Verkalýðshreyfingin ætlar í mál við ríki og sveitarfélög Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2022 20:42 Drífa Snædal er forseti Alþýðusambands Íslands. vÍSIR/eGILL Verkalýðshreyfingin hyggst fara í mál við ríki og sveitarfélög vegna ágreinings um nýtingu orlofsréttar þegar starfsmenn lenda í sóttkví. „Við segjum að þá getir þú ekki notið orlofsins, sem er tilgangurinn með orlofinu, og þannig á orlofið að frestast ef þú lendir í sóttkví. Ríki og sveitarfélög eru með aðra túlkun og þess vegna verður skorið úr þessu fyrir dómstólum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu. Hún segir að þessi túlkun opinberra aðila hafi breytt miklu fyrir fólk sem átti um mánaðarlangt orlof og endaði á því að vera tvær vikur af því í sóttkví. „Þú ert náttúrulega frelsisskertur að einhverju leyti og þarft að setja öll plön á hilluna. Við lítum svo á að þá ertu á ganga á orlofið sitt svo það nýtist ekki sem skildi. Ef maður fer bara í lögin um orlof þá er það alveg ljóst að tilgangur orlofs er að fólk geti notið frís eðlilega og það getur það ekki ef það er í sóttkví.“ Aðilar á einkamarkaði yfirleitt komist að annarri niðurstöðu Drífa á von á því að þetta geti verið töluvert mörg mál í ljósi þess að margir voru sendir í sóttkví yfir sumarorlofstímabilið síðustu tvö ár. Hún segir dæmi um að starfsmenn á einkamarkaði hafi leyst slík mál farsællega í samvinnu við vinnuveitendur sína. Á sama tíma hafi Kjara- og mannauðsýsla ríkisins komist að þeirri niðurstöðu að orlofstaka eigi ekki að frestast ef starfsmaður fer í sóttkví. „Þannig að það er alveg ljóst þeirra viðhorf og það þarf bara að skera úr að þessu fyrir dómstólum.“ Drífa segir að ASÍ vinni nú að undirbúningi málarekstursins og ekki liggi fyrir hvenær von er á næstu skrefum. Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
„Við segjum að þá getir þú ekki notið orlofsins, sem er tilgangurinn með orlofinu, og þannig á orlofið að frestast ef þú lendir í sóttkví. Ríki og sveitarfélög eru með aðra túlkun og þess vegna verður skorið úr þessu fyrir dómstólum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu. Hún segir að þessi túlkun opinberra aðila hafi breytt miklu fyrir fólk sem átti um mánaðarlangt orlof og endaði á því að vera tvær vikur af því í sóttkví. „Þú ert náttúrulega frelsisskertur að einhverju leyti og þarft að setja öll plön á hilluna. Við lítum svo á að þá ertu á ganga á orlofið sitt svo það nýtist ekki sem skildi. Ef maður fer bara í lögin um orlof þá er það alveg ljóst að tilgangur orlofs er að fólk geti notið frís eðlilega og það getur það ekki ef það er í sóttkví.“ Aðilar á einkamarkaði yfirleitt komist að annarri niðurstöðu Drífa á von á því að þetta geti verið töluvert mörg mál í ljósi þess að margir voru sendir í sóttkví yfir sumarorlofstímabilið síðustu tvö ár. Hún segir dæmi um að starfsmenn á einkamarkaði hafi leyst slík mál farsællega í samvinnu við vinnuveitendur sína. Á sama tíma hafi Kjara- og mannauðsýsla ríkisins komist að þeirri niðurstöðu að orlofstaka eigi ekki að frestast ef starfsmaður fer í sóttkví. „Þannig að það er alveg ljóst þeirra viðhorf og það þarf bara að skera úr að þessu fyrir dómstólum.“ Drífa segir að ASÍ vinni nú að undirbúningi málarekstursins og ekki liggi fyrir hvenær von er á næstu skrefum.
Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira