Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. janúar 2022 20:01 Nína Björg Arnarsdóttir sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. „Við höfum verið að heyra það frá foreldrum og börnum að sýnatökurnar séu kannski gerðar á svolítið ógnvekjandi hátt. Börnin eru stundum hrædd við að þeim verði haldið niðri í sýnatökunni, að sjá önnur börn grátandi, og það ýtir undir kvíða hjá þeim. Við þurfum svolítið að passa upp á viðbrögðin okkar og hvernig við tökumst á við sýnatökur hjá börnum, og foreldrar að undirbúa börnin fyrir sýnatökuna. Það er mjög mikilvægt að þau viti hvað er að gerast,” segir Nína Björg Arnarsdóttir sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Hún segir að margt í faraldrinum hafi reynst börnunum erfitt; sóttkví, einangrun, sýnatökur og allt sem honum fylgir. „Við erum svolítið að taka börn úr þeirra daglega lífi og rútínu, sem getur valdið því að þau upplifa einmanaleika, depurð og kvíða fyrir því í hversu langan tíma þetta verður. Kvíða yfir að smita aðra í kringum sig og fleira, þannig að þetta hefur veruleg áhrif á líðan þeirra,” segir Nína. Þetta sé sömuleiðis álag á foreldra. „Við vitum það sjálf að þegar við erum kannski mikið í einangrun eða sóttkví og við náum ekki að sinna okkar áhugamálum og félagslegu tengslum að þá getum við fundið fyrir einamanaleika og depurð af þessu rútínuleysi.” Nína, ásamt tveimur öðrum barnasálfræðingum, skrifaði nýverið grein um hvernig nálgast eigi börnin í þessum óvenjulegu aðstæðum, til dæmis fyrir bólusetningar. Samtal og undirbúningur séu lykilþættir. „Það er að segja þeim hvernig ferlið verður, skref fyrir skref. Að það muni einhver taka á móti þeim, með grímu og kannski í galla. Svo kemur pinni sem er settur í nefið og útskýra þannig fyrir þeim hvert skref.” Þannig sé til dæmis sniðugt að gera þetta myndrænt. „En svo er það líka bara að taka samtalið: hverju hefurðu áhyggjur af, hvað óttastu, og fara yfir hvort óttinn sé raunhæfur eða ekki – til dæmis ef barnið heldur að pinninn fari alla leið upp í heila eða eitthvað slíkt.” Foreldrarnir þurfi líka að huga að nálguninni. „Við þurfum líka að passa okkar kvíða sem foreldrar. Til dæmis að segja ekki ítrekað „þetta verður allt í lagi”. Börn eru meðvituð um að þetta er kannski ekki eitthvað sem mamma og pabbi segja oft og í venjulegum aðstæðum eins og út í búð og svona. Það þarf að passa að yfirfæra ekki okkar kvíða yfir á börnin eins og til dæmis með að halda fast í höndina á þeim og annað slíkt.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Bólusetningar Geðheilbrigði Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
„Við höfum verið að heyra það frá foreldrum og börnum að sýnatökurnar séu kannski gerðar á svolítið ógnvekjandi hátt. Börnin eru stundum hrædd við að þeim verði haldið niðri í sýnatökunni, að sjá önnur börn grátandi, og það ýtir undir kvíða hjá þeim. Við þurfum svolítið að passa upp á viðbrögðin okkar og hvernig við tökumst á við sýnatökur hjá börnum, og foreldrar að undirbúa börnin fyrir sýnatökuna. Það er mjög mikilvægt að þau viti hvað er að gerast,” segir Nína Björg Arnarsdóttir sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Hún segir að margt í faraldrinum hafi reynst börnunum erfitt; sóttkví, einangrun, sýnatökur og allt sem honum fylgir. „Við erum svolítið að taka börn úr þeirra daglega lífi og rútínu, sem getur valdið því að þau upplifa einmanaleika, depurð og kvíða fyrir því í hversu langan tíma þetta verður. Kvíða yfir að smita aðra í kringum sig og fleira, þannig að þetta hefur veruleg áhrif á líðan þeirra,” segir Nína. Þetta sé sömuleiðis álag á foreldra. „Við vitum það sjálf að þegar við erum kannski mikið í einangrun eða sóttkví og við náum ekki að sinna okkar áhugamálum og félagslegu tengslum að þá getum við fundið fyrir einamanaleika og depurð af þessu rútínuleysi.” Nína, ásamt tveimur öðrum barnasálfræðingum, skrifaði nýverið grein um hvernig nálgast eigi börnin í þessum óvenjulegu aðstæðum, til dæmis fyrir bólusetningar. Samtal og undirbúningur séu lykilþættir. „Það er að segja þeim hvernig ferlið verður, skref fyrir skref. Að það muni einhver taka á móti þeim, með grímu og kannski í galla. Svo kemur pinni sem er settur í nefið og útskýra þannig fyrir þeim hvert skref.” Þannig sé til dæmis sniðugt að gera þetta myndrænt. „En svo er það líka bara að taka samtalið: hverju hefurðu áhyggjur af, hvað óttastu, og fara yfir hvort óttinn sé raunhæfur eða ekki – til dæmis ef barnið heldur að pinninn fari alla leið upp í heila eða eitthvað slíkt.” Foreldrarnir þurfi líka að huga að nálguninni. „Við þurfum líka að passa okkar kvíða sem foreldrar. Til dæmis að segja ekki ítrekað „þetta verður allt í lagi”. Börn eru meðvituð um að þetta er kannski ekki eitthvað sem mamma og pabbi segja oft og í venjulegum aðstæðum eins og út í búð og svona. Það þarf að passa að yfirfæra ekki okkar kvíða yfir á börnin eins og til dæmis með að halda fast í höndina á þeim og annað slíkt.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Bólusetningar Geðheilbrigði Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent