CrossFit kóngurinn og CrossFit drottningin keppa saman á RIG 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru í sama liði á Reykjavíkurleikunum í ár. Samsett/Instagram Það mun gefast langþráð tækifæri í CrossFit keppni Reykjavíkurleikanna í næsta mánuði. Það er nefnilega ekki á hverju degi sem við sjáum besta CrossFit fólk Íslands keppa hér á landi. Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa náð bestum árangri Íslendinga á heimsleikunum undanfarin ár og hafa öll komist þar á verðlaunapall á síðustu árum. Nú keppa þau öll hér heima á Íslandi. Öll þrjú verða nefnilega í sviðsljósinu í CrossFit keppni RIG sem fer fram í aðstöðu Crossfit Reykjavíkur 5. febrúar. Keppnin í ár verður liðakeppni með heimsklassa keppendum frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Ástralíu og Bandaríkjunum. Liðin fögur keppa í fimm greinum þar sem ein kona og einn karl eru í liði. Á níutíu mínútum keppa þau í ýmsum greinum sem reyna á styrk, úthald, hraða og tækni. View this post on Instagram A post shared by Reykjavik International Games (@reykjavikgames) Kóngurinn og drottningin í íslenska CrossFit heiminum eru sameinuð á Reykjavíkurleikunum í ár en Björgvin Karl Guðmundsson og Anníe Mist Þórisdóttir eru sá karl og sú kona sem hafa náð bestum árangri Íslendinga í sögu heimsleikanna. Anníe Mist hefur tvisvar orðið heimsmeistari og komist oftast íslenskra kvenna á verðlaunapall (sex sinnum) og Björgvin Karl er eini íslenski karlinn sem hefur komist á pall. Að þessum sinni mynda þau eitt svakalegt par í þessari keppni. Katrín Tanja Davíðsdóttir mun síðan keppa á móti þeim ásamt hinum reynslumikla Khan Porter sem hefur keppt sex sinnum á heimsleikunum þar af fimm sinnum í einstaklingskeppninni. Hin liðin eru skipuð þeim Andre Houdet og Julie Houghaard annars vegar og þau Rebecka Vitesson og Tola Morakinyo hins vegar. CrossFit Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa náð bestum árangri Íslendinga á heimsleikunum undanfarin ár og hafa öll komist þar á verðlaunapall á síðustu árum. Nú keppa þau öll hér heima á Íslandi. Öll þrjú verða nefnilega í sviðsljósinu í CrossFit keppni RIG sem fer fram í aðstöðu Crossfit Reykjavíkur 5. febrúar. Keppnin í ár verður liðakeppni með heimsklassa keppendum frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Ástralíu og Bandaríkjunum. Liðin fögur keppa í fimm greinum þar sem ein kona og einn karl eru í liði. Á níutíu mínútum keppa þau í ýmsum greinum sem reyna á styrk, úthald, hraða og tækni. View this post on Instagram A post shared by Reykjavik International Games (@reykjavikgames) Kóngurinn og drottningin í íslenska CrossFit heiminum eru sameinuð á Reykjavíkurleikunum í ár en Björgvin Karl Guðmundsson og Anníe Mist Þórisdóttir eru sá karl og sú kona sem hafa náð bestum árangri Íslendinga í sögu heimsleikanna. Anníe Mist hefur tvisvar orðið heimsmeistari og komist oftast íslenskra kvenna á verðlaunapall (sex sinnum) og Björgvin Karl er eini íslenski karlinn sem hefur komist á pall. Að þessum sinni mynda þau eitt svakalegt par í þessari keppni. Katrín Tanja Davíðsdóttir mun síðan keppa á móti þeim ásamt hinum reynslumikla Khan Porter sem hefur keppt sex sinnum á heimsleikunum þar af fimm sinnum í einstaklingskeppninni. Hin liðin eru skipuð þeim Andre Houdet og Julie Houghaard annars vegar og þau Rebecka Vitesson og Tola Morakinyo hins vegar.
CrossFit Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira