Einn látinn eftir skotárásina í Þýskalandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2022 15:58 Lögregla skoðar skotvopnið sem árásarmaðurinn beitti á vettvangi. Getty/Sebastian Gollnow Einn er látinn eftir að skotárás var gerð á háskólann í Heidelberg í Þýskalandi fyrr í dag og þrír til viðbótar særðust. Árásarmaðurinn tók sitt eigið líf eftir að hann skaut nemendur á færi inni í skólastofu. Mikill viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum í borginni Heidelberg í Suðvestur-Þýskalandi í dag þegar fregnir bárust af því að árásarmaður vopnaður skotvopni væri laus inni í skólabyggingum á Neuenheimer Feld háskólasvæðinu. Að sögn yfirvalda var maðurinn nemandi við skólann en hann mætti þangað vopnaður byssu með löngu hlaupi í morgun, gekk inn í skólastofu þar sem fyrirlestur stóð yfir og hóf að skjóta. Uppfært klukkan 16:40. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er einn af þeim fjórum sem særðust í árásinni látinn. Fréttastofa AFP greinir frá því á Twitter. #BREAKING One victim dead in German lecture hall shooting: security sources pic.twitter.com/BChm6ie7LI— AFP News Agency (@AFP) January 24, 2022 Að sögn yfirvalda bendir allt til þess að maðurinn hafi verið einn að verki og að hvorki trúarlegar né pólitískar ástæður hafi verið að baki árásinni. Maðurinn hafi tekið sitt eigið líf inni í skólanum eftir að honum tókst að særa fjóra, sumir þeirra eru alvarlega slasaðir. Búið er að loka háskólasvæðið í Neuenheimer Feld af en á svæðinu eru kenndar ýmsar náttúruvísindagreinar. Þar er til að mynda hluti háskólasjúkrahússins og grasagarður. Samkvæmt frétt SWR sendu stjórnendur háskólans út tölvupóst eftir hádegi í dag þar sem nemendur voru beðnir um að forðast svæðið. Mikill viðbúnaður er við háskólann þar sem fjórir særðust.Getty/Uwe Anspach Háskólinn í Heidelberg er sá elsti í Þýskalandi og hefur verið starfandi frá árinu 1386. Skotárásir á skkóla í Þýskalandi eru sjaldséðar, alls sex í gegn um tíðina. Sú síðasta var árið 2009 í Winnenden gagnfræðiskólanum í suðvesturhluta Þýskalands. Sextán féllu í þeirri árás og níu særðust. Þýskaland Tengdar fréttir Nokkrir særðir eftir skotárás í þýskum háskóla Mikill viðbúnaður er við háskólann í Heidelberg í Þýskalandi eftir að maður vopnaður skotvopni skaut á hóp nemenda í fyrirlestrarsal í skólanum. Nokkrir eru særðir að sögn lögreglu. 24. janúar 2022 13:17 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Mikill viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum í borginni Heidelberg í Suðvestur-Þýskalandi í dag þegar fregnir bárust af því að árásarmaður vopnaður skotvopni væri laus inni í skólabyggingum á Neuenheimer Feld háskólasvæðinu. Að sögn yfirvalda var maðurinn nemandi við skólann en hann mætti þangað vopnaður byssu með löngu hlaupi í morgun, gekk inn í skólastofu þar sem fyrirlestur stóð yfir og hóf að skjóta. Uppfært klukkan 16:40. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er einn af þeim fjórum sem særðust í árásinni látinn. Fréttastofa AFP greinir frá því á Twitter. #BREAKING One victim dead in German lecture hall shooting: security sources pic.twitter.com/BChm6ie7LI— AFP News Agency (@AFP) January 24, 2022 Að sögn yfirvalda bendir allt til þess að maðurinn hafi verið einn að verki og að hvorki trúarlegar né pólitískar ástæður hafi verið að baki árásinni. Maðurinn hafi tekið sitt eigið líf inni í skólanum eftir að honum tókst að særa fjóra, sumir þeirra eru alvarlega slasaðir. Búið er að loka háskólasvæðið í Neuenheimer Feld af en á svæðinu eru kenndar ýmsar náttúruvísindagreinar. Þar er til að mynda hluti háskólasjúkrahússins og grasagarður. Samkvæmt frétt SWR sendu stjórnendur háskólans út tölvupóst eftir hádegi í dag þar sem nemendur voru beðnir um að forðast svæðið. Mikill viðbúnaður er við háskólann þar sem fjórir særðust.Getty/Uwe Anspach Háskólinn í Heidelberg er sá elsti í Þýskalandi og hefur verið starfandi frá árinu 1386. Skotárásir á skkóla í Þýskalandi eru sjaldséðar, alls sex í gegn um tíðina. Sú síðasta var árið 2009 í Winnenden gagnfræðiskólanum í suðvesturhluta Þýskalands. Sextán féllu í þeirri árás og níu særðust.
Þýskaland Tengdar fréttir Nokkrir særðir eftir skotárás í þýskum háskóla Mikill viðbúnaður er við háskólann í Heidelberg í Þýskalandi eftir að maður vopnaður skotvopni skaut á hóp nemenda í fyrirlestrarsal í skólanum. Nokkrir eru særðir að sögn lögreglu. 24. janúar 2022 13:17 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Nokkrir særðir eftir skotárás í þýskum háskóla Mikill viðbúnaður er við háskólann í Heidelberg í Þýskalandi eftir að maður vopnaður skotvopni skaut á hóp nemenda í fyrirlestrarsal í skólanum. Nokkrir eru særðir að sögn lögreglu. 24. janúar 2022 13:17