Sveitarfélögin og íbúalýðræði Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 21. janúar 2022 14:01 Virkt íbúalýðræði á að vera ein af grunnstoðum í starfsemi hvers sveitarfélags. Stjórnsýsla sveitarfélaga og ákvarðanir bæjarstjórna eiga að byggja á því. Bæjarstjórn ber því að tryggja lýðræðislega aðkomu íbúa að allri stefnumótun og ákvarðanatöku og á ávallt að vera vakandi fyrir nýjum leiðum til íbúasamráðs og þátttöku íbúa. Mikilvægi notenda- og ráðgjafaráða Notenda- og ráðgjafaráð, eins og öldungaráð, ungmennaráð, fjölmenningarráð og ráðgjafaráð fatlaðs fólks skipa sífellt stærri sess í stjórnsýslu sveitarfélaga. Í Hafnarfirði hafa þessi ráð verið virk og látið gott af sér leiða en nauðsynlegt er að halda áfram að bæta umgjörð þeirra þannig að þeim verði gert kleift að sinna sínu mikilvæga hlutverki enn betur. Skipulagsmál og íbúasamráð Mikilvægi íbúasamráðs í skipulagsmálum verður ekki ofmetið. Virkt samráð við íbúa er forsenda farsællar þróunar byggðar og skipulags sveitarfélaga. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins á undanförnum átta árum í skipulagsmálum Í Hafnarfirði höfum við alltof oft séð þeim klúðrað vegna klaufalegra vinnubragða, hringlanda og skorts á samráði. Þessu verður að breyta. Aukin áhrif íbúa á nærumhverfið Íbúarnir eru sérfræðingar í sínu nærumhverfi. Þess vegna eiga þeir að hafa sem mest um þróun þess að segja. Það stuðlar að betri ákvarðanatöku og ef rétt er á málum haldið getur samráðsferlið skapað betri sátt um ákvarðanirnar. Skoða verður leiðir til þess fjölga möguleikum og tækifærum íbúa til að hafa sem mest áhrif á nærumhverfi sitt. Stóru ákvarðanirnar og íbúakosningar Í stórum ákvörðunum bæjarstjórnar sem varða hagsmuni allra bæjarbúa ber ávallt að meta hvort leita eigi til kjósenda með íbúakosningu. Kjörnum fulltrúum er tamt að verja völd sín en þeir verða að muna að þeir sækja umboð sitt til kjósenda og þeir eiga óhikað að leita til þeirra í stórum málum. Íbúakosningin um stækkun álversins í Straumsvík er dæmi um velheppnað íbúalýðræði og Samfylkingin átti frumkvæði að því. Á yfirstandandi kjörtímabili hafnaði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að leita til kjósenda um söluna á HS Veitum. Þar var á ferðinni mál þar sem aðkoma kjósenda var nauðsynleg, en meirihlutinn treysti sér ekki í þá vegferð – því miður. Aukum þátttöku íbúa Ávinningurinn af samráðsmenningu innan sveitarfélags er margvíslegur. Slík menning ýtir undir ánægju íbúa og virkari þátttöku þeirra í starfsemi, stefnumótun og ákvarðanatöku sveitarfélagsins. Það er því til mikils að vinna og með markvissum aðgerðum eigum við hiklaust að stefna að því að leita meira til íbúa og auka þátttöku þeirra í stjórnun og stefnumótun sveitarfélagsins. Höfundur er varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og býður sig fram til að leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í næstu bæjarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Samfylkingin Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Virkt íbúalýðræði á að vera ein af grunnstoðum í starfsemi hvers sveitarfélags. Stjórnsýsla sveitarfélaga og ákvarðanir bæjarstjórna eiga að byggja á því. Bæjarstjórn ber því að tryggja lýðræðislega aðkomu íbúa að allri stefnumótun og ákvarðanatöku og á ávallt að vera vakandi fyrir nýjum leiðum til íbúasamráðs og þátttöku íbúa. Mikilvægi notenda- og ráðgjafaráða Notenda- og ráðgjafaráð, eins og öldungaráð, ungmennaráð, fjölmenningarráð og ráðgjafaráð fatlaðs fólks skipa sífellt stærri sess í stjórnsýslu sveitarfélaga. Í Hafnarfirði hafa þessi ráð verið virk og látið gott af sér leiða en nauðsynlegt er að halda áfram að bæta umgjörð þeirra þannig að þeim verði gert kleift að sinna sínu mikilvæga hlutverki enn betur. Skipulagsmál og íbúasamráð Mikilvægi íbúasamráðs í skipulagsmálum verður ekki ofmetið. Virkt samráð við íbúa er forsenda farsællar þróunar byggðar og skipulags sveitarfélaga. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins á undanförnum átta árum í skipulagsmálum Í Hafnarfirði höfum við alltof oft séð þeim klúðrað vegna klaufalegra vinnubragða, hringlanda og skorts á samráði. Þessu verður að breyta. Aukin áhrif íbúa á nærumhverfið Íbúarnir eru sérfræðingar í sínu nærumhverfi. Þess vegna eiga þeir að hafa sem mest um þróun þess að segja. Það stuðlar að betri ákvarðanatöku og ef rétt er á málum haldið getur samráðsferlið skapað betri sátt um ákvarðanirnar. Skoða verður leiðir til þess fjölga möguleikum og tækifærum íbúa til að hafa sem mest áhrif á nærumhverfi sitt. Stóru ákvarðanirnar og íbúakosningar Í stórum ákvörðunum bæjarstjórnar sem varða hagsmuni allra bæjarbúa ber ávallt að meta hvort leita eigi til kjósenda með íbúakosningu. Kjörnum fulltrúum er tamt að verja völd sín en þeir verða að muna að þeir sækja umboð sitt til kjósenda og þeir eiga óhikað að leita til þeirra í stórum málum. Íbúakosningin um stækkun álversins í Straumsvík er dæmi um velheppnað íbúalýðræði og Samfylkingin átti frumkvæði að því. Á yfirstandandi kjörtímabili hafnaði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að leita til kjósenda um söluna á HS Veitum. Þar var á ferðinni mál þar sem aðkoma kjósenda var nauðsynleg, en meirihlutinn treysti sér ekki í þá vegferð – því miður. Aukum þátttöku íbúa Ávinningurinn af samráðsmenningu innan sveitarfélags er margvíslegur. Slík menning ýtir undir ánægju íbúa og virkari þátttöku þeirra í starfsemi, stefnumótun og ákvarðanatöku sveitarfélagsins. Það er því til mikils að vinna og með markvissum aðgerðum eigum við hiklaust að stefna að því að leita meira til íbúa og auka þátttöku þeirra í stjórnun og stefnumótun sveitarfélagsins. Höfundur er varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og býður sig fram til að leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í næstu bæjarstjórnarkosningum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun