Getum við dreift störfum um landið eins og saltkornum úr bauk? Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 22. janúar 2022 08:00 Stutta svarið við þessari spurningu er já og þangað stefnum við ótrauð. Í nýjum stjórnarsáttmála kemur fram að sett verði markmið um hlutfall opinberra starfa utan höfuðborgarsvæðisins, en stefnan er að störf hjá ríkinu verði ekki staðbundin nema eðli starfsins krefjist þess sérstaklega. Ég veit að margir fagna, enda mikil lífsgæði fólgin í því að búa í því byggðarlagi þar sem fólki líður best. Það er stefna stjórnvalda að fólk eigi raunverulegt val um hvar þar býr og hvar þar starfar. Stjórnarsáttmálinn styður við byggðaþróun og valfrelsi í búsetu. Lögð er áhersla á að styðja við frjótt umhverfi um allt land. Það er hagur samfélagsins alls að í hverju byggðarlagi búi fólk með ólíka þekkingu og færni. Þar geta grónar atvinnugreinar dafnað við hlið nýrra starfa, samfélög vaxið og ný tækifæri orðið til. Blanda má staðbundnum verkefnum og fjarvinnu Staðbundin störf eru hvers konar umönnun, eftirlits-, þjónustu- og afgreiðsluverkefni sem krefjast samskipta í sama rými. Mörg þessara starfa er þó ekki bundin tilteknum stað heldur tilteknu landsvæði og þau geta flust á milli staða eftir búsetu starfsmanns. Við skilgreiningu staðbundinna starfa getur verið gagnlegt að skipta störfunum í nokkra flokka: Blanda staðbundins hlutastarfs og fjarvinnu. Starf bundið tilteknu landsvæði en hægt að vinna hvar sem er á viðkomandi svæði. Verkefni sem mögulegt er að flytja til stofnana, útibúa eða lögaðila víða um land. Starf sem hægt er að vinna hvaðan sem er óháð staðsetningu. Fyrsta spurningin varðandi öll opinber verkefni ætti alltaf að vera hvort til staðar sé verkefni í dreifðri byggð sem betra væri að leysa með blöndu af staðbundnum verkefnum og fjarvinnu. Er starfsmaðurinn sem er hæfastur í verkið kannski þegar í starfi hjá opinberum aðila? Slík nálgun gæti sparað opinberum aðilum fé, í vinnuaðstöðu og ferðalög. Fyrst þarf að skilgreina störfin Sérhæfð störf og opinber verkefni geta svo sannarlega dreifst um landið með fjarvinnu óháð búsetu. Það er þó engan veginn sama hvernig við skilgreinum staðbundin störf. Þar þarf algerlega að snúa hugsuninni við frá því sem almennt hefur tíðkast. Það þarf að byrja á því að skilgreina störf sem eru staðbundin í dreifbýlustu samfélögunum en ekki öfugt. Störf þar sem hægt er að nota fjarvinnu til að efla og styrkja þjónustu sem eðlilegt er að dreifist um landið. Fyrst er mikilvægt að greina opinber verkefni sem krefjast viðveru starfsmanna á tilteknum stað á landinu án þess að þörf sé á fullu starfi. Þarna býður tæknin upp á ótal tækifæri til þess að skapa eftirsóknarverð störf þar sem staðbundin þjónusta væri tryggð og viðkomandi starfsmaður nýtir vinnuaðstöðu við að leysa fleiri verkefni. Það eru til mörg dæmi um lausnir af þessu tagi. Til dæmis hefur starfsmaður Sýslumannsins á Norðurlandi eystra á Þórshöfn lokið rafrænni skönnun fjölskyldumála á landsvísu samhliða því að þjónusta íbúa Langnesbyggðar. Hjúkrunarfræðingurinn á Borgarfirði eystra sinnir símaþjónustu og fleiri verkefnum hjá HSA frá Borgarfirði eystra og smærri framhaldsskólar hafa lengi nýtt fjarkennslu til að miðla sérhæfðri þekkingu milli skóla. Starfstöðvaklasar eða samvinnuhús Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur einnig fram að styðja eigi uppbyggingu starfsstöðvaklasa. Ýmsar áskoranir fylgja flutningi starfa. Ein þeirra er aðgengi að aðlaðandi vinnuumhverfi og vinnuaðstöðu. Til að mæta þeirri áskorun hefur starfstöðvaklösum eða samvinnuhúsum verið komið upp víða, og annars staðar er slík aðstaða í undirbúningi. Þar eru starfstöðvar, útibú eða aðstaða fyrir stök störf hjá opinberum eða einkaaðilum. Byggðastofnun hefur tekið saman upplýsingar um slíka aðstöðu og sett fram á sérstöku korti. Á kortinu eru nú um 100 mögulegar starfsstöðvar og uppbygging samvinnuhúsa á að verða hluti af byggðaáætlun. Horfum til framtíðar Leiðarstefið birtist í stjórnarsáttmálanum, og ég hlakka til að fylgja því eftir í mínum störfum á Alþingi á kjörtímabilinu. Ef rétt er á málum haldið geta sett markmið valdið straumhvörfum í rekstri opinberra verkefna og byggðaþróun. Það þarf stefnu og aðgerðir, þekkingu og tækni, en stærsta verkefnið er að breyta hugsun og menningu þeirra sem ákveða hvar störf eru unnin. Það þarf fólk til að færa störf. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Líneik Anna Sævarsdóttir Byggðamál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Stutta svarið við þessari spurningu er já og þangað stefnum við ótrauð. Í nýjum stjórnarsáttmála kemur fram að sett verði markmið um hlutfall opinberra starfa utan höfuðborgarsvæðisins, en stefnan er að störf hjá ríkinu verði ekki staðbundin nema eðli starfsins krefjist þess sérstaklega. Ég veit að margir fagna, enda mikil lífsgæði fólgin í því að búa í því byggðarlagi þar sem fólki líður best. Það er stefna stjórnvalda að fólk eigi raunverulegt val um hvar þar býr og hvar þar starfar. Stjórnarsáttmálinn styður við byggðaþróun og valfrelsi í búsetu. Lögð er áhersla á að styðja við frjótt umhverfi um allt land. Það er hagur samfélagsins alls að í hverju byggðarlagi búi fólk með ólíka þekkingu og færni. Þar geta grónar atvinnugreinar dafnað við hlið nýrra starfa, samfélög vaxið og ný tækifæri orðið til. Blanda má staðbundnum verkefnum og fjarvinnu Staðbundin störf eru hvers konar umönnun, eftirlits-, þjónustu- og afgreiðsluverkefni sem krefjast samskipta í sama rými. Mörg þessara starfa er þó ekki bundin tilteknum stað heldur tilteknu landsvæði og þau geta flust á milli staða eftir búsetu starfsmanns. Við skilgreiningu staðbundinna starfa getur verið gagnlegt að skipta störfunum í nokkra flokka: Blanda staðbundins hlutastarfs og fjarvinnu. Starf bundið tilteknu landsvæði en hægt að vinna hvar sem er á viðkomandi svæði. Verkefni sem mögulegt er að flytja til stofnana, útibúa eða lögaðila víða um land. Starf sem hægt er að vinna hvaðan sem er óháð staðsetningu. Fyrsta spurningin varðandi öll opinber verkefni ætti alltaf að vera hvort til staðar sé verkefni í dreifðri byggð sem betra væri að leysa með blöndu af staðbundnum verkefnum og fjarvinnu. Er starfsmaðurinn sem er hæfastur í verkið kannski þegar í starfi hjá opinberum aðila? Slík nálgun gæti sparað opinberum aðilum fé, í vinnuaðstöðu og ferðalög. Fyrst þarf að skilgreina störfin Sérhæfð störf og opinber verkefni geta svo sannarlega dreifst um landið með fjarvinnu óháð búsetu. Það er þó engan veginn sama hvernig við skilgreinum staðbundin störf. Þar þarf algerlega að snúa hugsuninni við frá því sem almennt hefur tíðkast. Það þarf að byrja á því að skilgreina störf sem eru staðbundin í dreifbýlustu samfélögunum en ekki öfugt. Störf þar sem hægt er að nota fjarvinnu til að efla og styrkja þjónustu sem eðlilegt er að dreifist um landið. Fyrst er mikilvægt að greina opinber verkefni sem krefjast viðveru starfsmanna á tilteknum stað á landinu án þess að þörf sé á fullu starfi. Þarna býður tæknin upp á ótal tækifæri til þess að skapa eftirsóknarverð störf þar sem staðbundin þjónusta væri tryggð og viðkomandi starfsmaður nýtir vinnuaðstöðu við að leysa fleiri verkefni. Það eru til mörg dæmi um lausnir af þessu tagi. Til dæmis hefur starfsmaður Sýslumannsins á Norðurlandi eystra á Þórshöfn lokið rafrænni skönnun fjölskyldumála á landsvísu samhliða því að þjónusta íbúa Langnesbyggðar. Hjúkrunarfræðingurinn á Borgarfirði eystra sinnir símaþjónustu og fleiri verkefnum hjá HSA frá Borgarfirði eystra og smærri framhaldsskólar hafa lengi nýtt fjarkennslu til að miðla sérhæfðri þekkingu milli skóla. Starfstöðvaklasar eða samvinnuhús Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur einnig fram að styðja eigi uppbyggingu starfsstöðvaklasa. Ýmsar áskoranir fylgja flutningi starfa. Ein þeirra er aðgengi að aðlaðandi vinnuumhverfi og vinnuaðstöðu. Til að mæta þeirri áskorun hefur starfstöðvaklösum eða samvinnuhúsum verið komið upp víða, og annars staðar er slík aðstaða í undirbúningi. Þar eru starfstöðvar, útibú eða aðstaða fyrir stök störf hjá opinberum eða einkaaðilum. Byggðastofnun hefur tekið saman upplýsingar um slíka aðstöðu og sett fram á sérstöku korti. Á kortinu eru nú um 100 mögulegar starfsstöðvar og uppbygging samvinnuhúsa á að verða hluti af byggðaáætlun. Horfum til framtíðar Leiðarstefið birtist í stjórnarsáttmálanum, og ég hlakka til að fylgja því eftir í mínum störfum á Alþingi á kjörtímabilinu. Ef rétt er á málum haldið geta sett markmið valdið straumhvörfum í rekstri opinberra verkefna og byggðaþróun. Það þarf stefnu og aðgerðir, þekkingu og tækni, en stærsta verkefnið er að breyta hugsun og menningu þeirra sem ákveða hvar störf eru unnin. Það þarf fólk til að færa störf. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar