Giannis dró vagninn í naumum sigri | Curry tryggði sigurinn með flautukörfu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. janúar 2022 09:35 Stephen Curry reyndist hetja Golden State Warriors í nótt. Lachlan Cunningham/Getty Images NBA-deildin í körfubolta hélt áfram í nótt með ellefu leikjum. Giannis Antetokounmpo dró sína menn í Milwaukee Bucks yfir endalínuna í naumum fjögurra stiga sigri gegn Chicago Bulls, 94-90, og Steph Curry reyndist hetja Golden State Warriors er liðið lagði Houston Rockets 105-103. Leikurinn var jafn allt frá fyrstu mínútu og lítið sem ekkert gat skilið liðin að. Liðin skiptust alls 16 sinnum á að hafa forystuna og 15 sinnum var jafnt í leiknum. Milwaukee leiddi með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, en munurinn var aðeins eitt stig þegar flautað var til hálfleiks. Sömu sögu er að segja af síðari hálfleik, en þegar komið var að lokaleikhlutanum leiddu Chicago-menn með einu stigi. Það voru þó liðsmenn Milwaukee sem reyndust sterkari á lokakaflanum. Tæpara gat það þó varla verið, en eins og áður sagði vann liðið með fjórum stigum, 94-90. Giannis Antetokounmpo var atkvæðamestur í liði Milwaukee með 30 stig, 12 fráköst og þrjár stoðsendingar. DeMar DeRozan var stigahæstur í liði Chicago með 35 stig. The @Bucks got the win at home, as Giannis and DeMar DeRozan battled it out for all 4 quarters!DeMar DeRozan: 35 PTS, 6 REBGiannis Antetokounmpo: 30 PTS, 12 REB, 2 BLK pic.twitter.com/JEp7SA4mu8— NBA (@NBA) January 22, 2022 Ekki var dramatíkin minni í leik Golden State Warriors og Houston Rockets. Gestirnir frá Houston byrjuðu leikinn betur og fóru með ellefu stiga forskot inn í hálfleikinn. Stríðsmennirnir mættu tilbúnir til leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu metin áður en komið var að lokaleikhlutanum þar sem jafnt var á öllum tölum fram á síðustu stundu. Golden State jafnaði metin í 103-103 þegar tæplega ein og hálf mínúta var til leiksloka, en bæði lið klikkuðu á hverju skotinu á fætur öðru eftir það. Það er alveg þangað til að rétt rúm ein sekúnda var eftir á klukkunni. Þá keyrði Steph Curry á Kevin Porter, tók eitt skref til baka og setti niður tvö stig til að tryggja sigurinn í þann mund sem lokaflautið gall. 🚨 STEPHEN CURRY CALLS GAME 🚨His #TissotBuzzerBeater lifts the @warriors! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/SCzYCYnKsj— NBA (@NBA) January 22, 2022 Öll úrslit næturinnar Oklahoma City Thunder 98-121 Charlotte Hornets Los Angeles Lakers 116-105 Orlando Magic Los Angeles Clippers 102-101 Philadelphia 76ers Miami Heat 108-110 Atlanta Hawks Portland Trailblazers 109-105 Boston Celtics Toronto Raptors 109-105 Washington Wizards Chicago Bulls 90-94 Milwaukee Bucks Brooklyn Nets 117-102 San Antonio Spurs Memphis Grizzlies 122-118 Denver Nuggets Detroit Pistons 101-111 Utah Jazz Houston Rockets 103-105 Golden State Warriors NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Leikurinn var jafn allt frá fyrstu mínútu og lítið sem ekkert gat skilið liðin að. Liðin skiptust alls 16 sinnum á að hafa forystuna og 15 sinnum var jafnt í leiknum. Milwaukee leiddi með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, en munurinn var aðeins eitt stig þegar flautað var til hálfleiks. Sömu sögu er að segja af síðari hálfleik, en þegar komið var að lokaleikhlutanum leiddu Chicago-menn með einu stigi. Það voru þó liðsmenn Milwaukee sem reyndust sterkari á lokakaflanum. Tæpara gat það þó varla verið, en eins og áður sagði vann liðið með fjórum stigum, 94-90. Giannis Antetokounmpo var atkvæðamestur í liði Milwaukee með 30 stig, 12 fráköst og þrjár stoðsendingar. DeMar DeRozan var stigahæstur í liði Chicago með 35 stig. The @Bucks got the win at home, as Giannis and DeMar DeRozan battled it out for all 4 quarters!DeMar DeRozan: 35 PTS, 6 REBGiannis Antetokounmpo: 30 PTS, 12 REB, 2 BLK pic.twitter.com/JEp7SA4mu8— NBA (@NBA) January 22, 2022 Ekki var dramatíkin minni í leik Golden State Warriors og Houston Rockets. Gestirnir frá Houston byrjuðu leikinn betur og fóru með ellefu stiga forskot inn í hálfleikinn. Stríðsmennirnir mættu tilbúnir til leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu metin áður en komið var að lokaleikhlutanum þar sem jafnt var á öllum tölum fram á síðustu stundu. Golden State jafnaði metin í 103-103 þegar tæplega ein og hálf mínúta var til leiksloka, en bæði lið klikkuðu á hverju skotinu á fætur öðru eftir það. Það er alveg þangað til að rétt rúm ein sekúnda var eftir á klukkunni. Þá keyrði Steph Curry á Kevin Porter, tók eitt skref til baka og setti niður tvö stig til að tryggja sigurinn í þann mund sem lokaflautið gall. 🚨 STEPHEN CURRY CALLS GAME 🚨His #TissotBuzzerBeater lifts the @warriors! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/SCzYCYnKsj— NBA (@NBA) January 22, 2022 Öll úrslit næturinnar Oklahoma City Thunder 98-121 Charlotte Hornets Los Angeles Lakers 116-105 Orlando Magic Los Angeles Clippers 102-101 Philadelphia 76ers Miami Heat 108-110 Atlanta Hawks Portland Trailblazers 109-105 Boston Celtics Toronto Raptors 109-105 Washington Wizards Chicago Bulls 90-94 Milwaukee Bucks Brooklyn Nets 117-102 San Antonio Spurs Memphis Grizzlies 122-118 Denver Nuggets Detroit Pistons 101-111 Utah Jazz Houston Rockets 103-105 Golden State Warriors
Oklahoma City Thunder 98-121 Charlotte Hornets Los Angeles Lakers 116-105 Orlando Magic Los Angeles Clippers 102-101 Philadelphia 76ers Miami Heat 108-110 Atlanta Hawks Portland Trailblazers 109-105 Boston Celtics Toronto Raptors 109-105 Washington Wizards Chicago Bulls 90-94 Milwaukee Bucks Brooklyn Nets 117-102 San Antonio Spurs Memphis Grizzlies 122-118 Denver Nuggets Detroit Pistons 101-111 Utah Jazz Houston Rockets 103-105 Golden State Warriors
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira