Ætlar sér fyrsta sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Fjarðabyggð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2022 15:25 Fjarðalistinn og Framsókn og óháðir mynduðu meirihluta í Fjarðabyggð í síðustu kosningum. Ragnar er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu. Aðsend Ragnar Sigurðsson, varaþingmaður og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð, gefur kost á sér í 1.sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð í prófkjöri flokksins þann 26. febrúar næstkomandi. Ragnar er 40 ára lögfræðingur með meistaragráðu í forystu og stjórnun. Hann er uppalinn Hafnfirðingur, flutti síðan til Akureyrar árið 2006 og fór í Háskólann á Akureyri og svo loks austur á Reyðarfjörð árið 2010. Þar er hann búsettur ásamt konunni sinni, Þórunni Hyrnu Víkingsdóttur og þremur börnum þeirra; Bergþór Flóka, Steingrím Þorra og Sigríði Iðu. Ragnar er framkvæmdastjóri hjá RAUST ehf, en áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar. Þá var hann til þriggja ára skeið ritstjóri Austurgluggans. Ragnar hefur verið virkur í starfi flokksins um langa tíð. Fyrst í stjórn og sem formaður Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, á árunum 1998 – 2002. Hann var formaður Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri 2007 – 2009 og formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi frá 2011- 2015.Hann hefur setið í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2018, og í stjórn atvinnuveganefndar flokksins frá 2019. Hann hefur verið virkur í bæjarmálum Fjarðabyggðar á undanförnum árum og verið aðalmaður í bæjarstjórn frá 2019 og einnig setið í bæjarráði frá 2020. Ragnar leggur áherslu á ábyrgð í rekstri sveitarfélagsins þannig að því sé gert kleift að byggja upp til framtíðar án frekari skuldsetningar. Hann er talsmaður bættra samgangna þar sem höfuðáhersla hans er á uppbyggingu Suðurfjarðarvegar sem forgangsframkvæmd í samgöngumálum fjórðungsins. Ragnar segir mikilvægt að halda áfram að stuðla að frekari uppbyggingu atvinnulífsins sem er forsenda áframhaldandi fjölgunar íbúa og bættrar þjónustu. Mikilvægt er að lækka álögur á lítil og meðalstór fyrirtæki og gera þeim kleift að vaxa enn frekar samhliða kröftugri uppbyggingu atvinnulífs í Fjarðabyggð. Þá skipti miklu að auka samvinnu innan samfélagsins í Fjarðabyggð á vettvangi atvinnulífsins, menningarmála, æskulýðsstarfs og íþróttamála. „Þá eru málefni eldri borgara Ragnari hugleikin en þörf er á fjölbreyttari úrræðum fyrir eldra fólk í Fjarðabyggð, bæði búsetukosti og úrræða á borð við dagþjónustu eldri borgara,“ segir Ragnar. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Ragnar er 40 ára lögfræðingur með meistaragráðu í forystu og stjórnun. Hann er uppalinn Hafnfirðingur, flutti síðan til Akureyrar árið 2006 og fór í Háskólann á Akureyri og svo loks austur á Reyðarfjörð árið 2010. Þar er hann búsettur ásamt konunni sinni, Þórunni Hyrnu Víkingsdóttur og þremur börnum þeirra; Bergþór Flóka, Steingrím Þorra og Sigríði Iðu. Ragnar er framkvæmdastjóri hjá RAUST ehf, en áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar. Þá var hann til þriggja ára skeið ritstjóri Austurgluggans. Ragnar hefur verið virkur í starfi flokksins um langa tíð. Fyrst í stjórn og sem formaður Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, á árunum 1998 – 2002. Hann var formaður Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri 2007 – 2009 og formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi frá 2011- 2015.Hann hefur setið í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2018, og í stjórn atvinnuveganefndar flokksins frá 2019. Hann hefur verið virkur í bæjarmálum Fjarðabyggðar á undanförnum árum og verið aðalmaður í bæjarstjórn frá 2019 og einnig setið í bæjarráði frá 2020. Ragnar leggur áherslu á ábyrgð í rekstri sveitarfélagsins þannig að því sé gert kleift að byggja upp til framtíðar án frekari skuldsetningar. Hann er talsmaður bættra samgangna þar sem höfuðáhersla hans er á uppbyggingu Suðurfjarðarvegar sem forgangsframkvæmd í samgöngumálum fjórðungsins. Ragnar segir mikilvægt að halda áfram að stuðla að frekari uppbyggingu atvinnulífsins sem er forsenda áframhaldandi fjölgunar íbúa og bættrar þjónustu. Mikilvægt er að lækka álögur á lítil og meðalstór fyrirtæki og gera þeim kleift að vaxa enn frekar samhliða kröftugri uppbyggingu atvinnulífs í Fjarðabyggð. Þá skipti miklu að auka samvinnu innan samfélagsins í Fjarðabyggð á vettvangi atvinnulífsins, menningarmála, æskulýðsstarfs og íþróttamála. „Þá eru málefni eldri borgara Ragnari hugleikin en þörf er á fjölbreyttari úrræðum fyrir eldra fólk í Fjarðabyggð, bæði búsetukosti og úrræða á borð við dagþjónustu eldri borgara,“ segir Ragnar.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira