Dansandi 16 ára snillingur í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. janúar 2022 21:00 Auður Helga Halldórsdóttir, 16 ára stelpa í Þorlákshöfn, sem ætlar sér langt í fótboltanum enda búin að setja sér há markmið í þeim efnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Dugnaður og þrautsegja einkennir Auði Helgu Halldórsdóttur í Þorlákshöfn, sem er ekki nema 16 ára gömul en samt búin að afreka svo margt í lífinu. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í frjálsíþróttum og fimleikum, spilar fótbolta, leikur á þverflautu og dansar ballett og samkvæmisdansa svo eitthvað sé nefnt. Þegar komið er inn í herbergi Auðar, sem býr í foreldrahúsum í Þorlákshöfn er þar allt fullt af verðlaunagripum og bikurum fyrir góðan árangur í íþróttum. Bakvið hurð er síðan snagi að sligast á vegginum undan verðlaunapeningum. Landsliðsbúningurinn í fimleikum er líka inn í herberginu en Auður var í liði Íslands á Evrópumeistaramótinu á nýliðnu ári. Á því móti var hún valin „Shooting star“ á mótinu fyrir dugnað og þrautseigju en þetta er í fyrsta skipti, sem Íslendingi hlotnast sá heiður. „Fólk, sem fær þessa viðurkenningu er fólk, sem hefur einhverja sögu að segja. Já, ég var í landsliðinu í fótbolta og fimleikum og það er búið að ganga mjög vel í frjálsum, svo spila ég á þverflautu,“ segir Auður Helga. Auður segir að fimleikarnir og fótboltinn séu skemmtilegustu greinarnar en nú hefur hún ákveðið að hætta að æfa fimleika og snúa sér alfarið að fótboltanum og þar setur hún markmiðið hátt. Herbergið hjá Auði Helgu er meira og minna fullt af verðlaunagripum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög sárt að þurfa að skilja við fimleikana, allur félagsskapurinn og þjálfararnir, þetta er erfitt,“ segir hún. En hvað stefnir hún hátt í fótboltanum? „Ég ætla bara að reyna að komast á toppinn, landsliðið, atvinnumennska eða fara í háskóla í Bandaríkjunum.“ Auður Helga setur sér markmið fyrir hvert verkefni í lífinu. Hún skrifar það eða þau niður samviskusamlega á blað og skrifar síðan aftur þegar hún hefur náð markmiðinu. „Það er mjög mikilvægt að setja sér markmið til þess að stefna að einhverju, ég hef alltaf gert það í fimleikum og fótbolta. Það er allt hægt ef maður vill það,“ segir Auður Helga brosandi. Auði þykir líka gaman að dansa enda góður dansari. Auður Helga er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem hún er m.a. í knattspyrnuakademíu skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Frjálsar íþróttir Fimleikar Fótbolti Tónlist Dans Ballett Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Þegar komið er inn í herbergi Auðar, sem býr í foreldrahúsum í Þorlákshöfn er þar allt fullt af verðlaunagripum og bikurum fyrir góðan árangur í íþróttum. Bakvið hurð er síðan snagi að sligast á vegginum undan verðlaunapeningum. Landsliðsbúningurinn í fimleikum er líka inn í herberginu en Auður var í liði Íslands á Evrópumeistaramótinu á nýliðnu ári. Á því móti var hún valin „Shooting star“ á mótinu fyrir dugnað og þrautseigju en þetta er í fyrsta skipti, sem Íslendingi hlotnast sá heiður. „Fólk, sem fær þessa viðurkenningu er fólk, sem hefur einhverja sögu að segja. Já, ég var í landsliðinu í fótbolta og fimleikum og það er búið að ganga mjög vel í frjálsum, svo spila ég á þverflautu,“ segir Auður Helga. Auður segir að fimleikarnir og fótboltinn séu skemmtilegustu greinarnar en nú hefur hún ákveðið að hætta að æfa fimleika og snúa sér alfarið að fótboltanum og þar setur hún markmiðið hátt. Herbergið hjá Auði Helgu er meira og minna fullt af verðlaunagripum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög sárt að þurfa að skilja við fimleikana, allur félagsskapurinn og þjálfararnir, þetta er erfitt,“ segir hún. En hvað stefnir hún hátt í fótboltanum? „Ég ætla bara að reyna að komast á toppinn, landsliðið, atvinnumennska eða fara í háskóla í Bandaríkjunum.“ Auður Helga setur sér markmið fyrir hvert verkefni í lífinu. Hún skrifar það eða þau niður samviskusamlega á blað og skrifar síðan aftur þegar hún hefur náð markmiðinu. „Það er mjög mikilvægt að setja sér markmið til þess að stefna að einhverju, ég hef alltaf gert það í fimleikum og fótbolta. Það er allt hægt ef maður vill það,“ segir Auður Helga brosandi. Auði þykir líka gaman að dansa enda góður dansari. Auður Helga er nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem hún er m.a. í knattspyrnuakademíu skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Frjálsar íþróttir Fimleikar Fótbolti Tónlist Dans Ballett Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira