62 ára prins sakaður um að hafa svindlað sér inn á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 11:00 Hubertus von Hohenlohe tekur sjálfan sig ekki of alvarlega þrátt fyrir að vera prins. Hér er hann á Ólympíuleikunum árið 2010. EPA/STEPHAN JANSEN Hubertus von Hohenlohe prins elskar það að keppa á Vetrarólympíuleikunum og það hefur hann þegar gert sex sinnum. Það lítur út fyrir að hann haft einhver brögð í tafli til að koma sér inn á Ólympíuleikana sem hefjast í Peking á föstudaginn. Hubertus von Hohenlohe-Langenburg er kominn með sæti á leikunum en hann keppir fyrir Mexíkó. Þar með er ekki öll sagan sögð því grunur um að undankeppnin hafi verið sett upp til að hjálpa honum og fleirum inn á leikana. Aftonbladet fjallar um málið.Instagram Hubertus er orðinn 62 ára gamall og þetta yrðu hans sjöundu Ólympíuleikar. Hann tók fyrst þátt árið 1984 þegar leikarnir fóru fram í Sarajevo í gömlu Júgóslavíu. Hubertus var síðast með í Sochi árið 2014. 12. og 13. janúar síðastliðinn héldu Jamaíka og Grænhöfðaeyjar "Malbun Exotic Nations Cup" skíðakeppni í Liechtenstein þar sem voru meðal annars keppendur frá Jamaíku, Argentínu og Mexíkó sem voru allir að reyna að vinna sér sæti á leikunum. Austurríska blaðið Krone Zeitung heldur því fram að skíðasambönd Jamaíku, Argentínu og Mexíkó hafi samið um það fyrir keppnina að þeir skíðamenn sem væru lægri á styrkleikalista Alþjóðaskíðasambandsins myndu enda ofar en þeir sem voru hærra skrifaðir. Með því gætu þessu skíðamenn náð sér í dýrmæt stig í baráttunni um síðustu lausu sæti á leikanna. Austurríkismenn eru sérstaklega ósáttir því þetta þýddi að þeir misstu tvo af ellefu skíðamönnum sínum á leikunum í Peking. Einn af þeim skíðamönnum sem voru hærra á styrkleikalistanum var Argentínumaðurinn Cristian Javier Simari Birkner. Með þátttöku hans áttu keppendur möguleika á fleiri stigum. View this post on Instagram A post shared by Hubertus Von Hohenlohe (@hubertushohenlohe) Mexíkóar hafa vísað þessum ásökunum til föðurhúsanna og halda því fram að það hafi ekki verið hægt að falsa úrslitin því keppnin hafi verið sýnd beint í sjónvarpi. „Þú sendir það ekki út í beinni í sjónvarpi þegar þú ert að ræna banka eða stela einhverju,“ skrifaði Hubertus Von Hohenlohe á Instagram síðu sína. Hann kennir Alþjóðaskíðasambandinu um hvernig fór fyrir þessum austurrísku skíðamönnum sem misstu sætið sitt. „Þeir búa til reglur sem enginn skilur og þegar litlar skíðaþjóðir komast á leikana þá er það allt í einu skandall. Aðalskandallinn er að Kínverjar eru með allt aðrar reglur í gildi um hvernig þú kemst á leikana til að tryggja það að kínverskri keppendur komist inn,“ skrifaði Hubertus sem óttast það ekki að missa sæti sitt á leikunum. Hann endaði á kveðju: „Sjáumst í Peking, skrifaði Hubertus. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mexíkó Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
Hubertus von Hohenlohe-Langenburg er kominn með sæti á leikunum en hann keppir fyrir Mexíkó. Þar með er ekki öll sagan sögð því grunur um að undankeppnin hafi verið sett upp til að hjálpa honum og fleirum inn á leikana. Aftonbladet fjallar um málið.Instagram Hubertus er orðinn 62 ára gamall og þetta yrðu hans sjöundu Ólympíuleikar. Hann tók fyrst þátt árið 1984 þegar leikarnir fóru fram í Sarajevo í gömlu Júgóslavíu. Hubertus var síðast með í Sochi árið 2014. 12. og 13. janúar síðastliðinn héldu Jamaíka og Grænhöfðaeyjar "Malbun Exotic Nations Cup" skíðakeppni í Liechtenstein þar sem voru meðal annars keppendur frá Jamaíku, Argentínu og Mexíkó sem voru allir að reyna að vinna sér sæti á leikunum. Austurríska blaðið Krone Zeitung heldur því fram að skíðasambönd Jamaíku, Argentínu og Mexíkó hafi samið um það fyrir keppnina að þeir skíðamenn sem væru lægri á styrkleikalista Alþjóðaskíðasambandsins myndu enda ofar en þeir sem voru hærra skrifaðir. Með því gætu þessu skíðamenn náð sér í dýrmæt stig í baráttunni um síðustu lausu sæti á leikanna. Austurríkismenn eru sérstaklega ósáttir því þetta þýddi að þeir misstu tvo af ellefu skíðamönnum sínum á leikunum í Peking. Einn af þeim skíðamönnum sem voru hærra á styrkleikalistanum var Argentínumaðurinn Cristian Javier Simari Birkner. Með þátttöku hans áttu keppendur möguleika á fleiri stigum. View this post on Instagram A post shared by Hubertus Von Hohenlohe (@hubertushohenlohe) Mexíkóar hafa vísað þessum ásökunum til föðurhúsanna og halda því fram að það hafi ekki verið hægt að falsa úrslitin því keppnin hafi verið sýnd beint í sjónvarpi. „Þú sendir það ekki út í beinni í sjónvarpi þegar þú ert að ræna banka eða stela einhverju,“ skrifaði Hubertus Von Hohenlohe á Instagram síðu sína. Hann kennir Alþjóðaskíðasambandinu um hvernig fór fyrir þessum austurrísku skíðamönnum sem misstu sætið sitt. „Þeir búa til reglur sem enginn skilur og þegar litlar skíðaþjóðir komast á leikana þá er það allt í einu skandall. Aðalskandallinn er að Kínverjar eru með allt aðrar reglur í gildi um hvernig þú kemst á leikana til að tryggja það að kínverskri keppendur komist inn,“ skrifaði Hubertus sem óttast það ekki að missa sæti sitt á leikunum. Hann endaði á kveðju: „Sjáumst í Peking, skrifaði Hubertus.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mexíkó Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira