Um frelsi og samstöðu Natan Kolbeinsson skrifar 21. janúar 2022 10:30 Heilbrigðisráðherra labbar í áttina að bílnum sínum að loknum ríkisstjórnarfundi. Fjölmiðlar bíða fyrir utan eftir því að tilkynnt verði hvað sóttvarnalæknir hefur ákveðið að fólk má og má ekki gera næstu tvær til þrjár vikurnar. Þetta er það sem við höfum vanist síðustu ár að ákvarðanir um hvaða fólk má vinna og hverjir ekki, hversu margir fá að hittast eða hvort allir sem að þú vilt að mæti í jarðaför foreldri þíns geti það. Svo förum við að sjá til sólar aftur, þá er blásið til gleðifundar þar sem ráðherrar tilkynna að ríkisstjórnin ætlar að leyfa þér að mæta til vinnu og kveðja foreldri þitt eins og þú vildir gera það. Atferli og orðræða ríkisstjórnarinnar hefur nefnilega verið þannig bróðurpart þessa faraldurs að sóttvarnalæknir ákveður að skerða frelsið en ráðherrar ákveða að skila því aftur til okkar. Skerðingar eru tilkynntar eins og smávægilegar breytingar sem fólk þarf ekkert að pæla í en hver millimeter af frelsi sem við fáum aftur er fagnaðarefni sem er þeim einum að þakka. En það er í sjálfu sér ekki furðulegt að við höfum fallið í þessa gryfju. Þar sem ríkisstjórnin hefur aldrei þurft að standa með þessum aðgerðum eða bera ábyrgð á þeim. Ráðherrarnir hafa aldrei þurft að sækja heimild fyrir þeim til Alþingis heldur bara tekist á um þær sín á milli og muldra svo lágum rómi í fjölmiðlum ef þeir eru ekki sammála aðgerðunum. Þó aldrei það hátt að það beri á óeiningu um þetta heldur alltaf á þann hátt að rétta fólkið heyri þetta en það verði nú aldrei stór mál úr þessu. Ákvarðanir sem teknar eru án lýðræðislegrar aðkomu eru ekki ákvarðanir sem hægt er að gera kröfu um að allir standi með. Það er því sérstaklega mikilvægt að þegar við erum á þeim stað í faraldrinum að þreyta almennings og vantraust á aðgerðum er að verða háværari að ríkisstjórnin fari að verja þessar ákvarðnir á Alþingi og fái fyrir þeim lýðræðislegt umboð. Öllu valdi fylgir ábyrgð og þá sérstaklega þegar um er að ræða vald yfir því hverjir fá að mæta í vinnuna þessa vikuna eða hverja þú mátt hitta. Ákvarðanir um þetta eiga skilið meiri alvöruþunga en að heilbrigðisráðherra ræði þær stuttlega við fjölmiðla á leiðinni út í bíl að loknum fundi. Ákvarðanir um skerðingu frelsis eiga líka skilið meiri alvarleika en svo að ráðherrar geti bent á einhvern annan en tekið sér svo allan heiðurinn þegar þessar skerðingunum er aflétt. Það er því ein grunn forsenda þess að mögulega sé aftur hægt að byggja aftur samstöðu um þessar sóttvarnaraðgerðir að þær fái ekki bara lýðræðislegt umboð Alþingis heldur líka stuðning ríkisstjórnar sem þarf að standa með ákvörðun sinni á kröftugri hátt en að skrifa bara undir og benda svo á embættismenn til að fría sig af allri ábyrgð. Höfundur er ritari stjórnar Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Natan Kolbeinsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra labbar í áttina að bílnum sínum að loknum ríkisstjórnarfundi. Fjölmiðlar bíða fyrir utan eftir því að tilkynnt verði hvað sóttvarnalæknir hefur ákveðið að fólk má og má ekki gera næstu tvær til þrjár vikurnar. Þetta er það sem við höfum vanist síðustu ár að ákvarðanir um hvaða fólk má vinna og hverjir ekki, hversu margir fá að hittast eða hvort allir sem að þú vilt að mæti í jarðaför foreldri þíns geti það. Svo förum við að sjá til sólar aftur, þá er blásið til gleðifundar þar sem ráðherrar tilkynna að ríkisstjórnin ætlar að leyfa þér að mæta til vinnu og kveðja foreldri þitt eins og þú vildir gera það. Atferli og orðræða ríkisstjórnarinnar hefur nefnilega verið þannig bróðurpart þessa faraldurs að sóttvarnalæknir ákveður að skerða frelsið en ráðherrar ákveða að skila því aftur til okkar. Skerðingar eru tilkynntar eins og smávægilegar breytingar sem fólk þarf ekkert að pæla í en hver millimeter af frelsi sem við fáum aftur er fagnaðarefni sem er þeim einum að þakka. En það er í sjálfu sér ekki furðulegt að við höfum fallið í þessa gryfju. Þar sem ríkisstjórnin hefur aldrei þurft að standa með þessum aðgerðum eða bera ábyrgð á þeim. Ráðherrarnir hafa aldrei þurft að sækja heimild fyrir þeim til Alþingis heldur bara tekist á um þær sín á milli og muldra svo lágum rómi í fjölmiðlum ef þeir eru ekki sammála aðgerðunum. Þó aldrei það hátt að það beri á óeiningu um þetta heldur alltaf á þann hátt að rétta fólkið heyri þetta en það verði nú aldrei stór mál úr þessu. Ákvarðanir sem teknar eru án lýðræðislegrar aðkomu eru ekki ákvarðanir sem hægt er að gera kröfu um að allir standi með. Það er því sérstaklega mikilvægt að þegar við erum á þeim stað í faraldrinum að þreyta almennings og vantraust á aðgerðum er að verða háværari að ríkisstjórnin fari að verja þessar ákvarðnir á Alþingi og fái fyrir þeim lýðræðislegt umboð. Öllu valdi fylgir ábyrgð og þá sérstaklega þegar um er að ræða vald yfir því hverjir fá að mæta í vinnuna þessa vikuna eða hverja þú mátt hitta. Ákvarðanir um þetta eiga skilið meiri alvöruþunga en að heilbrigðisráðherra ræði þær stuttlega við fjölmiðla á leiðinni út í bíl að loknum fundi. Ákvarðanir um skerðingu frelsis eiga líka skilið meiri alvarleika en svo að ráðherrar geti bent á einhvern annan en tekið sér svo allan heiðurinn þegar þessar skerðingunum er aflétt. Það er því ein grunn forsenda þess að mögulega sé aftur hægt að byggja aftur samstöðu um þessar sóttvarnaraðgerðir að þær fái ekki bara lýðræðislegt umboð Alþingis heldur líka stuðning ríkisstjórnar sem þarf að standa með ákvörðun sinni á kröftugri hátt en að skrifa bara undir og benda svo á embættismenn til að fría sig af allri ábyrgð. Höfundur er ritari stjórnar Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun