Aaron Rodgers svaraði fullum hálsi: Þessi blaðamaður er algjör ræfill Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2022 11:01 Aaron Rodgers hefur spilað frábærlega með Green Bay Packers en það að hann reyndi að halda réttindum bólusettra án þess að fara í bólusetningu fór ekki vel í suma. AP/Matt Ludtke Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á síðasta tímabili og á góða möguleika á því að vera kosinn aftur í ár. Hann var skelfilegur í fyrsta leiknum en hefur síðan spilað frábærlega með Green Bay Packers sem er með besta sigurhlutfallið í allri deildinni. Það vakti athygli þegar einn af hinum fimmtíu blaðamönnum sem fá að kjósa um hver sé mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili sagði að hann gæti ekki hugsað sér að kjósa Rodgers í ár. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Ástæðan væri þó ekki frammistaðan á vellinum heldur því hversu slæmur maður Rodgers væri og hversu illa hann hafi komið fram við félagið sitt og stuðningsmenn þess í aðdraganda tímabilsins. Rodgers var spurður út í ummælin og að hans mati snúast þau að mestu aðeins um eitt og að það hann sé ekki bólusettur. Rodgers leitaði til hómópata og taldi það nóg til að verja hann fyrir veirunni sem gekk ekki eftir. „Mér finnst þessi blaðamaður vera algjör ræfill (bum). Hann þekkir mig ekki og ég veit ekki hver þetta er ekki frekar en flestir aðrir áður en hann lét þetta frá sér í gær,“ sagði Aaron Rodgers. „Ég hlustaði á það sem sagði og það að hann hafi sagt að hann hafi ákveðið það í sumar að ég ætti núll prósent möguleika á að vera kosinn mikilvægastur. Að mínu mati ættu slíkt sjónarmið að útiloka hann frá því að skila inn atkvæðum í framtíðinni,“ sagði Rodgers. Aaron Rodgers just teed off on the NFL MVP voter who said he wouldn t vote for him because of off field issues. He s a bum His problem is that I m not vaccinated. This is great, enjoy: pic.twitter.com/d1t3THdwZB— Clay Travis (@ClayTravis) January 5, 2022 „Hans vandamál er ekki að það að ég sé einhver slæmur strákur eða mesti skíthællinn í deildinni því hann þekkir mig ekki neitt. Við höfum aldrei hist, aldrei borðað saman og hann hefur aldrei tekið við mig viðtal. Hans vandamál með mig er að ég er ekki bólusettur,“ sagði Rodgers. „Ef hann vill fara í krossferð eða stunda eitthvað leynimakk til að búa til aukastaf á verðlaunin svo að þau fái á þessu tímabili fái mikilvægasti bólusetti leikmaður deildarinnar, þá ætti hann bara að gera það,“ sagði Rodgers. „Hann er bara ræfill og ég ætla ekki að eyða tíma í að hafa áhyggjur af þessu því hann veit ekkert um mig og hefur aldrei talað við mig á sinni ævi. Það kom mér á óvart að hann skuli hafa sagt þetta en ég vissi að eitthvað svona væri möguleiki. Samt, klikkað,“ sagði Rodgers. Það má sjá hann svara þessum ummælum hér fyrir ofan. NFL Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sjá meira
Hann var skelfilegur í fyrsta leiknum en hefur síðan spilað frábærlega með Green Bay Packers sem er með besta sigurhlutfallið í allri deildinni. Það vakti athygli þegar einn af hinum fimmtíu blaðamönnum sem fá að kjósa um hver sé mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili sagði að hann gæti ekki hugsað sér að kjósa Rodgers í ár. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Ástæðan væri þó ekki frammistaðan á vellinum heldur því hversu slæmur maður Rodgers væri og hversu illa hann hafi komið fram við félagið sitt og stuðningsmenn þess í aðdraganda tímabilsins. Rodgers var spurður út í ummælin og að hans mati snúast þau að mestu aðeins um eitt og að það hann sé ekki bólusettur. Rodgers leitaði til hómópata og taldi það nóg til að verja hann fyrir veirunni sem gekk ekki eftir. „Mér finnst þessi blaðamaður vera algjör ræfill (bum). Hann þekkir mig ekki og ég veit ekki hver þetta er ekki frekar en flestir aðrir áður en hann lét þetta frá sér í gær,“ sagði Aaron Rodgers. „Ég hlustaði á það sem sagði og það að hann hafi sagt að hann hafi ákveðið það í sumar að ég ætti núll prósent möguleika á að vera kosinn mikilvægastur. Að mínu mati ættu slíkt sjónarmið að útiloka hann frá því að skila inn atkvæðum í framtíðinni,“ sagði Rodgers. Aaron Rodgers just teed off on the NFL MVP voter who said he wouldn t vote for him because of off field issues. He s a bum His problem is that I m not vaccinated. This is great, enjoy: pic.twitter.com/d1t3THdwZB— Clay Travis (@ClayTravis) January 5, 2022 „Hans vandamál er ekki að það að ég sé einhver slæmur strákur eða mesti skíthællinn í deildinni því hann þekkir mig ekki neitt. Við höfum aldrei hist, aldrei borðað saman og hann hefur aldrei tekið við mig viðtal. Hans vandamál með mig er að ég er ekki bólusettur,“ sagði Rodgers. „Ef hann vill fara í krossferð eða stunda eitthvað leynimakk til að búa til aukastaf á verðlaunin svo að þau fái á þessu tímabili fái mikilvægasti bólusetti leikmaður deildarinnar, þá ætti hann bara að gera það,“ sagði Rodgers. „Hann er bara ræfill og ég ætla ekki að eyða tíma í að hafa áhyggjur af þessu því hann veit ekkert um mig og hefur aldrei talað við mig á sinni ævi. Það kom mér á óvart að hann skuli hafa sagt þetta en ég vissi að eitthvað svona væri möguleiki. Samt, klikkað,“ sagði Rodgers. Það má sjá hann svara þessum ummælum hér fyrir ofan.
NFL Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sjá meira