Íþyngjandi húsnæðiskostnaður venjan frekar en undantekning Isabel Alejandra Diaz og Nanna Hermannsdóttir skrifa 27. janúar 2022 11:30 Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. Það ætti því ekki að koma sérstaklega á óvart að það sama eigi við um stúdenta, enda að megninu til ungt fólk með litlar eignir og tekjur. Samkvæmt Eurostudent VII eru 43% stúdenta á Íslandi með íþyngjandi húsnæðiskostnað en það er fjórfalt hærra hlutfall en meðal allra Íslendinga. Þrátt fyrir mikið uppbyggingarskeið stúdentaíbúða í Reykjavík undanfarinn áratug er enn langt í land. Aðeins um 15% íslenskra stúdenta búa á stúdentagörðum og biðlistar eru langir. Ljóst er að húsnæðiskostnaður þeirra sem leigja á almennum markaði er talsvert hærri en þeirra sem leigja á stúdentagörðum. Húsnæðisbætur geta ýkt þennan aðstöðumun enn frekar þar sem undanþágur gilda aðeins fyrir þá stúdenta sem leigja á stúdentagörðum. Menntasjóður námsmanna veitir stúdentum viðbótarlán vegna húsnæðiskostnaðar. Upphæð lánsins virðist að einhverju leyti vera miðuð við leigu á stúdentagörðum en er töluvert frá því að ná leiguverði á almennum markaði. Á myndunum hér að neðan má sjá meðalleiguverð á almennum leigumarkaði (að frádegnum húsnæðisbótum) borið saman við upphæð viðbótarláns vegna húsnæðis hjá Menntasjóði námsmanna. Þegar hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum fer yfir 40% er talað um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Því má segja að námslánakerfið sé hannað utan um það að stúdentar skuli bera íþyngjandi húsnæðiskostnað, þar sem hlutfall viðbótarláns vegna húsnæðis af heildargreiðslum frá lánasjóðnum (auk barnabóta þar sem við á) til einstaklinga er 35-41% (eftir fjölda barna). Til þess að húsnæðisbyrði einstaklings í stúdíóíbúð á almennum leigumarkaði sé ekki íþyngjandi þyrfti heildarlán frá lánasjóðnum að hækka um ríflega 100.000 kr/mán og meira en tvöfaldast ef byrðin ætti að vera innan æskilegra marka. Í greiningu sem birt er í nýútgefinni skýrslu Stúdentaráðs um húsnæðismál kemur fram að fyrir flestar sviðsmyndir einstaklinga fer yfir 30% ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað og er hlutfallið um og yfir 40% á almennum leigumarkaði. Þetta er meginumfjöllunarefni skýrslunnar en þessi háa byrði húsnæðiskostnaðar stafar til dæmis af fyrrnefndum eiginleikum húsnæðisbóta og lágum ráðstöfunartekjum í takt við upphæðir námslána á Íslandi. Enn fremur eykur skortur á félagslegu leiguhúsnæði ásamt erfiðum aðstæðum á almennum leigumarkaði húsnæðisbyrði stúdenta. Raunveruleiki stúdenta á húsnæðismarkaði er háður ýmsum breytum sem setur annars svipaða stúdenta í mjög ólíka stöðu. Vegið er að jöfnu aðgengi til náms þar sem húsnæðisöryggi er ein grunnforsenda árangursríks náms. Staða stúdenta er auðvitað aðeins hluti stærra samhengis á íslenskum húsnæðismarkaði. Hagaðilar hans þurfa að leita saman lausna við þeim vandamálum sem þar ríkja og leggja áherslu á að bæta stöðu leigjenda með tilliti til framboðs, kostnaðar og gæða. Ákall stúdenta snýr því að stærra samtali sem hefja má með þeim tillögum að úrbótum sem Stúdentaráð leggur fram í áðurnefndri skýrslu. Skýrslu Stúdentaráðs má nálgast hér . Höfundar eru forseti og verkefnastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Isabel Alejandra Díaz Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. Það ætti því ekki að koma sérstaklega á óvart að það sama eigi við um stúdenta, enda að megninu til ungt fólk með litlar eignir og tekjur. Samkvæmt Eurostudent VII eru 43% stúdenta á Íslandi með íþyngjandi húsnæðiskostnað en það er fjórfalt hærra hlutfall en meðal allra Íslendinga. Þrátt fyrir mikið uppbyggingarskeið stúdentaíbúða í Reykjavík undanfarinn áratug er enn langt í land. Aðeins um 15% íslenskra stúdenta búa á stúdentagörðum og biðlistar eru langir. Ljóst er að húsnæðiskostnaður þeirra sem leigja á almennum markaði er talsvert hærri en þeirra sem leigja á stúdentagörðum. Húsnæðisbætur geta ýkt þennan aðstöðumun enn frekar þar sem undanþágur gilda aðeins fyrir þá stúdenta sem leigja á stúdentagörðum. Menntasjóður námsmanna veitir stúdentum viðbótarlán vegna húsnæðiskostnaðar. Upphæð lánsins virðist að einhverju leyti vera miðuð við leigu á stúdentagörðum en er töluvert frá því að ná leiguverði á almennum markaði. Á myndunum hér að neðan má sjá meðalleiguverð á almennum leigumarkaði (að frádegnum húsnæðisbótum) borið saman við upphæð viðbótarláns vegna húsnæðis hjá Menntasjóði námsmanna. Þegar hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum fer yfir 40% er talað um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Því má segja að námslánakerfið sé hannað utan um það að stúdentar skuli bera íþyngjandi húsnæðiskostnað, þar sem hlutfall viðbótarláns vegna húsnæðis af heildargreiðslum frá lánasjóðnum (auk barnabóta þar sem við á) til einstaklinga er 35-41% (eftir fjölda barna). Til þess að húsnæðisbyrði einstaklings í stúdíóíbúð á almennum leigumarkaði sé ekki íþyngjandi þyrfti heildarlán frá lánasjóðnum að hækka um ríflega 100.000 kr/mán og meira en tvöfaldast ef byrðin ætti að vera innan æskilegra marka. Í greiningu sem birt er í nýútgefinni skýrslu Stúdentaráðs um húsnæðismál kemur fram að fyrir flestar sviðsmyndir einstaklinga fer yfir 30% ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað og er hlutfallið um og yfir 40% á almennum leigumarkaði. Þetta er meginumfjöllunarefni skýrslunnar en þessi háa byrði húsnæðiskostnaðar stafar til dæmis af fyrrnefndum eiginleikum húsnæðisbóta og lágum ráðstöfunartekjum í takt við upphæðir námslána á Íslandi. Enn fremur eykur skortur á félagslegu leiguhúsnæði ásamt erfiðum aðstæðum á almennum leigumarkaði húsnæðisbyrði stúdenta. Raunveruleiki stúdenta á húsnæðismarkaði er háður ýmsum breytum sem setur annars svipaða stúdenta í mjög ólíka stöðu. Vegið er að jöfnu aðgengi til náms þar sem húsnæðisöryggi er ein grunnforsenda árangursríks náms. Staða stúdenta er auðvitað aðeins hluti stærra samhengis á íslenskum húsnæðismarkaði. Hagaðilar hans þurfa að leita saman lausna við þeim vandamálum sem þar ríkja og leggja áherslu á að bæta stöðu leigjenda með tilliti til framboðs, kostnaðar og gæða. Ákall stúdenta snýr því að stærra samtali sem hefja má með þeim tillögum að úrbótum sem Stúdentaráð leggur fram í áðurnefndri skýrslu. Skýrslu Stúdentaráðs má nálgast hér . Höfundar eru forseti og verkefnastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar