Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2022 16:45 Frá þinginu í síðustu viku þegar Boris Johnson baðst afsökunar á samkvæminu. AP/Jessica Taylor Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. William Wragg, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar breska þingsins, sagði í dag að það væru ekki bara þingmenn sem hafa lýst því yfir að þeir vilji Johnson úr embætti heldur einnig þingmenn Íhaldsflokksins sem taldir eru vilja Boris á brott. Meðal annars hafi þeim verið hótað því að dregið yrði úr fjárútlátum til kjördæma þeirra. Það kallaði hann kúgun og lagði til að þeir þingmenn sem hafi orðið fyrir þeim leituðu til lögreglunnar. Sjá einnig: Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Í frétt Sky News segir að Christian Wakeford, sem fór í vikunni yfir til Verkamannaflokksins, sagði að sér hefði verið hótað vegna ákvörðunar sinnar og meðal annars sagt að skólar í kjördæmi hans fengu ekki ákveðna fjárhagsaðstoð vegna skólamáltíða. Þá hafa fregnir borist af því að einn þingmaður sem vill forsætisráðherrann úr embætti hafi lent í rifrildi við háttsetta aðila í Íhaldsflokknum sem hafi hótað því að breyta kjördæmi hans til að losna við hann af þingi. Johnson er í miklum vandræðum vegna samkvæmis sem haldið var á Downingstræti í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur meðal annars verið sakaður um að ljúga að þinginu vegna samkvæmisins þegar hann sagðist ekki hafa vitað neitt um það annað en að það ætti að vera vinnuviðburður. Þá hafa fregnir borist af því að þingmenn Íhaldsflokksins séu að vinna að hallarbyltingu. Ef minnst 54 þingmenn flokksins senda formlega yfirlýsingu um vantraust til þar til gerðrar nefndar innan Íhaldsflokksins, hefst sjálfkrafa ný barátta um að leiða flokkinn. Sjálfur heitir Boris því að hann sé ekki á förum. Hann muni berjast gegn tilraunum til að velta honum úr sessi. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt. 14. janúar 2022 06:57 Boris á hálum ís Staða Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þykir nokkuð óviss og eru þingmenn Íhaldsflokksins byrjaðir að kalla opinberlega eftir því að hann láti af embætti. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að hann sótti garðveislu við Downingstræti tíu í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. 12. janúar 2022 22:18 Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. 12. janúar 2022 13:15 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
William Wragg, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar breska þingsins, sagði í dag að það væru ekki bara þingmenn sem hafa lýst því yfir að þeir vilji Johnson úr embætti heldur einnig þingmenn Íhaldsflokksins sem taldir eru vilja Boris á brott. Meðal annars hafi þeim verið hótað því að dregið yrði úr fjárútlátum til kjördæma þeirra. Það kallaði hann kúgun og lagði til að þeir þingmenn sem hafi orðið fyrir þeim leituðu til lögreglunnar. Sjá einnig: Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Í frétt Sky News segir að Christian Wakeford, sem fór í vikunni yfir til Verkamannaflokksins, sagði að sér hefði verið hótað vegna ákvörðunar sinnar og meðal annars sagt að skólar í kjördæmi hans fengu ekki ákveðna fjárhagsaðstoð vegna skólamáltíða. Þá hafa fregnir borist af því að einn þingmaður sem vill forsætisráðherrann úr embætti hafi lent í rifrildi við háttsetta aðila í Íhaldsflokknum sem hafi hótað því að breyta kjördæmi hans til að losna við hann af þingi. Johnson er í miklum vandræðum vegna samkvæmis sem haldið var á Downingstræti í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur meðal annars verið sakaður um að ljúga að þinginu vegna samkvæmisins þegar hann sagðist ekki hafa vitað neitt um það annað en að það ætti að vera vinnuviðburður. Þá hafa fregnir borist af því að þingmenn Íhaldsflokksins séu að vinna að hallarbyltingu. Ef minnst 54 þingmenn flokksins senda formlega yfirlýsingu um vantraust til þar til gerðrar nefndar innan Íhaldsflokksins, hefst sjálfkrafa ný barátta um að leiða flokkinn. Sjálfur heitir Boris því að hann sé ekki á förum. Hann muni berjast gegn tilraunum til að velta honum úr sessi.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt. 14. janúar 2022 06:57 Boris á hálum ís Staða Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þykir nokkuð óviss og eru þingmenn Íhaldsflokksins byrjaðir að kalla opinberlega eftir því að hann láti af embætti. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að hann sótti garðveislu við Downingstræti tíu í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. 12. janúar 2022 22:18 Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. 12. janúar 2022 13:15 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt. 14. janúar 2022 06:57
Boris á hálum ís Staða Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þykir nokkuð óviss og eru þingmenn Íhaldsflokksins byrjaðir að kalla opinberlega eftir því að hann láti af embætti. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að hann sótti garðveislu við Downingstræti tíu í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. 12. janúar 2022 22:18
Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. 12. janúar 2022 13:15