Díana vill 3. sæti á lista Framsóknar í Árborg Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2022 16:20 Díana Lind Sigurjónsdóttir Díana Lind Sigurjónsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti á lista Framsóknar í Árborg í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í tilkynningu segir að Díana Lindbúi á Selfossi ásamt eiginmanni sínum og tveimur sonum. Hún sé leikskólakennari að mennt, enhafi lokið meistaragráðu í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands. Hún starfi sem deildarstjóri í leikskóla á Selfossi. Haft er eftir Díönu að í gegnum starfið sitt hafi hún fengið þann heiður að kynnast fullt af dásamlegu fólki, bæði nemendum, foreldrum, samstarfsfólki og öðrum í skólasamfélaginu. „Starfið felur í sér náið samstarf og eru dýrmæt tengsl sem myndast, en í gegnum það hef ég öðlast aukna innsýn inn í líf barnafjölskyldna hér í Árborg. Ég tel það vera mikinn styrk því það skiptir máli að þeir sem sitja í stjórn sveitarfélagsins séu í tengslum við fólkið í samfélaginu, þeirra raddir skipta miklu máli og vil ég vera talsmaður þeirra. Síðastliðin ár hafa barnafjölskyldur horft til Árborgar sem fjölskylduvænan stað og valið sér búsetu hér til frambúðar. Hjarta hvers bæjarfélags eru börnin og er það skylda okkar að búa þeim gott líf í sinni heimabyggð, þannig þegar þau vaxa úr grasi og standa á eigin fótum þá er allt til alls hér. Að hér sé samfélag sem gefur einstaklingum tækifæri til þess að blómstra og dafna. Í gegnum tíðina hefur það tíðkast að börn sem búa á landsbyggðinni flytjast á brott til þess að sækja skóla og vinnu í borgina. En í Árborg eru breyttir tímar. Þessi aukna fólksfjölgun hefur í för með sér aukna uppbyggingu og tækifæri, en það skiptir máli að vandað sé vel til verka og að samfélagið okkar sé byggt upp með heildrænni framtíðarsýn. Í svona hröðum vexti má þó ekki missa sjónar á því að halda innviðum traustum og hlúa að því sem fyrir er. Með því sköpum við öruggt og heilbrigt samfélag fyrir alla, unga sem aldna,” segir Díana Lind. Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Í tilkynningu segir að Díana Lindbúi á Selfossi ásamt eiginmanni sínum og tveimur sonum. Hún sé leikskólakennari að mennt, enhafi lokið meistaragráðu í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands. Hún starfi sem deildarstjóri í leikskóla á Selfossi. Haft er eftir Díönu að í gegnum starfið sitt hafi hún fengið þann heiður að kynnast fullt af dásamlegu fólki, bæði nemendum, foreldrum, samstarfsfólki og öðrum í skólasamfélaginu. „Starfið felur í sér náið samstarf og eru dýrmæt tengsl sem myndast, en í gegnum það hef ég öðlast aukna innsýn inn í líf barnafjölskyldna hér í Árborg. Ég tel það vera mikinn styrk því það skiptir máli að þeir sem sitja í stjórn sveitarfélagsins séu í tengslum við fólkið í samfélaginu, þeirra raddir skipta miklu máli og vil ég vera talsmaður þeirra. Síðastliðin ár hafa barnafjölskyldur horft til Árborgar sem fjölskylduvænan stað og valið sér búsetu hér til frambúðar. Hjarta hvers bæjarfélags eru börnin og er það skylda okkar að búa þeim gott líf í sinni heimabyggð, þannig þegar þau vaxa úr grasi og standa á eigin fótum þá er allt til alls hér. Að hér sé samfélag sem gefur einstaklingum tækifæri til þess að blómstra og dafna. Í gegnum tíðina hefur það tíðkast að börn sem búa á landsbyggðinni flytjast á brott til þess að sækja skóla og vinnu í borgina. En í Árborg eru breyttir tímar. Þessi aukna fólksfjölgun hefur í för með sér aukna uppbyggingu og tækifæri, en það skiptir máli að vandað sé vel til verka og að samfélagið okkar sé byggt upp með heildrænni framtíðarsýn. Í svona hröðum vexti má þó ekki missa sjónar á því að halda innviðum traustum og hlúa að því sem fyrir er. Með því sköpum við öruggt og heilbrigt samfélag fyrir alla, unga sem aldna,” segir Díana Lind.
Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira