Neyðaraðstoð til Tonga aukin eftir að flugvöllurinn var hreinsaður af ösku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. janúar 2022 08:43 Afhending byrgða hefur aukist nú eftir að alþjóðaflugvöllurinn á Tonga var hreinsaður af ösku. EPA-EFE/LACW EMMA SCHWENKE Alþjóðaflugvöllurinn í Tonga hefur verið hreinsaður af ösku og verður það því auðveldara fyrir flugvélar að lenda á vellinum til þess að færa íbúum Tonga nauðsynjavörur eftir að neðansjávareldgos hófst í nágrenni við eyjarnar. Utanaðkomandi neyðaraðstoð hefur verið af skornum skammti frá því að eldgosið hófst á Tonga fyrir rúmri viku síðan. Alþjóðasamtök Rauða krossins og Rauða hálfmánans munu auka starfsemi sína á eyjunum, enda munu sjálfboðaliðar þeirra geta gert talsvert meira nú þegar flugvélar geta flutt allar nauðsynlegustu vörur á eyjarnar. Bandaríkin hyggjast auka framlag sitt til Tongverja um 2,5 milljónir banaríkjadala, eða um 325 milljónir króna. Þá kom bandaríska herskipið USS Sampson til Tonga í vikunni og mun hafa þar viðveru á næstu vikum til aðstoðar. Ástralir ætla sömuleiðis að veita Tongverjum fjárhagsaðstoð og aðstoða þá við að koma aftur rafmagni, net- og símasambandi á eyjarnar. Ástralskt herskip kom sömuleiðis til Tonga í dag. Einhverjar áhyggjur hafa verið uppi á Tonga að allir aðkomumennirnir, sem vilji hjálpa Tongverjum vegna eldgossins og flóðbylgjunnar sem fylgdi því, gætu borið með sér kórónuveiruna en enginn hefur greinst smitaður á eyjunum að undanförnu. Hjálparlið hefur því þurft að gangast undir kórónuveirupróf áður en þau hafa fengið að koma nálægt landi, og reyndust til að mynda nokkrir um borð í ástralska herskipinu smitaðir. Enginn Tongverji hefur þó greinst. Tonga Tengdar fréttir Tongverjar staðráðnir í að klára enduruppbyggingu Hjálparstarf á Tonga er að taka á sig mynd en ríkisstjórn eyjaklasans segir drykkjarvatn í forgangi. Vika er liðin frá því að stærðarinnar sprengigos olli miklum skemmdum á eyjunum svo minnst þrír dóu og tvö þorp þurrkuðust út. 22. janúar 2022 11:44 Covid gerir hjálparstarf á Tonga flókið Skip sjóhers Nýja-Sjáland kom til hafnar í Tonga-eyjum í morgun. Þar um borð voru 250 þúsund lítrar af drykkjarvatni og öðrum nauðsynlegum birgðum. Um borð í HMNZS Aotearoa er einnig búnaður sem hægt er að nota til að eima sjötíu þúsund lítra af vatni á dag. 21. janúar 2022 11:27 Fyrsta flugvélin með hjálpargögnum komin til Tonga Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi. 20. janúar 2022 08:05 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira
Utanaðkomandi neyðaraðstoð hefur verið af skornum skammti frá því að eldgosið hófst á Tonga fyrir rúmri viku síðan. Alþjóðasamtök Rauða krossins og Rauða hálfmánans munu auka starfsemi sína á eyjunum, enda munu sjálfboðaliðar þeirra geta gert talsvert meira nú þegar flugvélar geta flutt allar nauðsynlegustu vörur á eyjarnar. Bandaríkin hyggjast auka framlag sitt til Tongverja um 2,5 milljónir banaríkjadala, eða um 325 milljónir króna. Þá kom bandaríska herskipið USS Sampson til Tonga í vikunni og mun hafa þar viðveru á næstu vikum til aðstoðar. Ástralir ætla sömuleiðis að veita Tongverjum fjárhagsaðstoð og aðstoða þá við að koma aftur rafmagni, net- og símasambandi á eyjarnar. Ástralskt herskip kom sömuleiðis til Tonga í dag. Einhverjar áhyggjur hafa verið uppi á Tonga að allir aðkomumennirnir, sem vilji hjálpa Tongverjum vegna eldgossins og flóðbylgjunnar sem fylgdi því, gætu borið með sér kórónuveiruna en enginn hefur greinst smitaður á eyjunum að undanförnu. Hjálparlið hefur því þurft að gangast undir kórónuveirupróf áður en þau hafa fengið að koma nálægt landi, og reyndust til að mynda nokkrir um borð í ástralska herskipinu smitaðir. Enginn Tongverji hefur þó greinst.
Tonga Tengdar fréttir Tongverjar staðráðnir í að klára enduruppbyggingu Hjálparstarf á Tonga er að taka á sig mynd en ríkisstjórn eyjaklasans segir drykkjarvatn í forgangi. Vika er liðin frá því að stærðarinnar sprengigos olli miklum skemmdum á eyjunum svo minnst þrír dóu og tvö þorp þurrkuðust út. 22. janúar 2022 11:44 Covid gerir hjálparstarf á Tonga flókið Skip sjóhers Nýja-Sjáland kom til hafnar í Tonga-eyjum í morgun. Þar um borð voru 250 þúsund lítrar af drykkjarvatni og öðrum nauðsynlegum birgðum. Um borð í HMNZS Aotearoa er einnig búnaður sem hægt er að nota til að eima sjötíu þúsund lítra af vatni á dag. 21. janúar 2022 11:27 Fyrsta flugvélin með hjálpargögnum komin til Tonga Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi. 20. janúar 2022 08:05 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira
Tongverjar staðráðnir í að klára enduruppbyggingu Hjálparstarf á Tonga er að taka á sig mynd en ríkisstjórn eyjaklasans segir drykkjarvatn í forgangi. Vika er liðin frá því að stærðarinnar sprengigos olli miklum skemmdum á eyjunum svo minnst þrír dóu og tvö þorp þurrkuðust út. 22. janúar 2022 11:44
Covid gerir hjálparstarf á Tonga flókið Skip sjóhers Nýja-Sjáland kom til hafnar í Tonga-eyjum í morgun. Þar um borð voru 250 þúsund lítrar af drykkjarvatni og öðrum nauðsynlegum birgðum. Um borð í HMNZS Aotearoa er einnig búnaður sem hægt er að nota til að eima sjötíu þúsund lítra af vatni á dag. 21. janúar 2022 11:27
Fyrsta flugvélin með hjálpargögnum komin til Tonga Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi. 20. janúar 2022 08:05