Beðið eftir fregnum frá Tonga Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2022 16:02 Sprengigosið var gríðarlega öflugt og hafa áhrif þess fundist víða um heim. AP/NICT Enn er óljóst hve miklu tjóni, skemmdum og mannskaða sprengigosið á Tonga um helgina hefur valdið. Flugvélar voru fyrst sendar af stað í morgun. ABC News í Ástralíu hefur eftir Curtis Tuihalangingie, erindreka Tonga þar í landi, að fyrstu fregnir gefi í skyn að skemmdirnar séu ekki gífurlega miklar. Þá segir miðillinn að enn sé ekki vitað til þess að einhverjir hafi dáið en þó hafi ekki náðst samband við margar eyjur. NZ Herald segir skaðann mikinn við vesturströnd Tongatapu, helstu eyju klasans. Það hefur miðilinn eftir embættismönnum á Nýja Sjálandi og Facebook-síðu hótels á svæðinu. Í færslu á þeirri síðu segir til að mynda að vesturströndin sé mjög illa farin þorpið Kanukupolu hafi þurrkast út. Vitað er að ein kona frá Bretlandi dó þegar flóðbylgja skall á Nuku'alofa, höfuðborg Tonga. Þegar Hunga Tonga Hunga Ha'apai eldfjallið sprakk í loft upp á laugardaginn olli það miklum flóðbylgjum og öskufalli. Samband við Tonga-eyjar slitnaði og hefur flæði upplýsingar þaðan verið takmarkað síðan. Rúmlega hundrað þúsund manns búa á eyjaklasanum. Ekki var hægt að fljúga flugvélum til eyjanna í fyrstu vegna öskufallsins en nú er óttast að það hafi gert drykkjarvatn eyjanna ódrykkjarhæft. Áhrif eldgossins fundust víða. Þar á meðal á loftþrýstingsmælum í Bolungarvík. Í um tíu þúsund kílómetra fjarlægð frá Tonga, í Perú, drukknuðu tveir vegna öldugangs sem þótti óeðlilega mikill, samkvæmt frétt BBC. BBC segir fólk frá Tonga, sem búi annars staðar í heiminum, vera mjög stressað og hafi undanfarna daga reynt að ná sambandi við fjölskyldumeðlimi sína. Oftar en ekki án árangurs. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022 Tonga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
ABC News í Ástralíu hefur eftir Curtis Tuihalangingie, erindreka Tonga þar í landi, að fyrstu fregnir gefi í skyn að skemmdirnar séu ekki gífurlega miklar. Þá segir miðillinn að enn sé ekki vitað til þess að einhverjir hafi dáið en þó hafi ekki náðst samband við margar eyjur. NZ Herald segir skaðann mikinn við vesturströnd Tongatapu, helstu eyju klasans. Það hefur miðilinn eftir embættismönnum á Nýja Sjálandi og Facebook-síðu hótels á svæðinu. Í færslu á þeirri síðu segir til að mynda að vesturströndin sé mjög illa farin þorpið Kanukupolu hafi þurrkast út. Vitað er að ein kona frá Bretlandi dó þegar flóðbylgja skall á Nuku'alofa, höfuðborg Tonga. Þegar Hunga Tonga Hunga Ha'apai eldfjallið sprakk í loft upp á laugardaginn olli það miklum flóðbylgjum og öskufalli. Samband við Tonga-eyjar slitnaði og hefur flæði upplýsingar þaðan verið takmarkað síðan. Rúmlega hundrað þúsund manns búa á eyjaklasanum. Ekki var hægt að fljúga flugvélum til eyjanna í fyrstu vegna öskufallsins en nú er óttast að það hafi gert drykkjarvatn eyjanna ódrykkjarhæft. Áhrif eldgossins fundust víða. Þar á meðal á loftþrýstingsmælum í Bolungarvík. Í um tíu þúsund kílómetra fjarlægð frá Tonga, í Perú, drukknuðu tveir vegna öldugangs sem þótti óeðlilega mikill, samkvæmt frétt BBC. BBC segir fólk frá Tonga, sem búi annars staðar í heiminum, vera mjög stressað og hafi undanfarna daga reynt að ná sambandi við fjölskyldumeðlimi sína. Oftar en ekki án árangurs. The violent eruption a few hours ago of the Hunga Tonga-Hunga Ha apai volcano captured by satellites GOES-West and Himawari-8. pic.twitter.com/PzV5v9apF6— Wonder of Science (@wonderofscience) January 15, 2022
Tonga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45
Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23