Hverju skila forvarnir? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 28. janúar 2022 11:31 Forvarnir beinast að samfélaginu öllu, hópum eða einstaklingum. Almennt séð miða þær að því að efla heilbrigði og fyrirbyggja sjúkdóma og slys með því að beita snemmtækri íhlutun og viðeigandi aðgerðum sem byggja á góðum gögnum. Mikilvægt er að afla sér þekkingar til að vinna út frá og reyna að greina frávik sem beina þarf sjónum að. Forvarnir eru lýðheilsumál og eru sem slíkar einnig mikilvægar þegar kemur að umhverfisvernd og minni sóun. Samfélagsleg ábyrgð Tryggingafélög tryggja verðmætin í lífi fólks og bjóða líka upp á tryggingar sem koma til móts við ófyrirséð áföll og heilsubrest. Þótt það gefi augaleið að forvarnastarf skapi beinan fjárhagslegan ávinning, til dæmis þegar komið er í veg fyrir slys, vinnutap og sóun, þá er mikilvægast að verja líf og heilsu fólks og stuðla að góðu samfélagi. Forvarnir eru í raun félagslegt forgangsmál og eitthvað sem gagnast okkur öllum. Stjórnvöldum og fyrirtækjum ber að sýna samfélagslega ábyrgð og það að setja forvarnir í fyrsta sæti er hluti af þeirri ábyrgð. Hluti fyrir heild Ekkert þrífst í tómarúmi og allra síst nú til dags þegar alþjóðasamfélagið er tengdara en nokkru sinni fyrr. Til er regla í jarðfræðinni sem segir: „Náttúran þolir ekki tómarúm“ og er hún til dæmis notuð til að lýsa virkni eldstöðva – þær þenjast út, gjósa og dragast þá saman. Ekkert tómarúm myndast. Aristóteles á að hafa sagt þetta upphaflega og hélt því þá fram að tómarúm færu gegn náttúrulögmálum, þ.e. að rými væru alltaf fyllt af einhverju. „Ekkert“ væri í raun ekki til. Það skiptir máli í stóra samhenginu hvað við gerum þegar kemur að forvörnum. Við getum haft margfeldisáhrif oft með tiltölulega einföldum aðgerðum, en þær þurfa að vera markvissar og byggðar á gögnum. Í raun er það ungmennafélagsandinn sem hér gildir og felst í að bæta sjálfan sig og samfélagið um leið. Allir þurfa að leggjast á eitt. Þegar kemur að fyrirtækjum og áhrifameiri gerendum í samfélaginu hafa þeir siðferðislega og oft lagalega skyldu gagnvart starfsmönnum sínum og viðskiptavinum er snýr að forvörnum. Forvarnir fyrir alla Til eru fjöldamörg samstarfsverkefni um forvarnir og lýðheilsu, á ýmsum sviðum, og snúast þau oft um að fræða og upplýsa. Oft næst mestur árangur þegar ólíkir aðilar taka höndum saman og leggja saman krafta sína, til dæmis stjórnvöld og þriðji geirinn, fyrirtæki og félagasamtök. Forvarnir hafa þá sérstöðu að þær gagnast öllum. Þær eru ekki einkamál og eiga að vera fyrir alla því þar höfum við öll sameiginlegra hagsmuna á gæta. Á upplýsingaöld þar sem aðgengi að alls konar fræðslu, efni og stundum áróðri hefur aldrei verið meira og samskiptaleiðir með fjölbreyttasta móti, er gott að finna málefni sem við getum öll sameinast um. Forvarnir eru slíkt málefni því við viljum öll byrgja brunninn áður en barnið fellur í hann. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Forvarnir beinast að samfélaginu öllu, hópum eða einstaklingum. Almennt séð miða þær að því að efla heilbrigði og fyrirbyggja sjúkdóma og slys með því að beita snemmtækri íhlutun og viðeigandi aðgerðum sem byggja á góðum gögnum. Mikilvægt er að afla sér þekkingar til að vinna út frá og reyna að greina frávik sem beina þarf sjónum að. Forvarnir eru lýðheilsumál og eru sem slíkar einnig mikilvægar þegar kemur að umhverfisvernd og minni sóun. Samfélagsleg ábyrgð Tryggingafélög tryggja verðmætin í lífi fólks og bjóða líka upp á tryggingar sem koma til móts við ófyrirséð áföll og heilsubrest. Þótt það gefi augaleið að forvarnastarf skapi beinan fjárhagslegan ávinning, til dæmis þegar komið er í veg fyrir slys, vinnutap og sóun, þá er mikilvægast að verja líf og heilsu fólks og stuðla að góðu samfélagi. Forvarnir eru í raun félagslegt forgangsmál og eitthvað sem gagnast okkur öllum. Stjórnvöldum og fyrirtækjum ber að sýna samfélagslega ábyrgð og það að setja forvarnir í fyrsta sæti er hluti af þeirri ábyrgð. Hluti fyrir heild Ekkert þrífst í tómarúmi og allra síst nú til dags þegar alþjóðasamfélagið er tengdara en nokkru sinni fyrr. Til er regla í jarðfræðinni sem segir: „Náttúran þolir ekki tómarúm“ og er hún til dæmis notuð til að lýsa virkni eldstöðva – þær þenjast út, gjósa og dragast þá saman. Ekkert tómarúm myndast. Aristóteles á að hafa sagt þetta upphaflega og hélt því þá fram að tómarúm færu gegn náttúrulögmálum, þ.e. að rými væru alltaf fyllt af einhverju. „Ekkert“ væri í raun ekki til. Það skiptir máli í stóra samhenginu hvað við gerum þegar kemur að forvörnum. Við getum haft margfeldisáhrif oft með tiltölulega einföldum aðgerðum, en þær þurfa að vera markvissar og byggðar á gögnum. Í raun er það ungmennafélagsandinn sem hér gildir og felst í að bæta sjálfan sig og samfélagið um leið. Allir þurfa að leggjast á eitt. Þegar kemur að fyrirtækjum og áhrifameiri gerendum í samfélaginu hafa þeir siðferðislega og oft lagalega skyldu gagnvart starfsmönnum sínum og viðskiptavinum er snýr að forvörnum. Forvarnir fyrir alla Til eru fjöldamörg samstarfsverkefni um forvarnir og lýðheilsu, á ýmsum sviðum, og snúast þau oft um að fræða og upplýsa. Oft næst mestur árangur þegar ólíkir aðilar taka höndum saman og leggja saman krafta sína, til dæmis stjórnvöld og þriðji geirinn, fyrirtæki og félagasamtök. Forvarnir hafa þá sérstöðu að þær gagnast öllum. Þær eru ekki einkamál og eiga að vera fyrir alla því þar höfum við öll sameiginlegra hagsmuna á gæta. Á upplýsingaöld þar sem aðgengi að alls konar fræðslu, efni og stundum áróðri hefur aldrei verið meira og samskiptaleiðir með fjölbreyttasta móti, er gott að finna málefni sem við getum öll sameinast um. Forvarnir eru slíkt málefni því við viljum öll byrgja brunninn áður en barnið fellur í hann. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun