ÓL-sundkona sakar föður sinn um skelfilega hluti: Vill bjarga litlu systur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2022 10:31 Liliana Szilagyi sést hér þegar hún keppti á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. EPA/ESTEBAN BIBA Ungverska sundkonan Liliana Szilagyi sakar föður sinn um andlega, líkamlega og kynferðislega misnotkun og segist koma nú fram til að bjarga litlu systur sinni frá sömu örlögum. Liliana Szilagyi er nú 25 ára gömul en hún hefur verið ein af öflugustu flugsundkonum Ungverja og hefur keppt á Ólympíuleikum fyrir þjóð sína. Liliana var unglingastjarna þar sem hún vann silfur á EM unglinga og gull Ólympíumóti ungmenna. Frá færslu Liliönu Szilagyi á Instagram.Instagram/@lilianaszilagyi Liliana ákvað að segja sögu sína á samfélagsmiðlum og það gerði hún meðal annars með því að fara í sviðsetta myndatöku þar sem má sjá hana alla út í marblettum og með límband fyrir munninum. Myndirnar eru sláandi en það eru líka það sem kemur fram um framkomu föður hennar. Hún sakar föður sinn um að hafa misnotað sig kynferðislega, barið sig margoft og notað vald sitt til að refsa henni og skipa henni fyrir. Faðir hennar er hinn 54 ára gamli Zoltan Szilagyi sem var sjálfur öflugur sundmaður sem keppti á þremur Ólympíuleikum á sínum tíma, 1988, 1992 og 2000. „Það var komið illa fram við mig stanslaust og án viðvörunar. Hann vildi sýna vald sitt yfir mér, hvort sem það var með refsingum, hótunum, synjun á ást eða kynferðislegri misnotkun,“ skrifaði Liliana Szilagyi á Instagram síðu sína. Frá færslu Liliönu Szilagyi á Instagram.Instagram/@lilianaszilagyi Lilian sakar einnig föður sinn um að berja móður sína þannig að hún missti nánast meðvitund. „Ég bjó í búbblu sem ég hélt að væri eðlileg. Að það væri eðlilegt að faðir minn myndi berja móður mína ef honum líkaði ekki eitthvað sem hún sagði eða gerði. Ef ég náði ekki mínum markmiðum þá var mér refsað. Ég mátti ekki hafa mínar eigin hugsanir, skoðanir eða markmið,“ skrifaði Liliana. Lilian losnaði úr prísund föður síns eftir EM 2016 og segist koma fram núna til að reyna að bjarga yngri systur sinni, Gerdu, frá sömu örlögum. Gerda er líka sundkona og þjálfuð af föður þeirra. Gerda sendi opið bréf og sagði ekkert til í því að faðir hennar kæmi svona fram við hana eða Liliönu. Liliana reyndi að höfða til systur sinnar í skilaboðum undir færslu sinni og hvatti hana til að brjótast út úr prísundinni. Ungverska sundsambandið segir að málið sé í rannsókn. Instagram færslu hennar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Liliana (@lilianaszilagyi) Sund Ólympíuleikar Ungverjaland Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Sjá meira
Liliana Szilagyi er nú 25 ára gömul en hún hefur verið ein af öflugustu flugsundkonum Ungverja og hefur keppt á Ólympíuleikum fyrir þjóð sína. Liliana var unglingastjarna þar sem hún vann silfur á EM unglinga og gull Ólympíumóti ungmenna. Frá færslu Liliönu Szilagyi á Instagram.Instagram/@lilianaszilagyi Liliana ákvað að segja sögu sína á samfélagsmiðlum og það gerði hún meðal annars með því að fara í sviðsetta myndatöku þar sem má sjá hana alla út í marblettum og með límband fyrir munninum. Myndirnar eru sláandi en það eru líka það sem kemur fram um framkomu föður hennar. Hún sakar föður sinn um að hafa misnotað sig kynferðislega, barið sig margoft og notað vald sitt til að refsa henni og skipa henni fyrir. Faðir hennar er hinn 54 ára gamli Zoltan Szilagyi sem var sjálfur öflugur sundmaður sem keppti á þremur Ólympíuleikum á sínum tíma, 1988, 1992 og 2000. „Það var komið illa fram við mig stanslaust og án viðvörunar. Hann vildi sýna vald sitt yfir mér, hvort sem það var með refsingum, hótunum, synjun á ást eða kynferðislegri misnotkun,“ skrifaði Liliana Szilagyi á Instagram síðu sína. Frá færslu Liliönu Szilagyi á Instagram.Instagram/@lilianaszilagyi Lilian sakar einnig föður sinn um að berja móður sína þannig að hún missti nánast meðvitund. „Ég bjó í búbblu sem ég hélt að væri eðlileg. Að það væri eðlilegt að faðir minn myndi berja móður mína ef honum líkaði ekki eitthvað sem hún sagði eða gerði. Ef ég náði ekki mínum markmiðum þá var mér refsað. Ég mátti ekki hafa mínar eigin hugsanir, skoðanir eða markmið,“ skrifaði Liliana. Lilian losnaði úr prísund föður síns eftir EM 2016 og segist koma fram núna til að reyna að bjarga yngri systur sinni, Gerdu, frá sömu örlögum. Gerda er líka sundkona og þjálfuð af föður þeirra. Gerda sendi opið bréf og sagði ekkert til í því að faðir hennar kæmi svona fram við hana eða Liliönu. Liliana reyndi að höfða til systur sinnar í skilaboðum undir færslu sinni og hvatti hana til að brjótast út úr prísundinni. Ungverska sundsambandið segir að málið sé í rannsókn. Instagram færslu hennar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Liliana (@lilianaszilagyi)
Sund Ólympíuleikar Ungverjaland Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Sjá meira