Hrapaði af stjörnuhimninum og gæti átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2022 22:20 Elizabeth Holmes skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún boðaði byltingar í heilbrigðisvísindum. Fallið var álíka snöggt þegar skyggnst var í raunverulega starfsemi Theranos. Getty/Justin Sullivan Frumkvöðullinn Elizabeth Holmes var í vikunni sakfelld fyrir fjársvik en hún var lengi álitin ein skærasta stjarna Sílíkondals í Bandaríkjunum. Holmes stofnaði fyrirtækið Theranos árið 2003 þegar hún var aðeins nítján ára gömul. Hún vakti fljótt mikla athygli, hún klæddi sig eins og Steve Jobs og talaði með einkennandi lágri röddu. Og fjöldi fólks heillaðist að henni. Markmið Holmes var að finna betri og ódýrari leið til að greina hundruð sjúkdóma úr aðeins nokkrum dropum af blóði. Þá átti að vera hægt að greina blóðsýnin með sérstökum tækjum úr smiðju Theranos, sem hægt væri að setja upp í apótekum og tækju mun styttri tíma en að senda blóðsýni á rannsóknarstofur. Aðferðin var af mörgum talin byltingarkennd og fékk Holmes til liðs við sig fjárfesta, allt frá fjölmiðlamógúlnum Rupert Murdoch yfir í Waltons fjölskylduna sem á og rekur Walmart verslanirnar í Bandaríkjunum, sem vörðu milljörðum í fyrirtækið. Draumur sem byggður var á sandi Það sem síðar kom í ljós var að niðurstöður úr blóðsýnagreiningum Theranos voru mjög ónákvæmar og leiddu oft til þess að fólk þurfti að fara í venjulegar blóðprufur í framhaldinu sem Theranos rannsakaði leynilega í venjulegum rannsóknarstofum. Fingurstungan dugði ekki til, þveröfugt við það sem Holmes hélt fram. Sönnunargögn sem lögð voru fyrir dóminn sýndu jafnframt að Holmes hafi logið til um að hafa samið við stórfyrirtæki á borð við Pfizer og Bandaríkjaher um notkun á tækni hennar. Höfuðstöðvar Theranos í sílíkondal voru lengi vel sveipaðar leyndarhjúp.Getty/Jason Doiy Þegar fyrirtækið var á hæsta tindi var það metið á níu milljarða dala en það stóð ekki lengi. Árið 2015 kom í ljós, eftir að Wall Street Journal birti röð frétta um blekkingar Holmes, að ekki væri allt sem sýndist. Hún og Ramesh Sunny Balwani, framkvæmdastjóri Theranos og fyrrverandi kærasti hennar, voru árið 2018 ákærð fyrir svik og fyrirtækið leyst upp. Réttarhöldin yfir Holmes stóðu yfir í nokkra mánuði en hún var að lokum sakfelld fyrir fjóra af ellefu ákæruliðum, þrír þeirra sneru að póstsvikum og eitt að fjársvikum. Hún var sýknuð af fjórum ákæruliðum um svik við almenning en kviðdómendum tókst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu um þrjá ákæruliðanna. Holmes gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir hvern ákæruliðanna sem hún var sakfelld fyrir en það er þó talið ólíklegt. Bandaríkin Tækni Elizabeth Holmes og Theranos Fréttaskýringar Tengdar fréttir Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. 4. janúar 2022 07:42 Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. 9. september 2021 10:04 Lofaði tæknibyltingu en svarar til saka fyrir svik og pretti Búast má við fjölmiðlasirkus þegar réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Theranos, hefjast í Kaliforníu í dag. Holmes boðaði byltingu í tækni við blóðprufur en gæti nú átt yfir höfði sér áralangt fangelsi fyrir stórfelld svik og blekkingar. 8. september 2021 00:02 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Holmes stofnaði fyrirtækið Theranos árið 2003 þegar hún var aðeins nítján ára gömul. Hún vakti fljótt mikla athygli, hún klæddi sig eins og Steve Jobs og talaði með einkennandi lágri röddu. Og fjöldi fólks heillaðist að henni. Markmið Holmes var að finna betri og ódýrari leið til að greina hundruð sjúkdóma úr aðeins nokkrum dropum af blóði. Þá átti að vera hægt að greina blóðsýnin með sérstökum tækjum úr smiðju Theranos, sem hægt væri að setja upp í apótekum og tækju mun styttri tíma en að senda blóðsýni á rannsóknarstofur. Aðferðin var af mörgum talin byltingarkennd og fékk Holmes til liðs við sig fjárfesta, allt frá fjölmiðlamógúlnum Rupert Murdoch yfir í Waltons fjölskylduna sem á og rekur Walmart verslanirnar í Bandaríkjunum, sem vörðu milljörðum í fyrirtækið. Draumur sem byggður var á sandi Það sem síðar kom í ljós var að niðurstöður úr blóðsýnagreiningum Theranos voru mjög ónákvæmar og leiddu oft til þess að fólk þurfti að fara í venjulegar blóðprufur í framhaldinu sem Theranos rannsakaði leynilega í venjulegum rannsóknarstofum. Fingurstungan dugði ekki til, þveröfugt við það sem Holmes hélt fram. Sönnunargögn sem lögð voru fyrir dóminn sýndu jafnframt að Holmes hafi logið til um að hafa samið við stórfyrirtæki á borð við Pfizer og Bandaríkjaher um notkun á tækni hennar. Höfuðstöðvar Theranos í sílíkondal voru lengi vel sveipaðar leyndarhjúp.Getty/Jason Doiy Þegar fyrirtækið var á hæsta tindi var það metið á níu milljarða dala en það stóð ekki lengi. Árið 2015 kom í ljós, eftir að Wall Street Journal birti röð frétta um blekkingar Holmes, að ekki væri allt sem sýndist. Hún og Ramesh Sunny Balwani, framkvæmdastjóri Theranos og fyrrverandi kærasti hennar, voru árið 2018 ákærð fyrir svik og fyrirtækið leyst upp. Réttarhöldin yfir Holmes stóðu yfir í nokkra mánuði en hún var að lokum sakfelld fyrir fjóra af ellefu ákæruliðum, þrír þeirra sneru að póstsvikum og eitt að fjársvikum. Hún var sýknuð af fjórum ákæruliðum um svik við almenning en kviðdómendum tókst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu um þrjá ákæruliðanna. Holmes gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi fyrir hvern ákæruliðanna sem hún var sakfelld fyrir en það er þó talið ólíklegt.
Bandaríkin Tækni Elizabeth Holmes og Theranos Fréttaskýringar Tengdar fréttir Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. 4. janúar 2022 07:42 Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. 9. september 2021 10:04 Lofaði tæknibyltingu en svarar til saka fyrir svik og pretti Búast má við fjölmiðlasirkus þegar réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Theranos, hefjast í Kaliforníu í dag. Holmes boðaði byltingu í tækni við blóðprufur en gæti nú átt yfir höfði sér áralangt fangelsi fyrir stórfelld svik og blekkingar. 8. september 2021 00:02 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. 4. janúar 2022 07:42
Saksóknarar lýstu stofnanda Theranos sem gráðugum svikahrappi Réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos sem átti að umbylta blóðrannsóknum, hófust í Kaliforníu í gær. Saksóknarar lýstu Holmes þar sem gráðugum svikahrappi en verjendurnir sögðu hana ástríðufullan lítilmagna. 9. september 2021 10:04
Lofaði tæknibyltingu en svarar til saka fyrir svik og pretti Búast má við fjölmiðlasirkus þegar réttarhöld yfir Elizabeth Holmes, stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Theranos, hefjast í Kaliforníu í dag. Holmes boðaði byltingu í tækni við blóðprufur en gæti nú átt yfir höfði sér áralangt fangelsi fyrir stórfelld svik og blekkingar. 8. september 2021 00:02