Boris á hálum ís Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2022 22:18 Boris Johnson, forsætisráðherra Breltands, á þingi í dag. AP/Jessica Taylor Staða Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þykir nokkuð óviss og eru þingmenn Íhaldsflokksins byrjaðir að kalla opinberlega eftir því að hann láti af embætti. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að hann sótti garðveislu við Downingstræti tíu í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Fólk var hvatt il að mæta með eigið áfengi og var veislan haldin til að fagna vinnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveiruna. Forsætisráðherrann baðst afsökunar í dag á því að hafa sótt veisluna. Hann sagðist þó hafa talið að um vinnuviðburð væri að ræða ef eftir á að hyggja hefði hann átt að stöðva veisluna. „Ég hefði átt að finna aðra leið til að þakka þeim og ég hefði átt að sjá að þó veislan væri tæknilega séð í takti við samkomutakmarkanir, myndu milljónir manna ekki sjá það þannig,“ sagði Johnson. Sjá einnig: Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Fjölmiðlar í Bretlandi hafa varið deginum í að ræða við fjölskyldumeðlimi fólks sem dó vegna Covid-19 á þeim tíma sem veislan var haldin og áðurnefndar takmarkanir voru í gildi. Nokkur sem Sky News ræddu við voru meðal annars ósátt við það að á sama tíma og fjölskyldumeðlimir þeirra dóu einir og ekki hefði verið mögulegt að halda hefðbundnar jarðarfarir vegna samkomutakmarkana hafi forsætisráðherrann, sem samþykkti þær, verið í samkvæmi. Þá sögðu einhver að útskýring Johnsons um að hann hefði ekki vitað að þetta væri samkvæmi, væri móðgandi. Blaðamenn BBC ræddu einnig við nokkra um málið. Þar á meðal var Amanda McEgan en dóttir hennar dó úr krabbameini en hennar síðasta mánuð á lífi gat hún ekki hitt vini sína og fjölskyldu vegna takmarkana. Hér má sjá ummæli konu sem heitir Hannah Brady við Sky News. On 20 May 2020, Hannah Brady was getting her father's death certificate signed after he passed away from #COVID19 - the same day Boris Johnson confessed to attending a Downing Street garden drinks party.https://t.co/JlaHiC2h4X📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/KWVma9VOva— Sky News (@SkyNews) January 12, 2022 Stjórnarandstaðan er nokkuð samstíga í því að kalla eftir afsögn forsætisráðherrans en samkvæmt frétt BBC hafa nokkrir háttsettir þingmenn Íhaldsflokksins gert það einnig. Þeirra á meðal er skoski þingmaðurinn Douglas Ross. Hann sagðist hafa átt erfitt samtal við Johnson í dag og sagðist ætla að lýsa því formlega yfir við nefnd sem heldur utan um leiðtogasæti Íhaldsflokksins að hann styddi forsætisráðherrann ekki. Ef 54 þingmenn senda samskonar yfirlýsingu til nefndarinnar mun hefjast formlegt ferli sem gæti leitt til þess að Johnson yrði vikið úr leiðtogasætinu. „Hann er forsætisráðherrann, það er hans ríkisstjórn sem setti þessar reglur og hann verður að bera ábyrgð á gjörðum sínum,“ sagði Ross samkvæmt BBC. Ráðherrar hafa hvatt þingmenn til að bíða eftir niðurstöðum rannsóknar um það hvort reglur hafi verið brotnar í samkvæmum við Downingstræti. Niðurstöðurnar eiga að liggja fyrir á næstunni. William Wragg, annar áhrifamikill meðlimur Íhaldsflokksins, sagði við BBC í dag að staða forsætisráðherrans væri óverjanleg. Það ætti ekki að vera verk þeirra embættismanna sem framkvæma áðurnefnda rannsókn að ákveða framtíð forsætisráðherrans eða hver stjórni Bretlandi. Bretland Tengdar fréttir Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54 Forsætisráðuneytið bauð hundrað manns í partí þegar tveir máttu koma saman Um eitt hundrað starfsmönnum forsætisráðuneytis Englands var boðið í garðpartí þann tuttugasta maí 2020, þegar einungis tveir máttu koma saman utandyra í Englandi. 10. janúar 2022 19:28 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Fólk var hvatt il að mæta með eigið áfengi og var veislan haldin til að fagna vinnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveiruna. Forsætisráðherrann baðst afsökunar í dag á því að hafa sótt veisluna. Hann sagðist þó hafa talið að um vinnuviðburð væri að ræða ef eftir á að hyggja hefði hann átt að stöðva veisluna. „Ég hefði átt að finna aðra leið til að þakka þeim og ég hefði átt að sjá að þó veislan væri tæknilega séð í takti við samkomutakmarkanir, myndu milljónir manna ekki sjá það þannig,“ sagði Johnson. Sjá einnig: Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Fjölmiðlar í Bretlandi hafa varið deginum í að ræða við fjölskyldumeðlimi fólks sem dó vegna Covid-19 á þeim tíma sem veislan var haldin og áðurnefndar takmarkanir voru í gildi. Nokkur sem Sky News ræddu við voru meðal annars ósátt við það að á sama tíma og fjölskyldumeðlimir þeirra dóu einir og ekki hefði verið mögulegt að halda hefðbundnar jarðarfarir vegna samkomutakmarkana hafi forsætisráðherrann, sem samþykkti þær, verið í samkvæmi. Þá sögðu einhver að útskýring Johnsons um að hann hefði ekki vitað að þetta væri samkvæmi, væri móðgandi. Blaðamenn BBC ræddu einnig við nokkra um málið. Þar á meðal var Amanda McEgan en dóttir hennar dó úr krabbameini en hennar síðasta mánuð á lífi gat hún ekki hitt vini sína og fjölskyldu vegna takmarkana. Hér má sjá ummæli konu sem heitir Hannah Brady við Sky News. On 20 May 2020, Hannah Brady was getting her father's death certificate signed after he passed away from #COVID19 - the same day Boris Johnson confessed to attending a Downing Street garden drinks party.https://t.co/JlaHiC2h4X📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/KWVma9VOva— Sky News (@SkyNews) January 12, 2022 Stjórnarandstaðan er nokkuð samstíga í því að kalla eftir afsögn forsætisráðherrans en samkvæmt frétt BBC hafa nokkrir háttsettir þingmenn Íhaldsflokksins gert það einnig. Þeirra á meðal er skoski þingmaðurinn Douglas Ross. Hann sagðist hafa átt erfitt samtal við Johnson í dag og sagðist ætla að lýsa því formlega yfir við nefnd sem heldur utan um leiðtogasæti Íhaldsflokksins að hann styddi forsætisráðherrann ekki. Ef 54 þingmenn senda samskonar yfirlýsingu til nefndarinnar mun hefjast formlegt ferli sem gæti leitt til þess að Johnson yrði vikið úr leiðtogasætinu. „Hann er forsætisráðherrann, það er hans ríkisstjórn sem setti þessar reglur og hann verður að bera ábyrgð á gjörðum sínum,“ sagði Ross samkvæmt BBC. Ráðherrar hafa hvatt þingmenn til að bíða eftir niðurstöðum rannsóknar um það hvort reglur hafi verið brotnar í samkvæmum við Downingstræti. Niðurstöðurnar eiga að liggja fyrir á næstunni. William Wragg, annar áhrifamikill meðlimur Íhaldsflokksins, sagði við BBC í dag að staða forsætisráðherrans væri óverjanleg. Það ætti ekki að vera verk þeirra embættismanna sem framkvæma áðurnefnda rannsókn að ákveða framtíð forsætisráðherrans eða hver stjórni Bretlandi.
Bretland Tengdar fréttir Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54 Forsætisráðuneytið bauð hundrað manns í partí þegar tveir máttu koma saman Um eitt hundrað starfsmönnum forsætisráðuneytis Englands var boðið í garðpartí þann tuttugasta maí 2020, þegar einungis tveir máttu koma saman utandyra í Englandi. 10. janúar 2022 19:28 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54
Forsætisráðuneytið bauð hundrað manns í partí þegar tveir máttu koma saman Um eitt hundrað starfsmönnum forsætisráðuneytis Englands var boðið í garðpartí þann tuttugasta maí 2020, þegar einungis tveir máttu koma saman utandyra í Englandi. 10. janúar 2022 19:28