Sakar ríkisstjórn og lífeyrissjóði um andvaraleysi gagnvart þjóðaröryggi Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2022 19:20 Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins sagði í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að bæði ríkisstjórn og lífeyrissjóðir hefðu sýnt andvaraleysi þegar andlitslausum frönskum fjárfestum hafi verið seldir þjóðaröryggislega mikilvægir innviðir í fyrirtækinu Mílu í haust. Vísir/Vilhelm Þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi ríkisstjórnina og lífeyrissjóði harðlega á Alþingi í dag fyrir andvaraleysi í tengslum við sölu Símans á Mílu til erlends fjárfestingafyrirtækis sem enginn vissi hverjir ættu. Þeir sem staðið hafi á bakvið söluna væru ekki þekktir fyrir að bera hag almennings fyrir brjósti. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins setti á Alþingi í dag mikla fyrirvara við sölu Símans á Mílu til andlistslausra franskra fjárfesta á dögunum. Hún undraðist að stjórnvöldi hefðu ekki komið að málinu þar sem söluferlið hefði örugglega tekið lengri tíma en í veðri væri látið vaka. „Síðan má ekki gleyma þeim sem seldu sinn hlut. Það eru ekki aðilar sem eru þekktir fyrir að bera almannahagsmuni fyrir brjósti. Stoðir sem áttu 16 prósenta hlut í Mílu standa á bakvið þessa sölu. Stoðir eru FL Group og sú grúppa er Íslendingum vel kunn frá hruni þar sem félagið átti stóran þátt í skaðanum sem þjóðin varð fyrir,” sagði Ásthildur Lóa. Salan hafi ekki verið borin undir hluthafafund hjá Símanum en stýrt að Stoðum sem áttu 16 prósenta hlut í félaginu. Lífeyrissjóðir sem átt hefðu meirihluta hefðu ekki aðhafst. Þjóðaröryggislega mikilvægir innviðirnir hefðu verið seldir án þess að meirihluti eigenda og stjórnvöld hefðu hreyft sig. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir málið hafa verið skoðað í þjóðaröryggisráði þegar salan hafi verið ákveðin. Hér skorti hins vegar löggjöf um inngrip stjórnvalda varðandi sölu þjóðhagslega mikilvægra innviða til erlendra aðila. Hún boðar frumvarp á yfirstandandi þingi.Vísir/Vilhelm „Telja ráðherrar og ríkisstjórn eðlilegt að jafn lítill hópur og raun ber vitni geti ráðskast með þessum hætti með grunnstoðir þjóðarinnar. Sett ríkisstjórnin einhvern þrýsting á lífeyrissjóðina sem eiga 62 prósent í Mílu að standa gegn sölunni í nafni þjóðarhags,“ sagði Ásthildur Lóa. Þingmenn töldu margir að rekja mætti þessa stöðu til mistaka sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi gert þegar innviðunum hafi ekki verið haldið í eigu ríkisins við einkavæðingu Símans árið 2002. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málið hafa verið rætt í þjóðaröryggisráði í haust þegar legið hafi fyrir að salan væri að fara að eiga sér stað. Íslendingar hefðu ekki löggjöf í þessum efnum og boðaði Katrín frumvarp um fjárfestingu útlendinga í mikilvægum innviðum. „Þetta frumvarp sem von er á frá mér á þessu þingi mun gefa stjórnvöldum möguleika til skoðunarmats á því hvort áform um fjárfestingu á tilteknu sviðum geti ógnað tilteknum grundvallarhagsmunum ríkisins og almennings,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Mílu Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Óttast að sala Mílu fái litla umfjöllun vegna starfa kjörbréfanefndar Þingmaður Samfylkingarinnar í þjóðaröryggisráði hefur áhyggjur af því að þingið fái ekki nægan tíma til að fjalla um söluna á Mílu vegna starfa undirbúningskjörbréfanefndar. Frestur til að stöðva söluna rennur út eftir mánuð 15. nóvember 2021 11:52 Hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og krefst skýringa Þingmaður Vinstri grænna hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og fer fram á að stjórnendur þeirra verði spurðir út málið. Hún segist sammála þingmanni Sjálfstæðisflokksins um nauðsyn þess að ný fjarskiptalög verði samþykkt. 24. október 2021 11:36 Sala Mílu og þjóðaröryggi Starfsemi Mílu er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land. Öllum má ljóst vera að starfsemi Mílu skiptir miklu fyrir þjóðaröryggi og því má salan sem fyrirhuguð er, alls ekki fara fram án þess að sett séu skýr skilyrði um öryggismál í sölusamning sem halda. 23. október 2021 18:01 Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins setti á Alþingi í dag mikla fyrirvara við sölu Símans á Mílu til andlistslausra franskra fjárfesta á dögunum. Hún undraðist að stjórnvöldi hefðu ekki komið að málinu þar sem söluferlið hefði örugglega tekið lengri tíma en í veðri væri látið vaka. „Síðan má ekki gleyma þeim sem seldu sinn hlut. Það eru ekki aðilar sem eru þekktir fyrir að bera almannahagsmuni fyrir brjósti. Stoðir sem áttu 16 prósenta hlut í Mílu standa á bakvið þessa sölu. Stoðir eru FL Group og sú grúppa er Íslendingum vel kunn frá hruni þar sem félagið átti stóran þátt í skaðanum sem þjóðin varð fyrir,” sagði Ásthildur Lóa. Salan hafi ekki verið borin undir hluthafafund hjá Símanum en stýrt að Stoðum sem áttu 16 prósenta hlut í félaginu. Lífeyrissjóðir sem átt hefðu meirihluta hefðu ekki aðhafst. Þjóðaröryggislega mikilvægir innviðirnir hefðu verið seldir án þess að meirihluti eigenda og stjórnvöld hefðu hreyft sig. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir málið hafa verið skoðað í þjóðaröryggisráði þegar salan hafi verið ákveðin. Hér skorti hins vegar löggjöf um inngrip stjórnvalda varðandi sölu þjóðhagslega mikilvægra innviða til erlendra aðila. Hún boðar frumvarp á yfirstandandi þingi.Vísir/Vilhelm „Telja ráðherrar og ríkisstjórn eðlilegt að jafn lítill hópur og raun ber vitni geti ráðskast með þessum hætti með grunnstoðir þjóðarinnar. Sett ríkisstjórnin einhvern þrýsting á lífeyrissjóðina sem eiga 62 prósent í Mílu að standa gegn sölunni í nafni þjóðarhags,“ sagði Ásthildur Lóa. Þingmenn töldu margir að rekja mætti þessa stöðu til mistaka sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi gert þegar innviðunum hafi ekki verið haldið í eigu ríkisins við einkavæðingu Símans árið 2002. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málið hafa verið rætt í þjóðaröryggisráði í haust þegar legið hafi fyrir að salan væri að fara að eiga sér stað. Íslendingar hefðu ekki löggjöf í þessum efnum og boðaði Katrín frumvarp um fjárfestingu útlendinga í mikilvægum innviðum. „Þetta frumvarp sem von er á frá mér á þessu þingi mun gefa stjórnvöldum möguleika til skoðunarmats á því hvort áform um fjárfestingu á tilteknu sviðum geti ógnað tilteknum grundvallarhagsmunum ríkisins og almennings,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Mílu Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Óttast að sala Mílu fái litla umfjöllun vegna starfa kjörbréfanefndar Þingmaður Samfylkingarinnar í þjóðaröryggisráði hefur áhyggjur af því að þingið fái ekki nægan tíma til að fjalla um söluna á Mílu vegna starfa undirbúningskjörbréfanefndar. Frestur til að stöðva söluna rennur út eftir mánuð 15. nóvember 2021 11:52 Hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og krefst skýringa Þingmaður Vinstri grænna hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og fer fram á að stjórnendur þeirra verði spurðir út málið. Hún segist sammála þingmanni Sjálfstæðisflokksins um nauðsyn þess að ný fjarskiptalög verði samþykkt. 24. október 2021 11:36 Sala Mílu og þjóðaröryggi Starfsemi Mílu er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land. Öllum má ljóst vera að starfsemi Mílu skiptir miklu fyrir þjóðaröryggi og því má salan sem fyrirhuguð er, alls ekki fara fram án þess að sett séu skýr skilyrði um öryggismál í sölusamning sem halda. 23. október 2021 18:01 Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Óttast að sala Mílu fái litla umfjöllun vegna starfa kjörbréfanefndar Þingmaður Samfylkingarinnar í þjóðaröryggisráði hefur áhyggjur af því að þingið fái ekki nægan tíma til að fjalla um söluna á Mílu vegna starfa undirbúningskjörbréfanefndar. Frestur til að stöðva söluna rennur út eftir mánuð 15. nóvember 2021 11:52
Hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og krefst skýringa Þingmaður Vinstri grænna hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og fer fram á að stjórnendur þeirra verði spurðir út málið. Hún segist sammála þingmanni Sjálfstæðisflokksins um nauðsyn þess að ný fjarskiptalög verði samþykkt. 24. október 2021 11:36
Sala Mílu og þjóðaröryggi Starfsemi Mílu er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land. Öllum má ljóst vera að starfsemi Mílu skiptir miklu fyrir þjóðaröryggi og því má salan sem fyrirhuguð er, alls ekki fara fram án þess að sett séu skýr skilyrði um öryggismál í sölusamning sem halda. 23. október 2021 18:01
Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39