Bæjarstjóri Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 1. febrúar 2022 11:00 Sjálfstæðisflokkurinn og bæjarstjórinn í Hafnarfirði eru á flótta frá eigin aðgerðarleysi í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og kenna öllum öðrum um nema sér sjálfum. Í nýlegu viðtali í Viðskiptablaðinu útskýrir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tafirnar sem hafa orðið á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Eftir stöðugan vöxt í 80 ár fækkaði íbúum í fyrsta skiptið árið 2020 og á síðasti ári fjölgaði þeim aðeins um nokkra tugi. Það er langt á eftir áætlunum bæjarins sem gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um 334-1260 á ári. Íbúum kennt um Helsta ástæða tafanna að mati bæjarstjóra er að framkæmdarleyfi vegna rafmagnslínu sem lá yfir uppbyggingarsvæðin hafi verið kært og fellt úr gildi samkvæmt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Hér er bæjarstjóri að setja út á lýðræðislegan rétt íbúanna til að láta sig varða umhverfi sitt og stuðla að náttúruvernd. Ljóst er að hér hefði mátt vanda betur til verka og koma í veg fyrir tafir með því að setja rafmagnslínurnar í jörðu eins og við í Samfylkingunni lögðum til. Þá er ekki hægt að útskýra tafir á uppbyggingu í Skarðshlíð með rafmagnslínum. Það hverfi var tilbúið til úthlutunar árið 2008. Mikil íbúafjölgun í nágrannasveitarfélögum Þá vill bæjarstjóri meina að ástæða fólksfækkunar í Hafnarfirði megi rekja til þess að erlent vinnuafl hafi flust af landi brott. Það stenst enga skoðun, því á sama tíma fjölgar íbúum í nágrannasveitarfélögunum umtalsvert. Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins á íbúðum í byggingu hefur um langt árabil verið minnst byggt í Hafnarfirði. Íbúar og einkum ungt fólk er því ekki að finna húsnæði í Hafnarfirði og flytur úr bænum. Skipulag og þéttingaráform í Hraun-vestur hefur legið fyrir um alllangan tíma, en þar er fátt að gerast. Engin uppbygging hafin. Önnur þéttingaráform hafa velkst til í kerfinu. Það var ekki fyrr en við í Samfylkingunni þrýstum stöðugt á um að ganga til verka að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks rumskuðu og eitthvað fór að gerast. Glundroði og skortur á forystu Það er auðveldara að kenna öðrum um en að líta í eigin barm. Einnig að tala um allar íbúðirnar sem á eftir að byggja í framtíðinni og ylja sér við óskhyggju. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur haft uppbyggingarmálin á sinni könnu undanfarin tæp átta ár hefur skort alla forystu og framtíðarsýn. Hér þarf að gera betur. Láta verkin tala. Það gerðu jafnaðarmenn við stjórn bæjarins og nú þarf að hefja nýja sókn i bænum undir forystu Samfylkingarinnar Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Stefán Már Gunnlaugsson Samfylkingin Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og bæjarstjórinn í Hafnarfirði eru á flótta frá eigin aðgerðarleysi í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og kenna öllum öðrum um nema sér sjálfum. Í nýlegu viðtali í Viðskiptablaðinu útskýrir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tafirnar sem hafa orðið á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Eftir stöðugan vöxt í 80 ár fækkaði íbúum í fyrsta skiptið árið 2020 og á síðasti ári fjölgaði þeim aðeins um nokkra tugi. Það er langt á eftir áætlunum bæjarins sem gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um 334-1260 á ári. Íbúum kennt um Helsta ástæða tafanna að mati bæjarstjóra er að framkæmdarleyfi vegna rafmagnslínu sem lá yfir uppbyggingarsvæðin hafi verið kært og fellt úr gildi samkvæmt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Hér er bæjarstjóri að setja út á lýðræðislegan rétt íbúanna til að láta sig varða umhverfi sitt og stuðla að náttúruvernd. Ljóst er að hér hefði mátt vanda betur til verka og koma í veg fyrir tafir með því að setja rafmagnslínurnar í jörðu eins og við í Samfylkingunni lögðum til. Þá er ekki hægt að útskýra tafir á uppbyggingu í Skarðshlíð með rafmagnslínum. Það hverfi var tilbúið til úthlutunar árið 2008. Mikil íbúafjölgun í nágrannasveitarfélögum Þá vill bæjarstjóri meina að ástæða fólksfækkunar í Hafnarfirði megi rekja til þess að erlent vinnuafl hafi flust af landi brott. Það stenst enga skoðun, því á sama tíma fjölgar íbúum í nágrannasveitarfélögunum umtalsvert. Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins á íbúðum í byggingu hefur um langt árabil verið minnst byggt í Hafnarfirði. Íbúar og einkum ungt fólk er því ekki að finna húsnæði í Hafnarfirði og flytur úr bænum. Skipulag og þéttingaráform í Hraun-vestur hefur legið fyrir um alllangan tíma, en þar er fátt að gerast. Engin uppbygging hafin. Önnur þéttingaráform hafa velkst til í kerfinu. Það var ekki fyrr en við í Samfylkingunni þrýstum stöðugt á um að ganga til verka að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks rumskuðu og eitthvað fór að gerast. Glundroði og skortur á forystu Það er auðveldara að kenna öðrum um en að líta í eigin barm. Einnig að tala um allar íbúðirnar sem á eftir að byggja í framtíðinni og ylja sér við óskhyggju. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur haft uppbyggingarmálin á sinni könnu undanfarin tæp átta ár hefur skort alla forystu og framtíðarsýn. Hér þarf að gera betur. Láta verkin tala. Það gerðu jafnaðarmenn við stjórn bæjarins og nú þarf að hefja nýja sókn i bænum undir forystu Samfylkingarinnar Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar