Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2022 12:16 Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla. Vísir/Friðrik Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 586 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna. Þar af voru 38 sem greindust á landamærunum. Álagið meira en fólki óraði fyrir Skólastjórnendur tóku að sér það verkefni í haust að standa í smitrakningu. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri og formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir að álagið sem tengist rakningu sé miklu meira en nokkrum óraði fyrir. „Þegar þessi ákvörðun er tekin þá er sumrinu að ljúka og við vorum að gera okkur vonir um að við værum að sigla út úr þessu. En þessar bylgjur sem hafa verið viðvarandi frá október byrjun hafa lagt gríðarlega vinnu á skólastjórnendur sem leggst ofan á sína þeirra vinnu sem þýðir að þeir hafi ekki nærri því eins mikinn tíma í sinn faglega grunn og faglegu stjórnun,“ sagði Magnús. Tólf sinnum í sóttkví og smitgát Hann segir dæmi um að kennarar hafi þurft að fara allt að tólf sinnum í sóttkví eða smitgát vegna smita sem tengjast nemendum. Auk þess sem börn fari iðulega í sóttkví. Skólarnir hefja göngu sína í vikunni og segir Magnús risa verkefni fyrir fyrir höndum. „Það skiptir mjög miklu máli að samfélagið átti sig á því að skólastarf óskert er ekki möguleiki í þessum aðstæðum og við auðvitað reiknum með því að það verði svipað uppi á teningnum í skólunum eins og í samfélaginu almennt.“ Treystir því að Ásmundur standi við gefin loforð Magnús bindur miklar vonir við þann samráðsvettvang sem skólamálaráðherra hefur boðað, enda sé virkt samtal nauðsynlegt. „Ásmundur hefur boðað það og ég treysti því að hann standi við það.“ Hann segir að það hafi komið á óvart að ríkisstjórnin hafi ekki farið eftir tillögum sóttvarnalæknis um seinkun á skólabyrjun. „Það kom okkur á óvart að því væri ekki fylgt því við teljum að íslenskt skólakerfi hafi algjörlega verið í framlínu í baráttunni við Covid-19 og töldum því líklegt að sóttvarnalæknir hefði áfram það vægi inn í skólann sem hann hefur haft og við unnið með. Það kom okkur því verulega á óvart að tekin var ákvörðun um að fylgja því ekki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
586 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna. Þar af voru 38 sem greindust á landamærunum. Álagið meira en fólki óraði fyrir Skólastjórnendur tóku að sér það verkefni í haust að standa í smitrakningu. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri og formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík segir að álagið sem tengist rakningu sé miklu meira en nokkrum óraði fyrir. „Þegar þessi ákvörðun er tekin þá er sumrinu að ljúka og við vorum að gera okkur vonir um að við værum að sigla út úr þessu. En þessar bylgjur sem hafa verið viðvarandi frá október byrjun hafa lagt gríðarlega vinnu á skólastjórnendur sem leggst ofan á sína þeirra vinnu sem þýðir að þeir hafi ekki nærri því eins mikinn tíma í sinn faglega grunn og faglegu stjórnun,“ sagði Magnús. Tólf sinnum í sóttkví og smitgát Hann segir dæmi um að kennarar hafi þurft að fara allt að tólf sinnum í sóttkví eða smitgát vegna smita sem tengjast nemendum. Auk þess sem börn fari iðulega í sóttkví. Skólarnir hefja göngu sína í vikunni og segir Magnús risa verkefni fyrir fyrir höndum. „Það skiptir mjög miklu máli að samfélagið átti sig á því að skólastarf óskert er ekki möguleiki í þessum aðstæðum og við auðvitað reiknum með því að það verði svipað uppi á teningnum í skólunum eins og í samfélaginu almennt.“ Treystir því að Ásmundur standi við gefin loforð Magnús bindur miklar vonir við þann samráðsvettvang sem skólamálaráðherra hefur boðað, enda sé virkt samtal nauðsynlegt. „Ásmundur hefur boðað það og ég treysti því að hann standi við það.“ Hann segir að það hafi komið á óvart að ríkisstjórnin hafi ekki farið eftir tillögum sóttvarnalæknis um seinkun á skólabyrjun. „Það kom okkur á óvart að því væri ekki fylgt því við teljum að íslenskt skólakerfi hafi algjörlega verið í framlínu í baráttunni við Covid-19 og töldum því líklegt að sóttvarnalæknir hefði áfram það vægi inn í skólann sem hann hefur haft og við unnið með. Það kom okkur því verulega á óvart að tekin var ákvörðun um að fylgja því ekki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira