Óbreyttar reglur á landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2022 14:05 Talið er að breytingar á landamærunum myndu valda of mikilli óvissu. Vísir/Vilhelm Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að sóttvarnaráðstafanir á landamærunum ættu að vera óbreyttar til 28. febrúar. Tillaga um fyrirkomulag sóttvarna á landamærunum fyrir vorið verður kynnt fyrir þann 20. febrúar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að landamærahópur forsætisráðherra hafi að ósk sóttvarnalæknis skoðað forsendur fyrir því að krefja farþega um neikvætt PCR-próf fyrir byrðingu og það að biðja alla farþega sem kæmu til landsins um að fara í próf á landamærunum. „Samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslunni eru tekin PCR sýni á Keflavíkurflugvelli úr yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem hafa tengsl við Ísland eða um 90 prósent þeirra. Þá er því fylgt eftir af sóttvarnayfirvöldum að Íslendingar og þau sem hafa tengsl við Ísland og taka ekki PCR-próf á flugvellinum mæti í próf innan 48 klukkustunda frá komu,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að ekki sé talið rétt að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum nema mjög sterk rök hnígi til þess. Er það vegna þeirrar óvissu sem breytingar kunni að valda. Þó verður gerð sú breyting að bólusetningarvottorð gilda í níu mánuði í stað tólf og er það í samræmi við nýjar reglur Evrópusambandsins. Aðgerðirnar á landamærunum voru hertar í lok nóvember, vegna ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Aðgerðirnar sem eru í gildi á landamærunum má finna hér á vef Ríkislögreglustjóra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun klukkan 11 vegna faraldurs kórónuveirunnar. 4. janúar 2022 13:44 Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 4. janúar 2022 12:14 1.289 greindust innanlands 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 485 af þeim 1.289 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 38 prósent. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 4. janúar 2022 10:29 Sjúklingum á Covid-göngudeild fjölgar um 1.356 milli daga 28 sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19 og fjölgar þeim um þrjá milli daga. Sjúklingum á Covid-göngudeildinni fjölgar um 1.356 milli daga, fer úr 7.198 í gær og í 8.554 í dag. 4. janúar 2022 09:31 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að landamærahópur forsætisráðherra hafi að ósk sóttvarnalæknis skoðað forsendur fyrir því að krefja farþega um neikvætt PCR-próf fyrir byrðingu og það að biðja alla farþega sem kæmu til landsins um að fara í próf á landamærunum. „Samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslunni eru tekin PCR sýni á Keflavíkurflugvelli úr yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem hafa tengsl við Ísland eða um 90 prósent þeirra. Þá er því fylgt eftir af sóttvarnayfirvöldum að Íslendingar og þau sem hafa tengsl við Ísland og taka ekki PCR-próf á flugvellinum mæti í próf innan 48 klukkustunda frá komu,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að ekki sé talið rétt að breyta fyrirkomulaginu á landamærunum nema mjög sterk rök hnígi til þess. Er það vegna þeirrar óvissu sem breytingar kunni að valda. Þó verður gerð sú breyting að bólusetningarvottorð gilda í níu mánuði í stað tólf og er það í samræmi við nýjar reglur Evrópusambandsins. Aðgerðirnar á landamærunum voru hertar í lok nóvember, vegna ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Aðgerðirnar sem eru í gildi á landamærunum má finna hér á vef Ríkislögreglustjóra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun klukkan 11 vegna faraldurs kórónuveirunnar. 4. janúar 2022 13:44 Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 4. janúar 2022 12:14 1.289 greindust innanlands 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 485 af þeim 1.289 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 38 prósent. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 4. janúar 2022 10:29 Sjúklingum á Covid-göngudeild fjölgar um 1.356 milli daga 28 sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19 og fjölgar þeim um þrjá milli daga. Sjúklingum á Covid-göngudeildinni fjölgar um 1.356 milli daga, fer úr 7.198 í gær og í 8.554 í dag. 4. janúar 2022 09:31 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun klukkan 11 vegna faraldurs kórónuveirunnar. 4. janúar 2022 13:44
Hvetur þingmenn sem eru á móti sóttvarnaaðgerðum til að koma með tillögur Átta liggja nú á gjörgæslu Landspítalans með deltaafbrigði kórónuveirunnar og eru sex þeirra í öndunarvél. Sjö liggja inni vegna ómíkron. Sóttvarnalæknir segir aðallega óbólusett fólk vera á gjörgæslu. Hann hvetur enn á ný þá sem eiga eftir að láta bólusetja sig að gera það. 4. janúar 2022 12:14
1.289 greindust innanlands 1.289 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 485 af þeim 1.289 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 38 prósent. 804 voru utan sóttkvíar, eða 62 prósent. 4. janúar 2022 10:29
Sjúklingum á Covid-göngudeild fjölgar um 1.356 milli daga 28 sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19 og fjölgar þeim um þrjá milli daga. Sjúklingum á Covid-göngudeildinni fjölgar um 1.356 milli daga, fer úr 7.198 í gær og í 8.554 í dag. 4. janúar 2022 09:31