Ótrúleg flautukarfa í sigri Knicks Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2022 07:31 RJ Barrett kominn í loftið og í þann mund að fara að skora sigurkörfu New York Knicks í gærkvöld. AP/Adam Hunger RJ Barrett var í litlu jafnvægi, undir mikilli pressu, þegar honum tókst að skora magnaða sigurkörfu New York Knicks gegn Boston Celtics í NBA-deildinni í nótt. Barrett átti alls ekki neinn stjörnuleik og skoraði aðeins úr 4 af 15 skotum sínum. Síðasta skotið tók hann þegar lokaflautið gall og boltinn fór af spjaldinu og ofan í, við gríðarlegan fögnuð í Madison Square Garden. New York vann leikinn þar með 108-105 eftir að hafa verið undir í leiknum lengst af en munurinn var til að mynda 24 stig um tíma í 2. leikhluta. RJ BARRETT'S UNBELIEVABLE #TissotBuzzerBeater COMPLETES THE @nyknicks 25-POINT COMEBACK! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/Qb0WXALG7F— NBA (@NBA) January 7, 2022 Evan Fournier var stigahæstur heimamanna með 41 stig. Jayson Tatum skoraði 36 stig fyrir Boston, jafnaði metin þegar rúm sekúnda var eftir og verður ekki sakaður um slakan varnarleik gegn Barrett í lokin. Einhvern veginn fann Barrett þó réttu leiðina. „Þetta var erfitt skot en alltaf þegar ég skýt þá held ég að boltinn fari ofan í,“ sagði Barrett. „Í sannleika sagt þá sá ég ekki hvað gerðist því ég féll. Ég sá ekki boltann fara ofan í en út frá viðbrögðum allra þá vissi ég það. Það var svalt,“ sagði Barrett. Knicks eru þar með sæti ofar en Celtics, í 10. sæti austurdeildarinnar með 19 sigra og 20 töp. Paul með þrennu Chris Paul var með þrefalda tvennu í sigri Phoenix Suns á LA Clippers, 106-89. Paul skoraði 14 stig í leiknum, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix vann þar með þriðja leik sinn í röð og er í góðum málum á toppi vesturdeildarinnar, með 30 sigra en 8 töp. Clippers eru í 8. sæti. Úrslitin í nótt: New York 108-105 Boston Memphis 118-88 Detroit New Orleans 101-96 Golden State Phoenix 106-89 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira
Barrett átti alls ekki neinn stjörnuleik og skoraði aðeins úr 4 af 15 skotum sínum. Síðasta skotið tók hann þegar lokaflautið gall og boltinn fór af spjaldinu og ofan í, við gríðarlegan fögnuð í Madison Square Garden. New York vann leikinn þar með 108-105 eftir að hafa verið undir í leiknum lengst af en munurinn var til að mynda 24 stig um tíma í 2. leikhluta. RJ BARRETT'S UNBELIEVABLE #TissotBuzzerBeater COMPLETES THE @nyknicks 25-POINT COMEBACK! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/Qb0WXALG7F— NBA (@NBA) January 7, 2022 Evan Fournier var stigahæstur heimamanna með 41 stig. Jayson Tatum skoraði 36 stig fyrir Boston, jafnaði metin þegar rúm sekúnda var eftir og verður ekki sakaður um slakan varnarleik gegn Barrett í lokin. Einhvern veginn fann Barrett þó réttu leiðina. „Þetta var erfitt skot en alltaf þegar ég skýt þá held ég að boltinn fari ofan í,“ sagði Barrett. „Í sannleika sagt þá sá ég ekki hvað gerðist því ég féll. Ég sá ekki boltann fara ofan í en út frá viðbrögðum allra þá vissi ég það. Það var svalt,“ sagði Barrett. Knicks eru þar með sæti ofar en Celtics, í 10. sæti austurdeildarinnar með 19 sigra og 20 töp. Paul með þrennu Chris Paul var með þrefalda tvennu í sigri Phoenix Suns á LA Clippers, 106-89. Paul skoraði 14 stig í leiknum, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix vann þar með þriðja leik sinn í röð og er í góðum málum á toppi vesturdeildarinnar, með 30 sigra en 8 töp. Clippers eru í 8. sæti. Úrslitin í nótt: New York 108-105 Boston Memphis 118-88 Detroit New Orleans 101-96 Golden State Phoenix 106-89 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: New York 108-105 Boston Memphis 118-88 Detroit New Orleans 101-96 Golden State Phoenix 106-89 LA Clippers
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sjá meira