Enn bætist á vandræði Borisar Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2022 15:11 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er undir miklum þrýstingi þessa dagana. AP/Leon Neal Vandræði Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, virðast engan enda ætla að taka. Ný-opinberaðir tölvupóstar sína að hann heimilaði brottflutning gæludýra frá Afganistan í fyrra persónulega, sem forsætisráðherrann hafði áður sagt að væri „þvættingur“. Fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytis Bretlands sakaði í desember Johnson um að hafa lagt meiri áherslu á að koma gæludýrum frá Afganistan en fólki þegar óreiðan þar var hvað mest við yfirtöku Talibana í fyrra. Það sagði Johnson að væri „algjör þvættingur“. In December, Boris Johnson described claims he had authorised Afghan animal evacuation as "complete nonsense"New leaked emails suggest he was personally involved in ensuring animals and charity workers were evacuated from Kabul#BBCRealityCheck https://t.co/V9PlXnlJJZ pic.twitter.com/6SFuM4kJsI— BBC Politics (@BBCPolitics) January 26, 2022 Utanríkismálanefnd breska þingsins, sem hefur verið að rannsaka aðgerðir ríkisstjórnar Johnsons varðandi brottförina frá Afganistan, opinberaði hins vegar í dag tölvupósta þar sem fram kemur að forsætisráðherrann gaf sjálfur heimild til að kettir og hundar á vegum góðgerðafélags yrðu flutt frá Afganistan. Í frétt Sky News kemur fram að málið snýr að góðgerðafélaginu Nowzad sem rekið er af Pen Farthing, fyrrverandi landgönguliða í breska hernum. Þegar varnir stjórnarhers Afganistans féllu eins og spilaborg í haust lagði Farthing mikið kapp á að koma dýrum sínum frá landinu og leigði til þess flugvél. Yfirvöld Bretlands veittu Farthing heimild til að fljúga til og frá Afganistan til að sækja dýrin. Strax í kjölfarið heyrðist gagnrýni á þá leið að verið væri að leggja meiri áherslu á að sækja dýr en fólk og þar á meðal menn sem höfðu unnið með breska hernum. Raphael Marshall sakaði svo ríkisstjórn Johnsons í desember um mikið skipulagsleysi í tengslum við brottflutningana. Hann sagði einnig að Jonhson hefði ákveðið að forgangsraða dýraflutningana og sagði þá ákvörðun hafa komið beint niður á brottflutningi breskra og afganskra ríkisborgara. Í tölvupóstunum segir berum orðum að forsætisráðherrann hafi veitt heimild til að flytja dýr Nowzad frá Afganistan og sömuleiðis starfsmenn góðgerðasamtakanna, sem hefðu ekki verið fluttir til Bretlands án inngrips Johnsons, samkvæmt einum tölvupóstinum. Talsmaður forsætisráðuneytisins segir það enn satt að Johnson hafi aldrei skipað embættismönnum að grípa til sérstakra aðgerða, samkvæmt svörum við fyrirspurn Sky News. Stjórnarandstaðan var fljót að gagnrýna Johnson vegna tölvupóstanna og hefur hann meðal annars verið sakaður um að ljúga „enn og aftur“ að bresku þjóðinni. Bretland Afganistan Tengdar fréttir Mun aftur svara fyrir veisluvöldin í breska þinginu í dag Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun sitja fyrir svörum í breska þinginu síðar í dag og er búist við að ráðherrann lendi í orrahríð, enda er einnig von á skýrslu frá Sue Gray, embættismanni sem falið var að rannsaka möguleg sóttvarnabrot í kórónuveirufaraldrinum. 26. janúar 2022 06:39 Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08 Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. 24. janúar 2022 20:47 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytis Bretlands sakaði í desember Johnson um að hafa lagt meiri áherslu á að koma gæludýrum frá Afganistan en fólki þegar óreiðan þar var hvað mest við yfirtöku Talibana í fyrra. Það sagði Johnson að væri „algjör þvættingur“. In December, Boris Johnson described claims he had authorised Afghan animal evacuation as "complete nonsense"New leaked emails suggest he was personally involved in ensuring animals and charity workers were evacuated from Kabul#BBCRealityCheck https://t.co/V9PlXnlJJZ pic.twitter.com/6SFuM4kJsI— BBC Politics (@BBCPolitics) January 26, 2022 Utanríkismálanefnd breska þingsins, sem hefur verið að rannsaka aðgerðir ríkisstjórnar Johnsons varðandi brottförina frá Afganistan, opinberaði hins vegar í dag tölvupósta þar sem fram kemur að forsætisráðherrann gaf sjálfur heimild til að kettir og hundar á vegum góðgerðafélags yrðu flutt frá Afganistan. Í frétt Sky News kemur fram að málið snýr að góðgerðafélaginu Nowzad sem rekið er af Pen Farthing, fyrrverandi landgönguliða í breska hernum. Þegar varnir stjórnarhers Afganistans féllu eins og spilaborg í haust lagði Farthing mikið kapp á að koma dýrum sínum frá landinu og leigði til þess flugvél. Yfirvöld Bretlands veittu Farthing heimild til að fljúga til og frá Afganistan til að sækja dýrin. Strax í kjölfarið heyrðist gagnrýni á þá leið að verið væri að leggja meiri áherslu á að sækja dýr en fólk og þar á meðal menn sem höfðu unnið með breska hernum. Raphael Marshall sakaði svo ríkisstjórn Johnsons í desember um mikið skipulagsleysi í tengslum við brottflutningana. Hann sagði einnig að Jonhson hefði ákveðið að forgangsraða dýraflutningana og sagði þá ákvörðun hafa komið beint niður á brottflutningi breskra og afganskra ríkisborgara. Í tölvupóstunum segir berum orðum að forsætisráðherrann hafi veitt heimild til að flytja dýr Nowzad frá Afganistan og sömuleiðis starfsmenn góðgerðasamtakanna, sem hefðu ekki verið fluttir til Bretlands án inngrips Johnsons, samkvæmt einum tölvupóstinum. Talsmaður forsætisráðuneytisins segir það enn satt að Johnson hafi aldrei skipað embættismönnum að grípa til sérstakra aðgerða, samkvæmt svörum við fyrirspurn Sky News. Stjórnarandstaðan var fljót að gagnrýna Johnson vegna tölvupóstanna og hefur hann meðal annars verið sakaður um að ljúga „enn og aftur“ að bresku þjóðinni.
Bretland Afganistan Tengdar fréttir Mun aftur svara fyrir veisluvöldin í breska þinginu í dag Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun sitja fyrir svörum í breska þinginu síðar í dag og er búist við að ráðherrann lendi í orrahríð, enda er einnig von á skýrslu frá Sue Gray, embættismanni sem falið var að rannsaka möguleg sóttvarnabrot í kórónuveirufaraldrinum. 26. janúar 2022 06:39 Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08 Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. 24. janúar 2022 20:47 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Mun aftur svara fyrir veisluvöldin í breska þinginu í dag Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun sitja fyrir svörum í breska þinginu síðar í dag og er búist við að ráðherrann lendi í orrahríð, enda er einnig von á skýrslu frá Sue Gray, embættismanni sem falið var að rannsaka möguleg sóttvarnabrot í kórónuveirufaraldrinum. 26. janúar 2022 06:39
Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. 25. janúar 2022 11:08
Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður hafa verið viðstaddur afmælisviðburð í Downingstræti í júní 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir önnur veisluhöld vorið 2020 og hafa þingmenn jafnvel kallað eftir afsögn hans. 24. janúar 2022 20:47