Lög til að gera óbólusettum lífið leitt taka gildi á næstu dögum Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2022 11:13 Frá franska þinginu í gær. 215 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu í gær og 58 gegn því. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Neðri deild franska þingsins samþykkti í gær aðgerðir ríkisstjórnar landsins gegn faraldri Kórónuveirunnar en þar á meðal eru hertar aðgerðir gegn óbólusettu fólki í landinu. Tekinn verður upp bólusetningarpassi og verður óbólusettum meinaður aðgangur að veitingastöðum, leikvöngum, öðrum samkomum og opinberum vettvangi. 215 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu í gær og 58 gegn því. Lögin munu taka gildi á næstu dögum. Nýju aðgerðirnar fela í sér að sextán ára og eldri þurfa bólusetningarvottorð. Þau eru notuð til að komast á alls konar staði og samkomur auk þess sem vottorð þarf fyrir ýmsar almenningssamgöngur og þá sérstaklega fyrir lengri ferðir. Farið er yfir hvað reglurnar fela í sér í samantekt France24. Til að fá vottorð þarf að vera fullbólusettur en í febrúar verður einnig krafist aukaskammts. Reglurnar fela einnig í sér strangar refsingar fyrir það að bera falsað bólusetningarvottorð. Fyrir að vera gómaður með mörg fölsuð vottorð gæti fólk verið dæmt til allt að fimm ára fangelsisvistar og til að greiða 75 þúsund evrur í sekt. Annar valmöguleiki fyrir þá sem verða mögulega gómaðir með falsað bólusetningarvottorð verður að láta bólusetja sig. Þá sleppa þeir við refsingu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur látið hafa eftir sér að hann vilji gera óbólusettum lífið leitt á næstu vikum og mánuðum. Í viðtali við Le Parisien sagðist hann ekki ætla að hætta fyrr en faraldurinn væri yfirstaðinn. Macron sagði að markmiðið yrði að fá óbólusetta til að fara í bólusetningu. Þessum ummælum forsetans var mótmælt víða í Frakklandi. Mótmæli fóru einnig fram gegn lögunum um helgina en samkvæmt Reuters fréttaveitunni voru þau talsvert umfangsminni en mótmælin um helgina þar áður. Nærri því 78 prósent allra Frakka eru fullbólusettir. Þá hefur smituðum farið hratt fjölgandi á undanförnum dögum og hafa rúmlega 300 þúsund manns greinst smitaðir á milli daga að undanförnu. Alvarlegum veikindum hefur þó farið verulega fækkandi, hlutfallslega og eins og gengur og gerist annars staðar í heiminum vegna ómíkron-afbrigðis Kórónuveirunnar. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Sjá meira
215 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu í gær og 58 gegn því. Lögin munu taka gildi á næstu dögum. Nýju aðgerðirnar fela í sér að sextán ára og eldri þurfa bólusetningarvottorð. Þau eru notuð til að komast á alls konar staði og samkomur auk þess sem vottorð þarf fyrir ýmsar almenningssamgöngur og þá sérstaklega fyrir lengri ferðir. Farið er yfir hvað reglurnar fela í sér í samantekt France24. Til að fá vottorð þarf að vera fullbólusettur en í febrúar verður einnig krafist aukaskammts. Reglurnar fela einnig í sér strangar refsingar fyrir það að bera falsað bólusetningarvottorð. Fyrir að vera gómaður með mörg fölsuð vottorð gæti fólk verið dæmt til allt að fimm ára fangelsisvistar og til að greiða 75 þúsund evrur í sekt. Annar valmöguleiki fyrir þá sem verða mögulega gómaðir með falsað bólusetningarvottorð verður að láta bólusetja sig. Þá sleppa þeir við refsingu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur látið hafa eftir sér að hann vilji gera óbólusettum lífið leitt á næstu vikum og mánuðum. Í viðtali við Le Parisien sagðist hann ekki ætla að hætta fyrr en faraldurinn væri yfirstaðinn. Macron sagði að markmiðið yrði að fá óbólusetta til að fara í bólusetningu. Þessum ummælum forsetans var mótmælt víða í Frakklandi. Mótmæli fóru einnig fram gegn lögunum um helgina en samkvæmt Reuters fréttaveitunni voru þau talsvert umfangsminni en mótmælin um helgina þar áður. Nærri því 78 prósent allra Frakka eru fullbólusettir. Þá hefur smituðum farið hratt fjölgandi á undanförnum dögum og hafa rúmlega 300 þúsund manns greinst smitaðir á milli daga að undanförnu. Alvarlegum veikindum hefur þó farið verulega fækkandi, hlutfallslega og eins og gengur og gerist annars staðar í heiminum vegna ómíkron-afbrigðis Kórónuveirunnar.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Sjá meira