Neita sér um að fara til tannlæknis Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. janúar 2022 21:00 Rétt tæpur þriðjungur launafólks sem tók þátt í könnuninni segist hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu því það hefði ekki efni á henni. vísir/vilhelm Andlegri líðan launafólks hefur hrakað hratt síðasta árið og um þriðjungur þess er nú talinn búa við slæma andlega heilsu. Fjöldi þeirra hefur þurft að neita sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna fjárhagsstöðu sinnar. Þetta eru niðurstöður viðamikillar könnunar sem gerð var meðal félagsmanna Alþýðusambandsins (ASÍ) og BSRB. Þær voru kynntar á fundi félaganna í dag. Sambærileg könnun var gerð fyrir ári síðan en þá reyndust um tveir af hverjum tíu félagsmönnum vera með slæma andlega heilsu. Í ár voru þeir mun fleiri, næstum þriðjungur allra félagsmanna, ef marka má könnunina. Hlutfall svarenda sem greindust með slæma andlega líðan.vísir „Við mældum þetta í fyrsta sinn fyrir ári síðan, andlega líðan, og þá kom okkur á óvart, niðurstöðurnar að hún var slæm. Hún hefur versnað núna,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Aukið álag út af Covid verður þess valdandi að það er verri andleg líðan að mínu mati.“ Drífa segir að könnunin endurspegli raunveruleika launafólks. Hún verði höfð til hliðsjónar við komandi kjarasamningsgerð. vísir/arnar Og sú ályktun er ekki úr lausu lofti gripin hjá Drífu því að helmingur þeirra níu þúsund sem tóku þátt í könnuninni finnur fyrir meira álagi í starfi vegna heimsfaraldursins. Könnunin var opin fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB en þeir eru um 150 þúsund talsins. Fara ekki til tannlæknis Könnunin sýnir einnig að það er að stórum hluta til sami hópur sem kemur verst út úr þeim þáttum sem kannaðir voru. Það eru helst innflytjendur og einstæðar mæður. „Við sjáum skýr tengsl á milli fjárhagserfiðleika og hvernig þér líður andlega og hvort að þú hafir þá efni á að sækja þér heilbrigðisþjónustu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Sonja Ýr vill að viss heilbrigðisþjónusta sé meira niðurgreidd fyrir þá sem geta ekki notið hennar í dag.vísir/arnar Í könnuninni kom nefnilega fram að um helmingur launafólks hefði neitað sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna þess að það hefur ekki efni á henni. Þar nefna langflestir tannlæknaþjónustu en þrír af hverjum tíu hafa neitað sér um hana. Því næst koma sálfræðiþjónusta, sem um fjórðungur hefur neitað sér um og sjúkraþjálfun, sem um 15% hafa neitað sér um. Rúm 30 prósent sem svöruðu könnuninni hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu.vísir Könnunin mun hafa áhrif á komandi kjarasamningsviðræður En hvað er hægt að gera í þessu? Krefjast verkalýðsfélögin þess að þessi þjónusta verði meira greidd niður af ríkinu? „Ég held að það þurfi aðgerðir inni á vinnustöðum og í samfélaginu öllu til að tryggja aðgengi að þessari þjónustu fyrir þá sem þurfa á að halda sem að sömuleiðis væri meira niðurgreidd en hún er í dag,“ segir Sonja Ýr. Niðurstöður könnunarinnar munu þá hafa áhrif á kjarasamningsgerð næsta vetur. „Það er okkar hlutverk í kjarasamningum að birta raunveruleika launafólks,“ segir Drífa. „Og niðurstaðan þarna segir mér að stór hluti af næstu kjarasamningum verður tekinn í samhengi við heilbrigði og húsnæðismál.“ Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þriðjungur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman Tæplega þriðjungur vinnandi fólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og á erfitt með að ná endum saman. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, en hún sýnir að staðan hafi versnað mikið síðasta árið. 19. janúar 2022 13:58 Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Þetta eru niðurstöður viðamikillar könnunar sem gerð var meðal félagsmanna Alþýðusambandsins (ASÍ) og BSRB. Þær voru kynntar á fundi félaganna í dag. Sambærileg könnun var gerð fyrir ári síðan en þá reyndust um tveir af hverjum tíu félagsmönnum vera með slæma andlega heilsu. Í ár voru þeir mun fleiri, næstum þriðjungur allra félagsmanna, ef marka má könnunina. Hlutfall svarenda sem greindust með slæma andlega líðan.vísir „Við mældum þetta í fyrsta sinn fyrir ári síðan, andlega líðan, og þá kom okkur á óvart, niðurstöðurnar að hún var slæm. Hún hefur versnað núna,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Aukið álag út af Covid verður þess valdandi að það er verri andleg líðan að mínu mati.“ Drífa segir að könnunin endurspegli raunveruleika launafólks. Hún verði höfð til hliðsjónar við komandi kjarasamningsgerð. vísir/arnar Og sú ályktun er ekki úr lausu lofti gripin hjá Drífu því að helmingur þeirra níu þúsund sem tóku þátt í könnuninni finnur fyrir meira álagi í starfi vegna heimsfaraldursins. Könnunin var opin fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB en þeir eru um 150 þúsund talsins. Fara ekki til tannlæknis Könnunin sýnir einnig að það er að stórum hluta til sami hópur sem kemur verst út úr þeim þáttum sem kannaðir voru. Það eru helst innflytjendur og einstæðar mæður. „Við sjáum skýr tengsl á milli fjárhagserfiðleika og hvernig þér líður andlega og hvort að þú hafir þá efni á að sækja þér heilbrigðisþjónustu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Sonja Ýr vill að viss heilbrigðisþjónusta sé meira niðurgreidd fyrir þá sem geta ekki notið hennar í dag.vísir/arnar Í könnuninni kom nefnilega fram að um helmingur launafólks hefði neitað sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna þess að það hefur ekki efni á henni. Þar nefna langflestir tannlæknaþjónustu en þrír af hverjum tíu hafa neitað sér um hana. Því næst koma sálfræðiþjónusta, sem um fjórðungur hefur neitað sér um og sjúkraþjálfun, sem um 15% hafa neitað sér um. Rúm 30 prósent sem svöruðu könnuninni hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu.vísir Könnunin mun hafa áhrif á komandi kjarasamningsviðræður En hvað er hægt að gera í þessu? Krefjast verkalýðsfélögin þess að þessi þjónusta verði meira greidd niður af ríkinu? „Ég held að það þurfi aðgerðir inni á vinnustöðum og í samfélaginu öllu til að tryggja aðgengi að þessari þjónustu fyrir þá sem þurfa á að halda sem að sömuleiðis væri meira niðurgreidd en hún er í dag,“ segir Sonja Ýr. Niðurstöður könnunarinnar munu þá hafa áhrif á kjarasamningsgerð næsta vetur. „Það er okkar hlutverk í kjarasamningum að birta raunveruleika launafólks,“ segir Drífa. „Og niðurstaðan þarna segir mér að stór hluti af næstu kjarasamningum verður tekinn í samhengi við heilbrigði og húsnæðismál.“
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þriðjungur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman Tæplega þriðjungur vinnandi fólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og á erfitt með að ná endum saman. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, en hún sýnir að staðan hafi versnað mikið síðasta árið. 19. janúar 2022 13:58 Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Þriðjungur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman Tæplega þriðjungur vinnandi fólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og á erfitt með að ná endum saman. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, en hún sýnir að staðan hafi versnað mikið síðasta árið. 19. janúar 2022 13:58