Undanþága Djokovic veldur reiði: „Höfum verið höfð að fíflum“ Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2022 09:31 Novak Djokovic vann þrjú risamót á síðasta ári og er fremsti tennisspilari heims. Getty/Oscar Gonzalez Ástralir eru bæði reiðir og undrandi yfir því að tennisstjarnan Novak Djokovic hafi fengið undanþágu til að koma til landsins og spila á opna ástralska mótinu sem hefst í Melbourne 17. janúar. Þetta segir ástralski miðillinn ABC News. Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur gegn kórónuveirunni og því þótti ólíklegt að hann yrði með á mótinu. Í gær greindi Serbinn frá því á samfélagsmiðlum að hann hefði fengið undanþágu til að keppa. Mótshaldarar og stjórnvöld í Viktoríufylki, þar sem mótið fer fram, staðfestu í gær að Djokovic yrði með og fullyrtu að hann væri með „raunverulegt sjúkdómsástand sem uppfyllti skilyrði fyrir undanþágu“. Ýmsir heimamenn hafa furðað sig á þessu, meðal annars Kevin Bartlett sem er goðsögn í áströlskum fótbolta. „Novak Djokovic er besti tenniskappi sögunnar. Gleymið Laver, Agassi, Federer, Sampras, Nadal, McEnroe, Connors og Borg því Novak hefur unnið 20 risatitla, 87 titla til viðbótar og þénað milljarða dollara án þess að við vissum að hann glímdi við sjúkdómsvandamál. Við höfum verið höfð að fíflum,“ skrifaði Bartlett á Twitter. Tennisskríbentinn Ben Rothenberg birti reglur ástralskra stjórnvalda um undanþágur og sagði ljóst að undanþága Djokovic vekti upp spurningar um hvort hún væri réttmæt. Though we now know that Djokovic plans to play the #AusOpen, there will still be considerable speculation about the legitimacy of his exemption.What acute major medical condition, as listed here by Australian authorities, could a healthy #1-ranked athlete have? pic.twitter.com/Qe12SWTMJo— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 4, 2022 „Hvaða „bráðasjúkdómsástand“, eins og áströlsk stjórnvöld nefna á sínum lista, gæti heilbrigður, efsti maður heimslista í íþrótt, verið með?“ spurði Rothenberg. „Ef að hann neitar að fá bólusetningu þá á hann ekki að fá að koma hingað“ „Þetta er mjög athyglisvert. Ég ætla ekki að segja fleira,“ sagði ástralski tennisspilarinn Alex de Minaur, spurður út í málið á blaðamannafundi. Jamie Murray, eldri bróðir Andy Murray, gaf í skyn að Djokovic fengi sérmeðferð: „Ég held að ef það væri ég sem væri ekki bólusettur þá myndi ég ekki fá undanþágu… en vel gert hjá honum að fá leyfi til að koma til Ástralíu og keppa,“ sagði Murray. „Þegar allt kemur til alls þá verður maður að treysta því að það sé góð ástæða fyrir því að hann fékk undanþágu vegna sjúkdómsástands,“ sagði Murray. Stephen Parnis, læknir á bráðamóttöku í Viktoríufylki, sagði um skelfileg skilaboð að ræða til þeirra sem reyndu að hefta útbreiðslu Covid-19. „Mér er alveg sama hversu góður tennisspilari hann er. Ef að hann neitar að fá bólusetningu þá á hann ekki að fá að koma hingað. Ef að það er satt að hann hafi fengið undanþágu þá eru það hræðileg skilaboð til milljóna manns sem reyna að minnka hættuna af Covid-19 gagnvart sér og öðrum. Bólusetning sýnir virðingu gagnvart öðrum, Novak,“ skrifaði Parnis. Tennis Ástralía Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Sjá meira
Þetta segir ástralski miðillinn ABC News. Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur gegn kórónuveirunni og því þótti ólíklegt að hann yrði með á mótinu. Í gær greindi Serbinn frá því á samfélagsmiðlum að hann hefði fengið undanþágu til að keppa. Mótshaldarar og stjórnvöld í Viktoríufylki, þar sem mótið fer fram, staðfestu í gær að Djokovic yrði með og fullyrtu að hann væri með „raunverulegt sjúkdómsástand sem uppfyllti skilyrði fyrir undanþágu“. Ýmsir heimamenn hafa furðað sig á þessu, meðal annars Kevin Bartlett sem er goðsögn í áströlskum fótbolta. „Novak Djokovic er besti tenniskappi sögunnar. Gleymið Laver, Agassi, Federer, Sampras, Nadal, McEnroe, Connors og Borg því Novak hefur unnið 20 risatitla, 87 titla til viðbótar og þénað milljarða dollara án þess að við vissum að hann glímdi við sjúkdómsvandamál. Við höfum verið höfð að fíflum,“ skrifaði Bartlett á Twitter. Tennisskríbentinn Ben Rothenberg birti reglur ástralskra stjórnvalda um undanþágur og sagði ljóst að undanþága Djokovic vekti upp spurningar um hvort hún væri réttmæt. Though we now know that Djokovic plans to play the #AusOpen, there will still be considerable speculation about the legitimacy of his exemption.What acute major medical condition, as listed here by Australian authorities, could a healthy #1-ranked athlete have? pic.twitter.com/Qe12SWTMJo— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 4, 2022 „Hvaða „bráðasjúkdómsástand“, eins og áströlsk stjórnvöld nefna á sínum lista, gæti heilbrigður, efsti maður heimslista í íþrótt, verið með?“ spurði Rothenberg. „Ef að hann neitar að fá bólusetningu þá á hann ekki að fá að koma hingað“ „Þetta er mjög athyglisvert. Ég ætla ekki að segja fleira,“ sagði ástralski tennisspilarinn Alex de Minaur, spurður út í málið á blaðamannafundi. Jamie Murray, eldri bróðir Andy Murray, gaf í skyn að Djokovic fengi sérmeðferð: „Ég held að ef það væri ég sem væri ekki bólusettur þá myndi ég ekki fá undanþágu… en vel gert hjá honum að fá leyfi til að koma til Ástralíu og keppa,“ sagði Murray. „Þegar allt kemur til alls þá verður maður að treysta því að það sé góð ástæða fyrir því að hann fékk undanþágu vegna sjúkdómsástands,“ sagði Murray. Stephen Parnis, læknir á bráðamóttöku í Viktoríufylki, sagði um skelfileg skilaboð að ræða til þeirra sem reyndu að hefta útbreiðslu Covid-19. „Mér er alveg sama hversu góður tennisspilari hann er. Ef að hann neitar að fá bólusetningu þá á hann ekki að fá að koma hingað. Ef að það er satt að hann hafi fengið undanþágu þá eru það hræðileg skilaboð til milljóna manns sem reyna að minnka hættuna af Covid-19 gagnvart sér og öðrum. Bólusetning sýnir virðingu gagnvart öðrum, Novak,“ skrifaði Parnis.
Tennis Ástralía Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Sjá meira