Einræðissonurinn fær að bjóða sig fram til forseta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 11:18 Ferdinand Marcos yngri er talinn líklegur til að bera sigur úr bítum í forsetakosningum Filippseyja í vor. EPA-EFE/ROUELLE UMALI Einræðisherrasonurinn Ferdinand Marcos yngri fær að bjóða sig fram til forseta Filippseyja þrátt fyrir að hafa verið dæmdur fyrir skattsvik, á meðan hann var í opinberu embætti. Þetta úrskurðaði yfirkjörstjórn Filippseyja, COMELEC, í morgun eftir að kvörtun hafi borist til kjörstjórnarinnar vegna forsetaframboðs Ferdinands Marcos. Kvartendur óskuðu eftir því að Marcos yrði ekki leyft að bjóða sig fram til forseta og sögðu hann óhæfan til framboðs vegna þriggja áratuga gamals dóms yfir honum fyrir skattsvik. Dómurinn ætti, að þeirra mati, að banna honum framboð til opinberra embætta ævilangt. Dómarar á vegum yfirkjörstjórnar féllust ekki á þetta og sögðu kvörtunina ekki byggða á nægilega tryggum grunni. Marcos var árið 1995 sakfelldur fyrir að hafa ekki greitt tekjuskatt og fyrir að hafa ekki skilað skattskýrslum á meðan hann var í opinberu embætti á árunum 1982 til 1985. Árið 1997 sýknaði áfrýjunardómstóll hann af því að hafa ekki greitt tekjuskatt en staðfesti sakfellingu fyrir að hafa ekki skilað skattskýrslum. Að mati COMELEC þýðir það að Marcos hafi ekki gerst sekur um skattsvik. Marcos er spáð góðu gengi í forsetakosningunum, sem munu fara fram 9. maí. Marcos er sonur fyrrverandi einræðisherrans Ferdinands Marcos og Imeldu Romualdez Marcos. Talið er líklegt að Marcos verði arftaki Rodrigo Duterte, sem hefur verið forseti landsins frá árinu 2016. Dóttir Duterte, Sara Duterte, hefur boðið sig fram til varaforseta Marcos en hú hefur verið borgarstjóri Davao síðan 2016. Filippseyjar Tengdar fréttir Óskaarftaki Duterte hættir við forsetaframboð Christopher „Bong“ Go, öldungadeildarþingmaðurinn sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja vildi að tæki við af sér hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. Nú er því enginn í framboði sem núverandi ríkisstjórn styður. 30. nóvember 2021 09:43 Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45 Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Þetta úrskurðaði yfirkjörstjórn Filippseyja, COMELEC, í morgun eftir að kvörtun hafi borist til kjörstjórnarinnar vegna forsetaframboðs Ferdinands Marcos. Kvartendur óskuðu eftir því að Marcos yrði ekki leyft að bjóða sig fram til forseta og sögðu hann óhæfan til framboðs vegna þriggja áratuga gamals dóms yfir honum fyrir skattsvik. Dómurinn ætti, að þeirra mati, að banna honum framboð til opinberra embætta ævilangt. Dómarar á vegum yfirkjörstjórnar féllust ekki á þetta og sögðu kvörtunina ekki byggða á nægilega tryggum grunni. Marcos var árið 1995 sakfelldur fyrir að hafa ekki greitt tekjuskatt og fyrir að hafa ekki skilað skattskýrslum á meðan hann var í opinberu embætti á árunum 1982 til 1985. Árið 1997 sýknaði áfrýjunardómstóll hann af því að hafa ekki greitt tekjuskatt en staðfesti sakfellingu fyrir að hafa ekki skilað skattskýrslum. Að mati COMELEC þýðir það að Marcos hafi ekki gerst sekur um skattsvik. Marcos er spáð góðu gengi í forsetakosningunum, sem munu fara fram 9. maí. Marcos er sonur fyrrverandi einræðisherrans Ferdinands Marcos og Imeldu Romualdez Marcos. Talið er líklegt að Marcos verði arftaki Rodrigo Duterte, sem hefur verið forseti landsins frá árinu 2016. Dóttir Duterte, Sara Duterte, hefur boðið sig fram til varaforseta Marcos en hú hefur verið borgarstjóri Davao síðan 2016.
Filippseyjar Tengdar fréttir Óskaarftaki Duterte hættir við forsetaframboð Christopher „Bong“ Go, öldungadeildarþingmaðurinn sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja vildi að tæki við af sér hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. Nú er því enginn í framboði sem núverandi ríkisstjórn styður. 30. nóvember 2021 09:43 Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45 Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Óskaarftaki Duterte hættir við forsetaframboð Christopher „Bong“ Go, öldungadeildarþingmaðurinn sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja vildi að tæki við af sér hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. Nú er því enginn í framboði sem núverandi ríkisstjórn styður. 30. nóvember 2021 09:43
Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45
Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12