Prinsinn snýr aftur til Bel-Air Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2022 23:12 Prinsinn snýr aftur til Bel-Air í nýjum þáttum á Peacock. Skjáskot/Getty Prinsinn Will mun snúa aftur til Bel-Air í nýrri dramaþáttaröð sem verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Peacock. Þættirnir eru byggðir á hinum sívinsælu The Fresh Prince of Bel-Air, sem voru sýndir á tíunda áratug síðustu aldar. Sagan á bak við þættina er nokkuð sérstök, satt best að segja. Hjólin fóru að snúast þegar kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Cooper ákvað að búa til stiklu að dramatískari útgáfu þáttanna The Fresh Prince of Bel-Air. Stiklan fór eins og eldur í sinu um internetið og meira að segja Will Smith, sem lék prinsinn í upprunalegu þáttunum, varð stórhrifinn af stiklunni. Svo hrifinn að hann ákvað að gera verkefnið að veruleika en hann er framleiðandi nýju þáttanna. Þættirnir, sem heita Bel-Air, fylgja sömu sögu og þeir upprunalegu þó án grínsins sem einkenndu þá á sínum tíma. Sagan er mun dramatískari í þetta skiptið. Hún hefst á Will, þegar hann býr enn í Fíladelfíu með mömmu sinni, þar sem hann kemur sér í mikil vandræði þegar hann er gómaður af lögreglunni með skammbyssu í fórum sínum. Horfa má á stikluna fyrir þættina í spilaranum hér að neðan. Og rétt eins og í upprunalegu þáttunum ákveður móðir hans að senda hann til frænku sinnar Vivan og Phil frænda, sem lifa góðu lífi í Bel-Air. Þættirnir hefja göngu sína á Peacock 13. febrúar næstkomandi. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Sagan á bak við þættina er nokkuð sérstök, satt best að segja. Hjólin fóru að snúast þegar kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Cooper ákvað að búa til stiklu að dramatískari útgáfu þáttanna The Fresh Prince of Bel-Air. Stiklan fór eins og eldur í sinu um internetið og meira að segja Will Smith, sem lék prinsinn í upprunalegu þáttunum, varð stórhrifinn af stiklunni. Svo hrifinn að hann ákvað að gera verkefnið að veruleika en hann er framleiðandi nýju þáttanna. Þættirnir, sem heita Bel-Air, fylgja sömu sögu og þeir upprunalegu þó án grínsins sem einkenndu þá á sínum tíma. Sagan er mun dramatískari í þetta skiptið. Hún hefst á Will, þegar hann býr enn í Fíladelfíu með mömmu sinni, þar sem hann kemur sér í mikil vandræði þegar hann er gómaður af lögreglunni með skammbyssu í fórum sínum. Horfa má á stikluna fyrir þættina í spilaranum hér að neðan. Og rétt eins og í upprunalegu þáttunum ákveður móðir hans að senda hann til frænku sinnar Vivan og Phil frænda, sem lifa góðu lífi í Bel-Air. Þættirnir hefja göngu sína á Peacock 13. febrúar næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira