Hvunndagshetja Hvammstanga vegna „skrítins áhugamáls“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2021 07:00 Hlynur hefur notað fjórhjólið til að ryðja gangstéttir Hvammstanga í vetur. Hlynur Rafn Rafnsson, sem kallaður er Hlynur Rikk, tók sig til í haust og keypti sér ruðningstæki og sanddreifara á fjórhjól sitt. Það hefur hann svo notað í vetur til að ryðja snjó af gangstéttum á Hvammstanga, við mikla kátínu bæjarbúa. Hlynur var nýkominn í hús eftir ruðninga þegar blaðamaður náði af honum tali í gær. Hann sagðist hafa verið samanlagt um það bil þrjár klukkustundir að ryðja flestar gangstéttir Hvammstanga en hann hafði byrjað eftir snjókomuna á þriðjudagskvöldið. Hann sagði sérstaklega gaman að fara af stað þegar snjórinn væri nýfallinn. Það væri líka auðveldara. „Það er ekki eins og það sé stórmál að gera þetta,“ segir Hlynur. Hann sagðist gera sér grein fyrir því að þetta væri mögulega „skrítið áhugamál“. „Ég dunda mér við þetta í fríum og hef gaman að þessu,“ sagði Hlynur. Hann vinnur við að byggja brýr fyrir Vegagerðina og ferðast því mikið um landið. Þegar hann er heima finnst honum þó gaman að vaða í snjóruðninga. „Þetta er merkilega gaman og sérstaklega í nýföllnum snjó.“ Segir skort á ruðningi á gangstéttum Aðspurður út í af hverju hann hefði byrjað á þessu segir Hlynur að gangstéttir á Hvammstanga séu aldrei ruddar af viti. Það sé stundum farið upp á þær en þær séu aldrei ruddar almennilega. Þá séu gangstéttir ekki hannaðar fyrir tíu tonna gröfur. Hann segir þetta skapa ákveðna hættu í myrkrinu og leiða til þess að fólks eigi sér varla þann kost að ganga í vinnuna. „Það er ekkert frábært að hugsa um þetta þegar það eru krakkar í spilinu.“ Rætt var við Hlyn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í desember. Þar sagði hann ástandið á gangstéttum Hvammstanga sérstaklega slæmt á morgnana þegar dimmt væri og fólk og börn neyddust til að ganga á götum bæjarins. Hlynur segir í samtali við Vísi að þetta sé fyrst og fremst ákveðin tækjadella í sér. Hann eigi fyrir vélsleða, krossara, fjórhjólið og önnur tæki. Snjóruðningurinn hafi þó byrjað út af áhyggjum hans af gangi fólks um götur Hvammstanga á morgnana. Hann byrjaði að ryðja sína götu en þetta „skrítna áhugamál“ hafi undið upp á sig eins og augljóst er miðað við að hann var nýbúinn að ryðja flestar gangstéttir Hvammstanga. Þá segir Hlynur bæjarbúa hafa tekið vel í snjóruðninginn og hann fái alltaf hrós í hvert sinn sem hann fari af stað. Fékk fjölmargar tilnefningar í Maður ársins Það er óhætt að segja að það virðist rétt hjá Hlyni að bæjarbúar hafi tekið vel í snjóruðninginn. Hann fékk fjölmargar tilnefningar í vali Vísis og Reykjavík síðdegis á manni ársins. Langflestar þessara tilnefninga voru til komnar vegna ruðninganna, þó ein þeirra hafi fjallað um að Hlynur væri góður dansari. Margir lofuðu Hlyn í hástert og var hann meðal annars kallaður hvunndagshetja Hvammstanga og „bjargvættur aldraðra“ í bænum. Þeir sem sendu inn tilnefningar sögðu hann einnig ávallt tilbúinn til að aðstoða nágranna sína og hrósað fyrir atorku sína. „Hann er ljúfur og hjartahreinn strákur sem mokar götur Hvammstanga að kostnaðarlausu,“ skrifaði einn. Annar sagði: „Hann mokar gangstéttir myrkranna á milli í sjálfboðavinnu. Við eldri borgarar eigum honum eilífar þakkir.“ Þá sagði einn enn að Hlynur láti ekki „bogna puttana þvælast fyrir sér í snjómokstri“. „Það er honum að þakka að við gamla fólkið á Hvammstanga getum gengið slysalaust um gangstéttar bæjarins,“ sagði svo einn til viðbótar sem sendi inn tilnefningu. Þetta eru bara nokkur dæmi af fjölmörgum. Vonaðist til þess að ýta við fólki um ruðning Hlynur sagði einn bæjarbúa hafa lagt það til að hann sendi Húnaþingi rukkun fyrir ruðninginn og það gæti verið sniðugt. Sjálfur segist hann þó aldrei hafa heyrt neitt frá hreppnum um ruðninginn. Hann hefði heyrt af umræðu í sveitarstjórn og að þar hefði fólki þótt þetta flott framtak en umræðan hefði ekki farið lengra en það. Hlynur sagði að þó þetta væri ákveðin tækjadella í honum vonaðist hann til þess að þetta myndi ýta við fólki í Húnaþingi. „Ég vonaði að þetta myndi ýta af stað mönnum sem eru á launum við þetta. Að þeir hugsi um að hjálpa bæjarbúum. Það er líka óskandi að maður sé ekki að borga þetta allt sjálfur,“ sagði Hlynur. Húnaþing vestra Umferð Umferðaröryggi Góðverk Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Hlynur var nýkominn í hús eftir ruðninga þegar blaðamaður náði af honum tali í gær. Hann sagðist hafa verið samanlagt um það bil þrjár klukkustundir að ryðja flestar gangstéttir Hvammstanga en hann hafði byrjað eftir snjókomuna á þriðjudagskvöldið. Hann sagði sérstaklega gaman að fara af stað þegar snjórinn væri nýfallinn. Það væri líka auðveldara. „Það er ekki eins og það sé stórmál að gera þetta,“ segir Hlynur. Hann sagðist gera sér grein fyrir því að þetta væri mögulega „skrítið áhugamál“. „Ég dunda mér við þetta í fríum og hef gaman að þessu,“ sagði Hlynur. Hann vinnur við að byggja brýr fyrir Vegagerðina og ferðast því mikið um landið. Þegar hann er heima finnst honum þó gaman að vaða í snjóruðninga. „Þetta er merkilega gaman og sérstaklega í nýföllnum snjó.“ Segir skort á ruðningi á gangstéttum Aðspurður út í af hverju hann hefði byrjað á þessu segir Hlynur að gangstéttir á Hvammstanga séu aldrei ruddar af viti. Það sé stundum farið upp á þær en þær séu aldrei ruddar almennilega. Þá séu gangstéttir ekki hannaðar fyrir tíu tonna gröfur. Hann segir þetta skapa ákveðna hættu í myrkrinu og leiða til þess að fólks eigi sér varla þann kost að ganga í vinnuna. „Það er ekkert frábært að hugsa um þetta þegar það eru krakkar í spilinu.“ Rætt var við Hlyn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í desember. Þar sagði hann ástandið á gangstéttum Hvammstanga sérstaklega slæmt á morgnana þegar dimmt væri og fólk og börn neyddust til að ganga á götum bæjarins. Hlynur segir í samtali við Vísi að þetta sé fyrst og fremst ákveðin tækjadella í sér. Hann eigi fyrir vélsleða, krossara, fjórhjólið og önnur tæki. Snjóruðningurinn hafi þó byrjað út af áhyggjum hans af gangi fólks um götur Hvammstanga á morgnana. Hann byrjaði að ryðja sína götu en þetta „skrítna áhugamál“ hafi undið upp á sig eins og augljóst er miðað við að hann var nýbúinn að ryðja flestar gangstéttir Hvammstanga. Þá segir Hlynur bæjarbúa hafa tekið vel í snjóruðninginn og hann fái alltaf hrós í hvert sinn sem hann fari af stað. Fékk fjölmargar tilnefningar í Maður ársins Það er óhætt að segja að það virðist rétt hjá Hlyni að bæjarbúar hafi tekið vel í snjóruðninginn. Hann fékk fjölmargar tilnefningar í vali Vísis og Reykjavík síðdegis á manni ársins. Langflestar þessara tilnefninga voru til komnar vegna ruðninganna, þó ein þeirra hafi fjallað um að Hlynur væri góður dansari. Margir lofuðu Hlyn í hástert og var hann meðal annars kallaður hvunndagshetja Hvammstanga og „bjargvættur aldraðra“ í bænum. Þeir sem sendu inn tilnefningar sögðu hann einnig ávallt tilbúinn til að aðstoða nágranna sína og hrósað fyrir atorku sína. „Hann er ljúfur og hjartahreinn strákur sem mokar götur Hvammstanga að kostnaðarlausu,“ skrifaði einn. Annar sagði: „Hann mokar gangstéttir myrkranna á milli í sjálfboðavinnu. Við eldri borgarar eigum honum eilífar þakkir.“ Þá sagði einn enn að Hlynur láti ekki „bogna puttana þvælast fyrir sér í snjómokstri“. „Það er honum að þakka að við gamla fólkið á Hvammstanga getum gengið slysalaust um gangstéttar bæjarins,“ sagði svo einn til viðbótar sem sendi inn tilnefningu. Þetta eru bara nokkur dæmi af fjölmörgum. Vonaðist til þess að ýta við fólki um ruðning Hlynur sagði einn bæjarbúa hafa lagt það til að hann sendi Húnaþingi rukkun fyrir ruðninginn og það gæti verið sniðugt. Sjálfur segist hann þó aldrei hafa heyrt neitt frá hreppnum um ruðninginn. Hann hefði heyrt af umræðu í sveitarstjórn og að þar hefði fólki þótt þetta flott framtak en umræðan hefði ekki farið lengra en það. Hlynur sagði að þó þetta væri ákveðin tækjadella í honum vonaðist hann til þess að þetta myndi ýta við fólki í Húnaþingi. „Ég vonaði að þetta myndi ýta af stað mönnum sem eru á launum við þetta. Að þeir hugsi um að hjálpa bæjarbúum. Það er líka óskandi að maður sé ekki að borga þetta allt sjálfur,“ sagði Hlynur.
Húnaþing vestra Umferð Umferðaröryggi Góðverk Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent