Síauknir refsiskattar á íbúa vegna orkuskipta Ágústa Ágústsdóttir skrifar 16. janúar 2022 18:30 Þann 13. janúar síðastliðinn á hinum árlega skattadegi, talaði fjármálaráðherra um að aðrar leiðir til að skattleggja notkun ökutækja væru í skoðun. Tekjur af eldsneytisgjöldum hefðu lækkað verulega síðustu ár og við því þyrfti að bregðast. Að leita yrði nýrra leiða og að búa yrði til nýtt tekjulíkan, vegna þeirra tekna sem tapast þegar sífellt færri aka á farartækjum sem ganga fyrir bensíni eða olíu. Eitt stærsta verkefni nýs kjörtímabils í skatta- og gjaldamálum sé að koma á laggirnar framtíðartekjuöflunarkerfi vegna umferðar og orkuskipta. Ein leiðin væri t.d. að skattleggja út frá aflestri á kílómetrastöðu. Það eru einkennileg vinnubrögð að setja þá stefnu í framkvæmd að leggja refsiskatta á þær bifreiðar sem nota jarðefnaeldsneyti með því að hækka eldsneytisgjald (og það oftar en einu sinni) og kalla það græna hvata sem eigi að vísa mönnum í rétta átt, þ.e. að fjárfesta í rafmagnsbílum. Umbun þeirra sem ákveða að gera slíkt er sú að að þurfa ekki að borga eðlilega bifreiðaskatta eins og allir aðrir og virðisaukaskattur er felldur niður. Allt í lagi, það má halda því fram að þessi ákveðna umbun geti kallast hvati. En í kjarnanum er það enginn hvati þegar tapinu úr ríkissjóði vegna hans er mætt með því að hækka skattana á þá sem geta ekki eða hafa ekki val um slíkt. Rúsínan í pylsuendanum er svo umrædd yfirlýsing Bjarna Ben, að vegna þess hve tekjur ríkissjóðs hafa minnkað, vegna einmitt fjölda fjárfestinga í rafmagnsbílum að tilstuðlan grænu hvatanna, þá þurfi að mæta því með enn öðrum refsisköttum á bílaeigendur. Og hverjir ætli muni koma verst út úr skattlagningu aflesturs á kílómetrastöðu ? Enn og aftur verður það landsbyggðin sem mun blæða mest. Íbúar á landsbyggðinni og þá sérstaklega í dreifbýli þurfa að aka lengstu vegalengdir allra. Og það er ekki bara vegna atvinnu. Inn í þetta koma miklar vegalengdir vegna heilbrigðisþjónustu, verslunarferða, íþróttaiðkunar barna o.fl. Og þeir sem telja að ekkert mál sé að samræma ferðir, þá er það ekki svo einfalt. Nú þegar gerir fólk það eins og mögulegt er. Margar fjölskyldur komast ekki hjá því að eiga tvær bifreiðar og ekki er hægt að segja að almenningssamgöngur á landsbyggðinni séu til staðar sem raunverulegur hvati til fækkunar í bílaflotanum. Svo skulum við ekki gleyma því sem nýlega gekk í gegn en það var lokun skoðunarstöðva í minni dreifbýlum, sem þýðir að mikill fjöldi íbúa þarf að aka milli 300 - 400 km leið til að koma bílnum á skoðunarstöð. Sem þýðir óumflýjanlega að fólk þarf að taka sér frí frá vinnu. Svo ekki sé nú minnst á ef bifreiðin fær endurskoðun. Við skulum endilega refsa fólki ofan í þetta með sérstökum skatti á ekinn kílómeter. Eingöngu snillingar gætu látið sér detta jafnmikla flónsku í hug og þetta. Landsbyggðin er háð vöruflutningum á milli landshluta þar sem kostnaður hefur hækkað gríðarlega á stuttum tíma. Og hverjir eru það sem bera þann kostnað ? Það eru íbúarnir og minnstu fyrirtækin. Á meðan stærstu fyrirtækin fá um 80% afslátt af flutningsgjöldum er hinum aukna kostnaði velt yfir á herðar almennings og lítilla fyrirtækja. Undir þessu getur enginn staðið til lengdar. Það leyndi sér á engan hátt hvaða sess landsbyggðin hefur í raun, í augum nýstofnaðrar ríkisstjórnar eftir alþingiskostningar í haust. Ráðherraval flokkanna lagði þau spil skýrt á borðið fyrir alþjóð að sjá. Á því leikur enginn vafi lengur að sitjandi ríkisstjórn hefur algjörlega tapað sýninni á mikilvægi þess að halda landinu í byggð utan suðvesturhornsins. Auðvaldsskjöldurinn er þeirra skjaldamerki og leiðarvísir í þeirri vegferð að greiða veginn fyrir stóru risana að gleypa þá litlu. Það er algjörlega siðlaust með öllu að beita íbúa ítrekuðum refsisköttum vegna þeirrar stefnu sem tekin hefur verið er kemur að orkuskiptum í landinu. Það er sérkennileg frelsisbarátta hjá lýðræðisþjóð að tala um land óháð jarðefnaeldsneyti þegar við erum á sama tíma að sigla inn í hendurnar á þjóðum eins og Kína t.d. sem nú þegar hefur náð a.m.k. 80% yfirráðum yfir þeim námum í heiminum sem framleiða þá sjaldgæfu jarðmálma sem við vesturlandabúar þurfum á að halda til að viðhalda þeim “græna” stimpli sem við keppumst við að monta okkur af eins og það sé heil ólympíugrein út af fyrir sig. Við íslendingar eigum heimsmet í svo mörgu. Af hverju ekki í refsisköttum líka ? Höfundur er sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi og skipaði 4. sæti Miðflokksins í norðausturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskostningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Orkuskipti Skattar og tollar Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þann 13. janúar síðastliðinn á hinum árlega skattadegi, talaði fjármálaráðherra um að aðrar leiðir til að skattleggja notkun ökutækja væru í skoðun. Tekjur af eldsneytisgjöldum hefðu lækkað verulega síðustu ár og við því þyrfti að bregðast. Að leita yrði nýrra leiða og að búa yrði til nýtt tekjulíkan, vegna þeirra tekna sem tapast þegar sífellt færri aka á farartækjum sem ganga fyrir bensíni eða olíu. Eitt stærsta verkefni nýs kjörtímabils í skatta- og gjaldamálum sé að koma á laggirnar framtíðartekjuöflunarkerfi vegna umferðar og orkuskipta. Ein leiðin væri t.d. að skattleggja út frá aflestri á kílómetrastöðu. Það eru einkennileg vinnubrögð að setja þá stefnu í framkvæmd að leggja refsiskatta á þær bifreiðar sem nota jarðefnaeldsneyti með því að hækka eldsneytisgjald (og það oftar en einu sinni) og kalla það græna hvata sem eigi að vísa mönnum í rétta átt, þ.e. að fjárfesta í rafmagnsbílum. Umbun þeirra sem ákveða að gera slíkt er sú að að þurfa ekki að borga eðlilega bifreiðaskatta eins og allir aðrir og virðisaukaskattur er felldur niður. Allt í lagi, það má halda því fram að þessi ákveðna umbun geti kallast hvati. En í kjarnanum er það enginn hvati þegar tapinu úr ríkissjóði vegna hans er mætt með því að hækka skattana á þá sem geta ekki eða hafa ekki val um slíkt. Rúsínan í pylsuendanum er svo umrædd yfirlýsing Bjarna Ben, að vegna þess hve tekjur ríkissjóðs hafa minnkað, vegna einmitt fjölda fjárfestinga í rafmagnsbílum að tilstuðlan grænu hvatanna, þá þurfi að mæta því með enn öðrum refsisköttum á bílaeigendur. Og hverjir ætli muni koma verst út úr skattlagningu aflesturs á kílómetrastöðu ? Enn og aftur verður það landsbyggðin sem mun blæða mest. Íbúar á landsbyggðinni og þá sérstaklega í dreifbýli þurfa að aka lengstu vegalengdir allra. Og það er ekki bara vegna atvinnu. Inn í þetta koma miklar vegalengdir vegna heilbrigðisþjónustu, verslunarferða, íþróttaiðkunar barna o.fl. Og þeir sem telja að ekkert mál sé að samræma ferðir, þá er það ekki svo einfalt. Nú þegar gerir fólk það eins og mögulegt er. Margar fjölskyldur komast ekki hjá því að eiga tvær bifreiðar og ekki er hægt að segja að almenningssamgöngur á landsbyggðinni séu til staðar sem raunverulegur hvati til fækkunar í bílaflotanum. Svo skulum við ekki gleyma því sem nýlega gekk í gegn en það var lokun skoðunarstöðva í minni dreifbýlum, sem þýðir að mikill fjöldi íbúa þarf að aka milli 300 - 400 km leið til að koma bílnum á skoðunarstöð. Sem þýðir óumflýjanlega að fólk þarf að taka sér frí frá vinnu. Svo ekki sé nú minnst á ef bifreiðin fær endurskoðun. Við skulum endilega refsa fólki ofan í þetta með sérstökum skatti á ekinn kílómeter. Eingöngu snillingar gætu látið sér detta jafnmikla flónsku í hug og þetta. Landsbyggðin er háð vöruflutningum á milli landshluta þar sem kostnaður hefur hækkað gríðarlega á stuttum tíma. Og hverjir eru það sem bera þann kostnað ? Það eru íbúarnir og minnstu fyrirtækin. Á meðan stærstu fyrirtækin fá um 80% afslátt af flutningsgjöldum er hinum aukna kostnaði velt yfir á herðar almennings og lítilla fyrirtækja. Undir þessu getur enginn staðið til lengdar. Það leyndi sér á engan hátt hvaða sess landsbyggðin hefur í raun, í augum nýstofnaðrar ríkisstjórnar eftir alþingiskostningar í haust. Ráðherraval flokkanna lagði þau spil skýrt á borðið fyrir alþjóð að sjá. Á því leikur enginn vafi lengur að sitjandi ríkisstjórn hefur algjörlega tapað sýninni á mikilvægi þess að halda landinu í byggð utan suðvesturhornsins. Auðvaldsskjöldurinn er þeirra skjaldamerki og leiðarvísir í þeirri vegferð að greiða veginn fyrir stóru risana að gleypa þá litlu. Það er algjörlega siðlaust með öllu að beita íbúa ítrekuðum refsisköttum vegna þeirrar stefnu sem tekin hefur verið er kemur að orkuskiptum í landinu. Það er sérkennileg frelsisbarátta hjá lýðræðisþjóð að tala um land óháð jarðefnaeldsneyti þegar við erum á sama tíma að sigla inn í hendurnar á þjóðum eins og Kína t.d. sem nú þegar hefur náð a.m.k. 80% yfirráðum yfir þeim námum í heiminum sem framleiða þá sjaldgæfu jarðmálma sem við vesturlandabúar þurfum á að halda til að viðhalda þeim “græna” stimpli sem við keppumst við að monta okkur af eins og það sé heil ólympíugrein út af fyrir sig. Við íslendingar eigum heimsmet í svo mörgu. Af hverju ekki í refsisköttum líka ? Höfundur er sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi og skipaði 4. sæti Miðflokksins í norðausturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskostningar.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun