„Mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. janúar 2022 14:35 Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Umboðsmaður barna hefur beint því til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gera úrbætur þegar kemur að sýnatökum barna, meðal annars með tilliti til umhverfis og samskipta. Umboðsmaður barna segir mikilvægt að búa sérstaklega að börnum nú þegar mörg þeirra eru að mæta í sýnatökur. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að embættinu hafi borist margar ábendingar um framkvæmd sýnatökunnar á Suðurnesjum, þá helst að umhverfið væri ekki barnvænt, þröngt væri um börnin, og starfsmenn ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. Salvör segir mikilvægt að vel sé búið um börnin. „Þetta eru náttúrulega fjölmörg börn sem eru að fara í sýnatökur og þetta geta verið mjög erfiðar aðstæður, þau eru oft hrædd bæði við sýnatökuna sjálfa og jafnvel hrædd við útkomuna, að þeirri bíði einangrun eða sóttkví,“ segir Salvör. „Þannig það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum,“ segir hún enn fremur. Andrea Klara Hauksdóttir, deildarstjóri á heilsugæslu HSS, segir að verið sé að skoða málið og kanna alla verkferla. „Við náttúrulega tökum öllum ábendingum fagnandi og munum skoða þetta í framhaldinu. En allir eru að gerast sitt besta í þessu óvenjulegu verkefni,“ segir Andrea og bætir við að undanfarið hafi verið mjög mikið um sýnatökur á Suðurnesjum. Hún segir að þrátt fyrir ábendingarnar hafi sýnatökurnar vel og bendir á að heilbrigðisstarfsfólk er alltaf á svæðinu komi eitthvað upp á. Svipað erindi var sent á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót, meðal annars þar sem langar raðir mynduðust oft. Í morgun fengust þau svör að búið væri að bregðast við erindinu og gera úrbætur. „Núna er staðan sú að það eru svo mörg börn að fara í sýnatöku og jafnvel allt niður í kornabörn. Þannig það er auðvitað mjög brýnt að aðstæður séu aðlaðandi fyrir börn, starfsfólk þjálfað og fólk þurfi ekki að bíða í löngum röðum,“ segir Salvör. Aðspurð um hvort hún telji tilefni til að kanna aðstæður í öðrum landshlutum í ljósi ábendinganna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum segist hún vona að stofnanirnar fari í það sjálfar. „Við vonumst auðvitað til þess að sú umræða sem hefur verið um þetta að undanförnum dögum og vikum geri það að verkum að aðrir skoði sín mál og meti aðstæðurnar út frá þörfum barna og hagsmunum þeirra,“ segir Salvör. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Aldrei fleiri börn mætt í sýnatöku Aldrei hafa fleiri börn mætt í sýnatöku en í dag en í dag mættu í kringum 1.200 þeirra. Þá var einnig góð mæting í bólusetningu barna í Laugardalshöll í dag. 12. janúar 2022 21:06 Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. 12. janúar 2022 20:01 Jafnlöng röð í sýnatöku og áður Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda. 31. desember 2021 12:36 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að embættinu hafi borist margar ábendingar um framkvæmd sýnatökunnar á Suðurnesjum, þá helst að umhverfið væri ekki barnvænt, þröngt væri um börnin, og starfsmenn ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. Salvör segir mikilvægt að vel sé búið um börnin. „Þetta eru náttúrulega fjölmörg börn sem eru að fara í sýnatökur og þetta geta verið mjög erfiðar aðstæður, þau eru oft hrædd bæði við sýnatökuna sjálfa og jafnvel hrædd við útkomuna, að þeirri bíði einangrun eða sóttkví,“ segir Salvör. „Þannig það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum,“ segir hún enn fremur. Andrea Klara Hauksdóttir, deildarstjóri á heilsugæslu HSS, segir að verið sé að skoða málið og kanna alla verkferla. „Við náttúrulega tökum öllum ábendingum fagnandi og munum skoða þetta í framhaldinu. En allir eru að gerast sitt besta í þessu óvenjulegu verkefni,“ segir Andrea og bætir við að undanfarið hafi verið mjög mikið um sýnatökur á Suðurnesjum. Hún segir að þrátt fyrir ábendingarnar hafi sýnatökurnar vel og bendir á að heilbrigðisstarfsfólk er alltaf á svæðinu komi eitthvað upp á. Svipað erindi var sent á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót, meðal annars þar sem langar raðir mynduðust oft. Í morgun fengust þau svör að búið væri að bregðast við erindinu og gera úrbætur. „Núna er staðan sú að það eru svo mörg börn að fara í sýnatöku og jafnvel allt niður í kornabörn. Þannig það er auðvitað mjög brýnt að aðstæður séu aðlaðandi fyrir börn, starfsfólk þjálfað og fólk þurfi ekki að bíða í löngum röðum,“ segir Salvör. Aðspurð um hvort hún telji tilefni til að kanna aðstæður í öðrum landshlutum í ljósi ábendinganna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum segist hún vona að stofnanirnar fari í það sjálfar. „Við vonumst auðvitað til þess að sú umræða sem hefur verið um þetta að undanförnum dögum og vikum geri það að verkum að aðrir skoði sín mál og meti aðstæðurnar út frá þörfum barna og hagsmunum þeirra,“ segir Salvör.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Aldrei fleiri börn mætt í sýnatöku Aldrei hafa fleiri börn mætt í sýnatöku en í dag en í dag mættu í kringum 1.200 þeirra. Þá var einnig góð mæting í bólusetningu barna í Laugardalshöll í dag. 12. janúar 2022 21:06 Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. 12. janúar 2022 20:01 Jafnlöng röð í sýnatöku og áður Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda. 31. desember 2021 12:36 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Aldrei fleiri börn mætt í sýnatöku Aldrei hafa fleiri börn mætt í sýnatöku en í dag en í dag mættu í kringum 1.200 þeirra. Þá var einnig góð mæting í bólusetningu barna í Laugardalshöll í dag. 12. janúar 2022 21:06
Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. 12. janúar 2022 20:01
Jafnlöng röð í sýnatöku og áður Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda. 31. desember 2021 12:36