2021 20:00