Hvers vegna óskaði Viðreisn eftir skýrslu ráðherra um sóttvarnaaðgerðir? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 18. janúar 2022 08:01 Í gær lagði þingflokkur Viðreisnar fram ósk um að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu samdægurs eða svo fljótt sem hægt er þegar ríkisstjórnin tilkynnir um sóttvarnaaðgerðir. Hvers vegna gerðum við það? Opin umræða er nauðsynleg Í upphafi árs 2022 virðist því miður enn nokkuð í land í viðureigninni við heimsfaraldurinn og óvissa ríkir enn um hvenær daglegt líf fólksins í landinu kemst aftur í eðlilegt horf. Það er eðlilegt að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu þegar ríkisstjórnin boðar sóttvarnaaðgerðir sem hafa áhrif á samfélagið allt. Með þessu gefst tækifæri á opinni umræðu á þingi um forsendur, fyrirhuguð áhrif og afleiðingar aðgerða hverju sinni. Og með því gefst samhliða tækifæri til umræðu um úrræði stjórnvalda hvað varðar efnahagslega og félagslega þætti. Það er nauðsynlegt og tímabært að ráðherra og ríkisstjórnin ræði og rökstyðji forsendur á þingi, enda rík eftirlitsskylda á þinginu með stjórnvöldum. Forsenda þess að hægt sé að sinna því hlutverki er hins vegar að opin og gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað. Að tveimur árum liðnum verður jafnframt að gera þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún kynni efnahagsaðgerðir samhliða sóttvarnaaðgerðum. Það eru óboðleg vinnubrögð að ríkisstjórnin veiti fyrirtækjum og fólki nokkurra daga frest til að bregðast við nýjum sóttvarnareglum en taki sér sjálfar margar vikur til að smíða úrræði vegna þess tekjutaps sem þessi fyrirtæki verða fyrir. Stærstu verkefni í kjölfar heimsfaraldursins eru enn hin sömu og frá upphafi heimsfaraldurs. Það er grunnskylda ríkisins að verja líf og heilbrigði og í dag virðist verkefnið raunar ekki síst að verja álag á heilbrigðiskerfi. Samhliða eru það hinar gríðarmiklu efnahagslegu afleiðingar, atvinna fólks og gangverk atvinnulífs. Síðast en ekki síst eru það félagslegar þættir og líðan þjóðar á tímum langvarandi aðgerða. Allt eru þetta grundvallarhagsmunir í hverju samfélagi. Ráðherra geri grein fyrir markmiðum og áhrifum Á upphafsstigum faraldursins vantaði mikið upp á að Alþingi fengi í hendur nauðsynlegar upplýsingar um forsendur þeirra sóttvarnaaðgerða sem gripið var til. Staðan vegna heimsfaraldurs var mun krítískari þá en nú, bóluefni voru ekki tryggð og bólusetning ekki hafin. Strax í nóvember 2020 lögðum við þess vegna fram ósk um að heilbrigðisráðherra gæfi Alþingi skýrslu hálfs mánaðarlega um stöðuna og um sóttvarnaraðgerðir. Þáverandi heilbrigðisráðherra varð við þessu. Það sem skilaði því að fram fór reglubundin umræða á þinginu um stöðuna í heimsfaraldri og sóttvarnaráðstafanir. Sú umræða var ekki bara gagnleg heldur nauðsynleg. Hún styrkti þingið í þeim verkefnum sem unnið var að. Hvar er framtíðarstefnan? Viðreisn hefur þannig frá upphafi kallað eftir opinni og gagnrýnni umræðu og kallað eftir plani stjórnvalda varðandi þessi þrjú meginverkefni í heimsfaraldrinum sem tengjast auðvitað innbyrðis. Síðastliðið sumar boðaði ríkisstjórnin svo loks að stefnumótunarvinna væri hafin um framtíðarstefnu um viðbrögð við heimsfaraldrinum og að hún yrði kynnt innan 2-3 vikna. Ekkert hefur þó spurst til þessarar stefnumótunarvinnu síðan. Mikilvægt er að gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað á vettvangi þingsins um aðgerðir stjórnvalda sem víðtæk áhrif hafa á samfélagið í heild sinni. Við aðstæður eins og nú eru uppi á ekki að halda aftur af umræðu eða eftirlitshlutverki þingsins. Þvert á móti hefur sjaldnar verið mikilvægara að gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað. Hana á ekki að óttast. Þingið á að sinna því hlutverki sem því er ætlað að sinna. Það er einfaldlega eðlileg krafa að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra geri Alþingi grein fyrir forsendum þeirra ákvarðana sem stjórnvöld taka og að umræða fari fram í þingsal strax í kjölfar þess að ákvarðanir ríkisstjórnarinnar eru kynntar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Í gær lagði þingflokkur Viðreisnar fram ósk um að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu samdægurs eða svo fljótt sem hægt er þegar ríkisstjórnin tilkynnir um sóttvarnaaðgerðir. Hvers vegna gerðum við það? Opin umræða er nauðsynleg Í upphafi árs 2022 virðist því miður enn nokkuð í land í viðureigninni við heimsfaraldurinn og óvissa ríkir enn um hvenær daglegt líf fólksins í landinu kemst aftur í eðlilegt horf. Það er eðlilegt að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra gefi Alþingi skýrslu þegar ríkisstjórnin boðar sóttvarnaaðgerðir sem hafa áhrif á samfélagið allt. Með þessu gefst tækifæri á opinni umræðu á þingi um forsendur, fyrirhuguð áhrif og afleiðingar aðgerða hverju sinni. Og með því gefst samhliða tækifæri til umræðu um úrræði stjórnvalda hvað varðar efnahagslega og félagslega þætti. Það er nauðsynlegt og tímabært að ráðherra og ríkisstjórnin ræði og rökstyðji forsendur á þingi, enda rík eftirlitsskylda á þinginu með stjórnvöldum. Forsenda þess að hægt sé að sinna því hlutverki er hins vegar að opin og gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað. Að tveimur árum liðnum verður jafnframt að gera þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún kynni efnahagsaðgerðir samhliða sóttvarnaaðgerðum. Það eru óboðleg vinnubrögð að ríkisstjórnin veiti fyrirtækjum og fólki nokkurra daga frest til að bregðast við nýjum sóttvarnareglum en taki sér sjálfar margar vikur til að smíða úrræði vegna þess tekjutaps sem þessi fyrirtæki verða fyrir. Stærstu verkefni í kjölfar heimsfaraldursins eru enn hin sömu og frá upphafi heimsfaraldurs. Það er grunnskylda ríkisins að verja líf og heilbrigði og í dag virðist verkefnið raunar ekki síst að verja álag á heilbrigðiskerfi. Samhliða eru það hinar gríðarmiklu efnahagslegu afleiðingar, atvinna fólks og gangverk atvinnulífs. Síðast en ekki síst eru það félagslegar þættir og líðan þjóðar á tímum langvarandi aðgerða. Allt eru þetta grundvallarhagsmunir í hverju samfélagi. Ráðherra geri grein fyrir markmiðum og áhrifum Á upphafsstigum faraldursins vantaði mikið upp á að Alþingi fengi í hendur nauðsynlegar upplýsingar um forsendur þeirra sóttvarnaaðgerða sem gripið var til. Staðan vegna heimsfaraldurs var mun krítískari þá en nú, bóluefni voru ekki tryggð og bólusetning ekki hafin. Strax í nóvember 2020 lögðum við þess vegna fram ósk um að heilbrigðisráðherra gæfi Alþingi skýrslu hálfs mánaðarlega um stöðuna og um sóttvarnaraðgerðir. Þáverandi heilbrigðisráðherra varð við þessu. Það sem skilaði því að fram fór reglubundin umræða á þinginu um stöðuna í heimsfaraldri og sóttvarnaráðstafanir. Sú umræða var ekki bara gagnleg heldur nauðsynleg. Hún styrkti þingið í þeim verkefnum sem unnið var að. Hvar er framtíðarstefnan? Viðreisn hefur þannig frá upphafi kallað eftir opinni og gagnrýnni umræðu og kallað eftir plani stjórnvalda varðandi þessi þrjú meginverkefni í heimsfaraldrinum sem tengjast auðvitað innbyrðis. Síðastliðið sumar boðaði ríkisstjórnin svo loks að stefnumótunarvinna væri hafin um framtíðarstefnu um viðbrögð við heimsfaraldrinum og að hún yrði kynnt innan 2-3 vikna. Ekkert hefur þó spurst til þessarar stefnumótunarvinnu síðan. Mikilvægt er að gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað á vettvangi þingsins um aðgerðir stjórnvalda sem víðtæk áhrif hafa á samfélagið í heild sinni. Við aðstæður eins og nú eru uppi á ekki að halda aftur af umræðu eða eftirlitshlutverki þingsins. Þvert á móti hefur sjaldnar verið mikilvægara að gagnrýnin umræða fái að eiga sér stað. Hana á ekki að óttast. Þingið á að sinna því hlutverki sem því er ætlað að sinna. Það er einfaldlega eðlileg krafa að heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra geri Alþingi grein fyrir forsendum þeirra ákvarðana sem stjórnvöld taka og að umræða fari fram í þingsal strax í kjölfar þess að ákvarðanir ríkisstjórnarinnar eru kynntar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun