Segja hvítrússnesk stjórnvöld hafa eyðilagt Ólympíudrauminn fyrir þeim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. janúar 2022 17:00 Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlandi, vígalegur í íshokkígalla. getty/Mikhail Svetlov Tvær hvítrússneskar skíðagöngukonur segja að þeim hafi verið meinað að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking eftir að þær gagnrýndu stjórnvöld í heimalandinu. Þær Darya Dolidovich og Svyatlana Andrijuk segja að forseti hvítrússneska skíðagöngusambandsins, Alexander Darakhovich, hafi í desember tjáð þeim að þær mættu hvorki keppa á alþjóðlegum mótum né mæta á æfingar hjá landsliðinu. Þá hafi svokallaður FIS kóði þeirra verið ógildur í síðasta mánuði en hann gerir skíðagöngufólki kleift að keppa á mótum á vegum Alþjóða skíðasambandsins. Dolidovich og Adrijuk segja ástæðuna fyrir þessu að þær hafi gagnrýnt forseta Hvíta-Rússlands, Alexander Lúkasjenka. Hann hefur verið við völd síðan 1994 og hefur stundum verið kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hvítrússneskt íþróttafólk lendir í vandræðum á síðustu mánuðum. Skemmst er að minnast þess þegar spretthlauparinn Kristina Timanovskaya var tekin úr hvít-rússneska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar eftir að hafa gagnrýnt þjálfara sína. Hún sagði að hvítrússnesk stjórnvöld hefðu reynt að neyða sig til að koma til landsins. Timanovskaya neitaði því hins vegar af ótta við öryggi sitt. Hún leitaði verndar í pólska sendiráðinu í Tókýó og fékk seinna hæli í Varsjá. Lúkasjenka var kosinn forseti Hvíta-Rússlands í sjötta sinn sumarið 2020. Niðurstöður kosningarinnar hafa þó verið dregnar í efa en talið er að Svetlana Tíkanovskaja hafi verið réttmætur sigurvegari þeirra. Hún bauð sig fram eftir að eiginmaður hennar, Sergei Tíkanovskí, leiðtogi stjórnarandstöðunnar var handtekinn. Hann var seinna dæmdur í átján ára fangelsi. Fjölmargir aðrir stjórnarandstæðingar dúsa einnig í fangelsi. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Hvíta-Rússland Skíðaíþróttir Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira
Þær Darya Dolidovich og Svyatlana Andrijuk segja að forseti hvítrússneska skíðagöngusambandsins, Alexander Darakhovich, hafi í desember tjáð þeim að þær mættu hvorki keppa á alþjóðlegum mótum né mæta á æfingar hjá landsliðinu. Þá hafi svokallaður FIS kóði þeirra verið ógildur í síðasta mánuði en hann gerir skíðagöngufólki kleift að keppa á mótum á vegum Alþjóða skíðasambandsins. Dolidovich og Adrijuk segja ástæðuna fyrir þessu að þær hafi gagnrýnt forseta Hvíta-Rússlands, Alexander Lúkasjenka. Hann hefur verið við völd síðan 1994 og hefur stundum verið kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hvítrússneskt íþróttafólk lendir í vandræðum á síðustu mánuðum. Skemmst er að minnast þess þegar spretthlauparinn Kristina Timanovskaya var tekin úr hvít-rússneska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar eftir að hafa gagnrýnt þjálfara sína. Hún sagði að hvítrússnesk stjórnvöld hefðu reynt að neyða sig til að koma til landsins. Timanovskaya neitaði því hins vegar af ótta við öryggi sitt. Hún leitaði verndar í pólska sendiráðinu í Tókýó og fékk seinna hæli í Varsjá. Lúkasjenka var kosinn forseti Hvíta-Rússlands í sjötta sinn sumarið 2020. Niðurstöður kosningarinnar hafa þó verið dregnar í efa en talið er að Svetlana Tíkanovskaja hafi verið réttmætur sigurvegari þeirra. Hún bauð sig fram eftir að eiginmaður hennar, Sergei Tíkanovskí, leiðtogi stjórnarandstöðunnar var handtekinn. Hann var seinna dæmdur í átján ára fangelsi. Fjölmargir aðrir stjórnarandstæðingar dúsa einnig í fangelsi.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Hvíta-Rússland Skíðaíþróttir Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira